Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 28

Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi tekin beint af greininni og ekki skrítið að fuglinn skyldi éta hana um leið. Á hindberja- runnann kemur einnig vel af berjum á hverju ári.“ Aðspurður segist Kristján ekki nota upp- skeruna í bakstur, þótt hann færi eflaust létt með að nota ávextina í bökur og kökur, og kemur heldur ekki til greina að blanda sykri saman við og gera sultu. „Það sem við fjöl- skyldan borðum ekki jafnóðum er fryst og not- að í búst seinna meir.“ Til að garðurinn nýtist sem best eru Krist- ján og María með pall báðum megin við húsið. Austanmegin nýtur logns og sólar til um klukkan þrjú til fjögur á daginn og eru þar borð og stólar. Betra er að vera vestanmegin síðdegis og á kvöldin en þar er heitur pottur, grill, pizzaofn og tjörn með gosbrunni. Segir Kristján róandi að sitja þar á kvödin og hlusta á fuglasöng, niðinn í gosbrunninum og dreypa ef til vill á góðu víni. „Til að auðvelda okkur garðverkin eru raf- magnsinnstungur á víð og dreif um garðinn og fjórir vatnskranar. Mér finnst svo gott, þegar þarf að vökva, að geta bara stungið stuttum slöngubút í næsta krana og þurfa ekki að vera með langa slöngu sem liggur út um allt,“ segir Kristján en allt tréverk í garðinum smíðaði hann sjálfur og kom hann einnig að hönnun garðsins ásamt því að koma fyrir hulinni díóðulýsingu sem varpar notalegri birtu á pall og garð.“ Minkur komst í hæsnakofann Nýlega fluttu nokkrar hænur í garðinn og fer vel um þær í sérsmíðuðum kofa. „Það hefur verið draumur minn í langan tíma að halda hænur en ég er alinn upp við hænsnabúskap. Foreldrar mínir voru frumbyggjar hér í Garðabæ, ræktuðu hænur og seldu egg um all- an bæ,“ segir Kristján. „Að vísu varð dálítið slys núna í vor, því minkur komst í hænsnakof- ann og drap þrjár hænur. Við skildum ekkert í því að tvær hænur vantaði einn daginn, og næsta dag hvarf sú þriðja, en þá sá ég líka minkinn hér á pallinum snemma um morg- uninn.“ Frétti þá Kristján að minkur hefst við í hrauninu suður af Flötunum í Garðabæ, og er einkum í og við Hraunholtslæk sem liggur frá Vífilsstaðavatni. Það er ekki langt fyrir mink- inn að skjótast upp að Garðaflöt, sérstaklega ef þar eru hænur á vappi. Bærinn sendi mein- dýraeyði tafarlaust á svæðið. „Við sáum hvar hann hafði komist inn í kofann og sett var upp gildra á þeim stað. Næstu nótt lenti minkurinn í gildrunni en slapp. Tjáði meindýraeyðirinn mér að vegsummerkin væru þannig að ef minkurinn hefur ekki drepist þá væri alltént víst að hann myndi halda sig fjarri eftirleiðis.“ Er líklegt að Kristján fjárfesti í nýjum ung- um á heimilið í sumar svo að hænurnar sem fyrir eru hafi nægilegan félagsskap. Virðist það ekki mikil vinna að sjá um hæn- urnar og ekki er heldur mikið ónæði af þeim. „Það má ekki halda hana í þéttbýli enda yrðu nágrannarnir fljótt brjálaðir á að vera vaktir með gali klukkan fimm að morgni. Hins vegar heyrist ekkert í hænunum, nema mögulega ef þær greina einhverja ógn í kringum sig, og kannski að þær láti aðeins í sér heyra þegar þær eru að fara að verpa á daginn.“ Hefur Kristján greint að hænurnar hafi ólíkan persónuleika og sínar sérþarfir. „Fyrst sóttu þær í að sitja uppi í trjánum en núna láta þær sér vel líka að sitja á priki inni í hænsna- kofa og sofa þar. Þegar það er sól úti reika þær um garðinn en um leið og veðrið versnar halda þær aftur í kofann sinn.“ Reiknast Kristjáni til að fyrsta hálfa árið hafi hænurnar gefið honum um 150 egg sem hann segir bæði hafa betra bragð og dýpri lit á rauðunni en þau egg sem fást úti í búð. Er erf- itt að segja til um hvort hænurnar hjálpi til við að halda skordýrum í skefjum en Kristján grunar að mögulega þrífist illgresi ekki eins vel í beðunum undir trjánum þar sem hæn- urnar eru vanar að búa sér til litla gjótu og baða sig upp úr þurri moldinni. „Á sjö til tíu daga fresti þarf síðan að hreinsa hænsnakof- ann og setja nýtt sag.“ Vandasamt að fara í langt sumarfrí Varla kemur það lesendum á óvart að það útheimtir heilmikla vinnu að halda svona fín- um garði, og hænsnarækt, í horfinu. Enda seg- ir Kristján að garðurinn sé helsta áhugamál þeirra hjóna og fátt annað komist að. „Sumir eru í golfinu en við erum í þessu, og gott að koma heim eftir vinnudaginn og sýsla úti í garði í einhvern tíma,“ segir hann og bætir við að börnin hafi nóg annað að gera en að fást við garðvinnu en hjálpi þó til séu þau beðin um það, t.d. við garðslátt eða ef þarf að vökva. Þá eru þau Kristján og María óneitanlega bundin við garðinn yfir sumarmánuðina. „Við vitum alveg að það eru ýmis verk sem má helst ekki sleppa, og ef við förum að heiman í lengri tíma að sumri þá höfum við beðið einhvern fjölskyldumeðlim að líta við og vökva en svo þurfum við að taka til hendinni þegar að heim er komið. Rúllar sumarið í garðinum alveg ágætlega ef við sinnum garðverkunum jafnt og þétt.“Búið er að bæta varnir hænsnakofans. Með palla bæði austan- og vestan- megin er tryggt að finna má stað til að njóta þess að vera úti í sólinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.