Morgunblaðið - 27.05.2022, Blaðsíða 24
Í
verkinu eru alls konar
litlar sögur af fólki og dýr-
um sem við þreytumst
seint á að skoða. Lista-
verkið er í senn litríkt
og töff en jafnframt barna-
legt og með „dirty twisti“.
Svo er líka mikil Berlínar-
tenging í verkinu en í því er
að finna bæði Trabant og
sjónvarpsturninn fræga í Berl-
ín, sem er hæsta bygging
Þýskalands,“ segir Katrín Árna-
dóttir um listaverkið sem lista-
maðurinn Egill Jónasson málaði í
bakgarðinn hjá þeim síðasta sum-
ar. Verkið er málað á bílskúrinn
en tvær hliðar hans snúa út í bak-
garðinn. Þar er afgirtur skjólgóð-
ur pallur með útisturtu, heitum og
köldum potti og góðu plássi bæði
fyrir grill, matarborð og útisófa.
Alltaf graff á útidyrahurðinni
„Ég hafði séð málverk eftir Egil
á listasýningu síðasta sumar og
fannst stílinn hans skemmtilegur.
Hann er hins vegar ekki graffari
og hafði ekki gert vegglistaverk
áður svo þetta var ekki síður
spennandi verkefni fyrir hann en
okkur. Listamaðurinn fékk alveg
frjálsar hendur með þetta verk-
efni. Það eina sem við óskuðum
eftir var að það væri einhver Berl-
ínartenging í verkinu en að öðru
leyti réð hann þessu alveg,“ segir
Katrín en auk hennar saman-
stendur fjölskyldan af heimilsföð-
urnum Antoni Rúnarssyni og
dætrunum Ídu og Elínu. Fjöl-
skyldan hefur sterkar taugar til
Berlínar því þau bjuggu þar í 10
ár en fluttu til baka til Akureyrar
árið 2016.
„Berlín er uppfull af portum og
graffítiverkum. Við bjuggum í
austurhluta borgarinnar og þar er
allt svolítið gróft og skítugt. Það
var til dæmis alltaf verið að graffa
á útidyrahurðina hjá okkur. Ég
saknaði þessarar stemmningar
þegar við fluttum aftur til Íslands.
Hér er allt miklu meira sterílt og
pottþétt. Þessi hugmynd kviknaði
fljótt eftir að við keyptum húsið,
því þetta svæði á milli bílskúrsins
og hússins minnti á port í Berlín
og ég fann að bílskúrinn varð að
vera eitthvað meira en hvítur, það
varð að vera meira fjör í
honum. Okkur fannst
því kjörið að lífga upp á
hann með þessum hætti
og taka þannig hluta af
Berlín með okkur heim.“
Katrín segist ekki hafa verið
vitund hrædd við að hleypa
listamanninum lausum á bílskúr-
inn og bætir við að ef útkoman
hefði ekki orðið þeim að skapi þá
hefði verkið samt líklega fengið að
standa, enda lífið alls konar og
alls ekki alltaf fullkomið.
Allsherjaryfirhalning
á bakgarðinum
Spurð um viðbrögð fólks við
listaverkinu segir Katrín að þau
hafi eingöngu verið jákvæð. Flest-
um finnst verkið töff þótt fólk
kjósi ekki sjálft að hafa bakgarð-
inn hjá sér skreyttan með svona
afgerandi hætti. „Okkur finnst
mjög gaman að horfa á vegginn
þegar við sitjum í pottinum, það
er alltaf hægt að sjá nýjar sögur í
verkinu. Þá er yngsta dóttirin sér-
lega hrifin af kettinum og heilsar
honum þegar hún gengur fram
hjá,“ segir Katrín og bendir á kött
á veggnum með rautt auga og róf-
una upp í loftið. Krókódíll, fiskar,
Með Berlín í bakgarðinum
Katrín Árnadóttir og fjöl-
skylda eiga líklega einn
litríkasta bakgarð Akur-
eyrar – og þótt víðar væri
leitað. Líflegt vegglista-
verk með tilvísun í Berlín
lífgar upp á bakgarðinn
en verkið er sannkölluð
veisla fyrir augað.
Texti ogmyndir: Snæfríður
Ingadóttir snaeja@gmail.com
Katrín Árnadóttir, kynn-
ingar- og markaðsstjóri
Háskólans á Akureyri,
nýtur kaffibollans í
bakgarðinum við
heimili sitt.
Vegglist á
Akureyri.
Á pallinum er bæði heitur og kald-
ur pottur, sem og útisturta. Þar er
einnig gott pláss fyrir matarborð,
grill og útisófa. Mögulega bætist
gufubað við pallinn í framtíðinni.
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022
ÍSLENSKA
ÁBURÐARFJÖLSKYLDAN
FÆST Í VERSLUNUM UM LAND ALLT!
Frábær alhliða áburður fyrir alla garðyrkju.
Gerðu vel við garðinn þinn og veldu góðan áburð.