Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022
Í vikunni fóru fram hefðbundnar
eldhúsdagsumræður. Venju
samkvæmt var málflutningur
þingmanna með margvíslegu móti
og mætti af máli sumra þeirra ætla
að íslenskt samfélag væri sann-
arlega á einhvers konar heljarþröm.
Var þetta ekki hvað síst að heyra á
sumum þingmönnum stjórnarand-
stöðunnar. Þótt líklega þætti sá bar-
lómur um stöðu íslensks samfélags
ekki ýkja sannfærandi í samanburði
við þau grafalvarlegu viðfangsefni
sem víða blasa við í heiminum, þá er
það í mínum huga til marks um heil-
brigt samfélag að harkaleg skoð-
anaskipti geti átt sér stað milli
þeirra sem hafa ólík sjónarmið.
Ekki bara ólík sjónarmið
En það eru vitaskuld ekki bara ólík
sjónarmið sem liggja að baki því
þegar stjórnmálamenn deila. Ekki
er hægt að líta framhjá því að hluti
þess leikrits sem stjórnmálamenn
setja á svið er í þeim tilgangi einum
að koma hver öðrum úr jafnvægi,
gera þá tortryggilega eða grafa und-
an þeim. Þótt fæstir stjórn-
málamenn gangist við því, þá er eft-
irsóknin eftir völdum hluti af því
sem drífur
marga stjórn-
málamenn áfram
í sínum störfum,
þótt sá hluti sé
misstór.
Í ræðu minni
á eldhúsdegi
benti ég á þá
staðreynd að nú
þegar óvissa
ríkir í alþjóða-
málum þá njóti Ísland þess að hafa
skipað sér traustan sess í al-
þjóðlegu tilliti. Við búum við þá
miklu gæfu að líkurnar á beinum
stríðsátökum í okkar landi eða
nánasta umhverfi eru hverfandi
litlar. Þar að auki höfum við búið
svo um hnútana að íslenskar fram-
leiðsluvörur eiga greiða leið á mik-
ilvægustu alþjóðlega markaði sem
við eigum aðgang að.
Í óvissum heimi gera flest ríki
sér vel grein fyrir því að grund-
völlur fullveldis og sjálfstæðis
ríkja felst ekki í því að þau geti
hvert fyrir sig varist hugsanlegum
ógnum með eigin herstyrk. Nánast
öll ríki heims treysta fyrst og
fremst á alþjóðalög, stofnanir al-
þjóðasamfélagsins og bandalög við
önnur ríki til þess að tryggja ör-
yggi þegna sinna, landamæri sín
og lögsögu gegn utanaðkomandi
ógn.
Það er innrásarstríð Rússa í
Úkraínu sem hefur minnt heims-
byggðina rækilega á þetta á
undanförnum mánuðum. Með
landvinningatilburðum sínum fara
Rússar nefnilega þvert gegn mik-
ilvægustu lögum og reglum þess
alþjóðlega kerfis sem komið var
upp eftir hrylling síðari heims-
styrjaldarinnar. Þetta kerfi hefur
tryggt að undanfarnir áratugir eru
einhver friðsælasti tími í verald-
arsögunni. Í nýlegri grein í tíma-
ritinu Foreign Affairs kom fram að
á árabilinu 1816 til 1945 (lok Napó-
leónsstyrjaldanna til loka fyrri
heimsstyrjaldar) hefðu ríki þurrk-
ast út af landakortinu að meðaltali
á þriggja ára fresti. Oftast var
þetta vegna innrásar og innlim-
unar árásargjarns nágranna. Frá
lokum síðari heimsstyrjaldar eru
nánast engin dæmi um slíkt. Al-
þjóðakerfið, með Sameinuðu þjóð-
irnar fremstar í flokki, hefur sam-
einast um þá mikilvægu
meginreglu að innrásarstríð í land-
vinningatilgangi verði ekki látið
viðgangast.
Innrás Rússlands í Úkraínu er
ólík nánast öllum öðrum stríðs-
átökum heimsins undanfarna ára-
tugi að því leyti að það er bersýni-
lega háð í landvinningatilgangi.
Pútín réttlætir stríðsrekstur sinn
einmitt með þeim óhuggulegu rök-
um að úkraínskt ríki eigi hreinlega
ekki tilverurétt. Af skrifum hans að
dæma er því miður ástæða til að
ætla að hann telji svipað geta átt við
um ýmsar aðrar þjóðir og ýmis önn-
ur ríki.
Pólitískur leikur í kjölfar
innrásar Rússa
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöð-
unnar hafa frá innrás Rússa í Úkra-
ínu séð sér þann pólitíska leik á
borði að gefa ítrekað í skyn í opin-
berri umræðu að Ísland sé í ein-
hverjum skilningi eftirbátur annarra
þjóða þegar kem-
ur að viðbrögðum
við þeirri breyttu
heimsmynd sem
við okkur blasir.
Markast þessi
málflutningur
reyndar fyrst og
fremst af áhuga
nokkurra þing-
manna á því að Ís-
land verði „fullur
aðili að Evrópusambandinu“ eins og
það er stundum orðað. Þá hafa þing-
menn Viðreisnar gjarnan kvartað yf-
ir því að fáir aðrir deili brennandi
áhuga þeirra á málefninu og mi-
stúlka það áhugaleysi sem einhvers
konar feimni við umræðuefnið. Að
mínu áliti stenst þessi málflutningur
ekki nánari skoðun.
Staðreyndin er sú að staða Ís-
lands í alþjóðlegu samhengi er fram-
úrskarandi góð. Hvað varðar
varnarmál er Ísland hluti af öfl-
ugasta varnarbandalagi heims, Atl-
antshafsbandalaginu, og hefur þar
að auki tvíhliða samning við Banda-
ríkin, öflugasta herveldi veraldar.
Samningurinn um evrópska efn-
hagssvæðið tryggir okkur aðgang að
mikilvægasta markaðssvæði Ís-
lands. Þessir hornsteinar í okkar
utanríkisstefnu, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn reisti og hefur staðið vörð
um, eru einmitt áþreifanleg merki
um að Ísland sé ákaflega vel búið
undir óvissa tíma í heimsmálum. Um
þessa stöðu Íslands er ég tilbúin að
ræða við hvern sem er og hvar sem
er. Í þessu getur Sjálfstæðisflokk-
urinn verið stoltur af sinni stefnu og
arfleifð. Þótt vissulega þurfi sífellt
að skoða stöðu okkar í heiminum, þá
tel ég að hægt sé að fullyrða að þeg-
ar heimsmyndin breyttist við innrás
Rússa í Úkraínu þá vorum við Ís-
lendingar tilbúin.
Vel undirbúin fyrir
óvissutíma
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@althingi.is
’
Með landvinninga-
tilburðum sínum fara
Rússar nefnilega þvert
gegn mikilvægustu lögum
og reglum þess alþjóðlega
kerfis sem komið var upp
eftir hrylling síðari
heimsstyrjaldarinnar.