Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070
SJÁLFVIRK POTTASTÝRING MEÐ SNERTISKJÁ OG VEFVIÐMÓTI
POTTASTÝRING
L
ovísa Traustadóttir hefur mikinn
áhuga á pallaefni, klæðningum og
parketi úr bambus.
„Ég hef alltaf haft áhuga á að
skapa fallegt umhverfi í kringum mig
og er hluti af vörulínu okkar í Tekk-garð-
húsgögnunum teiknaður af mér,“ segir Lovísa
sem er iðnrekstrarfræðingur með meistara-
próf í forystu og stjórnun.
Lovísa er gift Valdimari Óskarssyni og
bjuggu þau hjónin úti í Hollandi um árabil.
Hún segir þann tíma hafa mótað þau mikið.
Ekki síst þegar kemur að því að hreiðra um sig
í garðinum.
„.Fyrstu árin í Hollandi fóru mikið í að koma
krökkunum inn í skólakerfið. Ég fór síðan í
hollenskunám og tók einnig námskeið í listum.
Þegar börnin voru komin í rútínu úti fór ég að
vinna í Rotterdam.
Eftir nokkur ár erlendis fórum við að hugsa
um að flytja aftur heim. Ég sá auglýstar lóðir í
nýju hverfi í Hafnarfirði í Áslandi og við sótt-
um um. Umsækjendur voru dregnir úr potti og
við vorum eins og svo oft í lífinu ótrúlega hepp-
in. Við fengum stóra endalóð í botnlanga þar
sem garðurinn snýr í suður og allur dalurinn
við húsið er friðaður sem veitir okkur óskert
útsýni yfir Keili og Suðurnesin. Þegar við fór-
um að liggja yfir teikningum vorum við með
fullt af hugmyndum sem voru innblásnar af
veru okkar í Hollandi. Við komum okkur í sam-
band við Moso International og fengum okkur
bambusparket á gólfin og höfum unnið með því
fyrirtæki síðan þá.“
Vildu hafa garðinn stóran hluta af heimilinu
Lovísa og Valdimar byrjuðu að byggja árið
2000 en þá bjuggu þau enn þá erlendis. Morgunblaðið/Eggert
Þau létu setja gufu-
bað á pallinn fyrir
tveimur árum.
Lovísa er iðnrekstrarfræðingur með
meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hún
hannaði sjálf tekkhúsgögnin á pallinn.