Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 33

Morgunblaðið - 27.05.2022, Page 33
reitinn og skylda að hafa bæði gras og berja- runna á reitnum. „Við sjáum það æ oftar að deiliskipulag fyrir hverfi kveður skýrt á um ásýnd garða og opinna svæða og er jafnvel til- tekið að girðingar verði að vera með tilteknum hætti, í tilteknum lit, og hvers konar gróður eigi að vera í görðum fólks.“ Garðurinn hæfi húsinu Eitt er að skipuleggja garðinn vel og annað að velja honum heppilegt útlit. Segir Inga Rut að það verði að taka mið af hönnun hússins og láta ekki garð og hús stangast á: rómantískt smáhús kalli á annars konar garð en nútímaleg einbýlishús. „Þar með er ekki sagt að það sé útilokað að hafa garðinn við nýja einbýlishúsið rómantískan, eða ómögulegt að hanna naum- hyggjulegan garð við gamla húsið,“ útskýrir Inga Rut og bendir á að möguleikarnir séu óþrjótandi. „Í dag eru rómantísk áhrif að koma sterk inn í garðahönnun og fólk hefur vaknað til vitundar um hve miklu notalegra það er að vera innan um gróður frekar en að vera umkringdur steyptum veggjum og gólfum. Það þarf ekki allt að vera klippt, skorið og óaðfinnanlega skipu- lagt, og kemur vel út að hafa smá óskipulag á skipulaginu og leyfa garðinum að hafa náttúru- legt yfirbragð.“ Þarf líka að huga að því því við hönnun garðs- ins að hann sé fallegur á öllum árstímum og að það útheimti ekki of mikla vinnu að halda garð- inum í horfinu. Er það ákveðin kúnst að velja plöntur sem laufgast og blómstra á ólíkum tím- um og gefi garðinum lit og líf bæði á vorin, sumrin og haustin, og einnig að ganga þannig frá að garðverkin séu sem auðveldust. „Ein leið til að létta garðstörfin er að setja eins og fimm sentimetra þykkt lag af holtasandi í beðin og hjálpar það til að halda arfanum í skefjum. Það hefur líka reynst vel að hafa hluta af grasflöt- inni blómaengi, þar sem blómum er leyft að vaxa innan um grasið. Þessi engi hafa á sér skemmtilegt og rómantískt yfirbragð og óþarfi að slá þann hluta grasflatarinnar á meðan blómin blómstra.“ Hér ramma beinar og hreinar línur inn notalegan griðastað í garðinum. Garðurinn þarf að ríma við húsið og best ef hann getur verið framlenging af her- bergjum eins og stofunni. FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 2022 MORGUNBLAÐIÐ 33 KOSTIR RAFHLÖÐUVERKFÆRA Minni hávaði, minni mengun. Minna viðhald, engin smurning. Aukinn færanleiki, rafhlöður duga í fjölda verkfæra SLÁTTUVÉLAR Mikið úrval af rafhlöðu sláttuvélum frá MAKITA: litlar, stórar og allt þar á milli. SLÁTTUORF Frábær rafhlöðu sláttuorf. Frá einföldum heimilisorfum yfir í sterk atvinnuorf. KEÐJUSAGIR 25 til 45 cm rafhlöðu keðjusagir fyrirkröfuharða, bæði hefðbundnar og á stöng! HEKKKLIPPUR Rafhlöðu hekkklippur frá 45cm til 65cm - Klippir hekk allt að 23,5mm TILBOÐ DLM460Z Sláttuvél og DUR189Z sláttuorf án rafhlaða 128.000,- VERÐ FRÁ 5 VERÐ FRÁ 25. VERÐ FRÁ 58.000,- VERÐ FRÁ 28 000 -. ,000,-7.000,- ÖLL ÞJÓNUSTA, VIÐGERÐIR OG VARAHLUTIR Í BOÐI HJÁ OKKUR. Reykjavík: Krókháls 16 Sími 568 1500 Akureyri: Baldursnes 8 Sími 568 1555 www.thor.is TILBÚIN í ORKUSKIPTIN? Skannaðu til að sjá vöruúrvalið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.