Morgunblaðið - 27.05.2022, Side 25
fíll og aðrar furðuverur eru einnig
á veggnum en allt rennur þetta
saman í eina heild sem skapar
skemmtilegt mótvægi við klassískt
gagnvarið pallaefnið og grá látlaus
útihúsgögn. Áður en Egill málaði
verkið á bílskúrinn síðasta sumar
fékk bakgarðurinn algjöra yf-
irhalningu. Faðir Katrínar, Árni
V. Friðriksson, og félagi hans
Gunnar Austfjörð tóku það verk-
efni að sér að byggja þar pall sem
er engin smásmíði, alls 64 fm.
Leystu þeir verkið það vel af
hendi að húsráðendur komu fyrir
áletruðum platta á skjólvegginn
þeim til heiðurs þar sem þeim er
þakkað fyrir vel unnin verk.
„Pabbi er kominn á eftirlaun og
veit fátt skemmtilegra en að brasa
og þeir félagar kláruðu verkið um
mitt sumar svo við vorum bara
hér í pottinum meira og minna
restina af sumrinu í bongóblíðu.
Pabbi er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri verkfræðistofunnar
Raftákns og það er því vel hugsað
út í alla lýsingu og rafmagn hér á
pallinum. Þessi góða aðstaða
stækkar húsið gríðarlega og gerir
það að verkum að það er ekkert
mál að halda hér mannmargar
veislur. Fyrir jólin settum við t.d.
upp tjald á pallinum og ljósaseríur
og slógum upp þýsku jólapartí3i
með glögg og pylsum. Það var
mjög gaman.“
Útsýni og frelsi verðmætt
Katrín viðurkennir að það sé
sannarlega mikill munur á Berlín
og Akureyri en það verður ekki
bæði sleppt og haldið. Þar nefnir
hún helst útsýnið og frelsið sem
börnin hafa á Íslandi, tveir hlutir
sem Íslendingar ná oft ekki að
meta til fulls nema eftir búsetu
erlendis. Heimilið er við Löngu-
mýri og hún segist kunna afar vel
við sig á Brekkunni. „Þetta er
æðislegt hverfi, mjög gróið og
með skemmtilegum stígum. Það
er mikil hverfastemmning hérna.
Svo er líka stórkostlegt útsýni
yfir bæinn af klöppunum hér fyrir
framan. Þá erum við göngufæri
við miðbæinn, bókasafnið, mat-
vörubúð og sundlaugina. Við vild-
um hafa þetta allt á fæti, það eru
líka áhrif frá Berlín.“
Litríkt málverkið skap-
ar skemmtilegt mót-
vægi við klassískt
gagnvarið pallaefnið.
Flestum finnst verk-
ið töff þótt fólk kjósi
ekki sjálft að hafa
bakgarðinn hjá sér
skreyttan með svona
afgerandi hætti.
Vegglist á
Akureyri
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 MORGUNBLAÐIÐ 25
LOTUSGRILL
Stórsniðugt í garðinn, á pallinn eða í ferðalagið
MINI
Ø29cm
Fyrir 1-2
CLASSIC
Ø34cm
Fyrir 4-6
XL:
Ø44cm
Fyrir 6-8
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
• Mjög auðveld og fljótleg í notkun
• Tilbúin til matreiðslu á 3-4 mínútum
• Afkastamikil og öflug
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan þau eru í notkun
• Auðvelt að þrífa
• Mega fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta