Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 STOFNAÐ 1953 Ertu með allt á hreinu? Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 fréttir nú um áramótin að hann væri sloppinn og var það besta áramótagjöfin,“ segir Ásta og segist hafa vafið mann sinn í bómull á meðan hann gekk í gegnum sex mánaða lyfjameðferð. Varstu hræddur um að deyja Valgeir? „Nei, ég tók þann pól í hæðina að einhvern veginn myndi þetta allt ganga.“ Ef til vill hans svanasöngur Þrátt fyrir erfiða tíma ákváðu hjónin, eins og fyrr segir, að leggja alla sína krafta í að halda þessa stórtónleika. Þau ákváðu strax að halda veikindinum fyrir sig. „Verkefni okkar í Bakkastofu felast í nánd við gesti, að segja sögur, syngja og gleðja. Valli sagði strax að hann vildi ekki spila fyrir fólk á þessum forsendum, því þá færi athyglin af ánægjunni yfir í að finna til með krabba- meinssjúklingi. Þess vegna ákváðum við að halda veikindunum innan litlu fjölskyldunnar; við nefndum veikindin ekki við systkini okkar, vini eða stórfjölskyldu,“ segir Ásta. „Aðeins þegar leið á nýtt ár og við vissum að meðferðin hafði skilað góðum árangri, greind- um við nákomnum frá þessu verkefni. Náin vinkona mín sagðist ekki efast um að þetta hefði verið kraftaverk, en hún þekkir vel til þessara mála,“ segir Ásta. Hvenær vissuð þið að Valgeir væri kominn fyrir vind? „Við fengum upphringingu rétt fyrir ára- mótin um að meðferðin hefði skilað góðum ár- angri og að eitlarnir væru nú hreinir,“ segir Valgeir og Ásta segir að auðvitað verði áfram fylgst með, til að ganga úr skugga um hvort meinið taki sig upp að nýju. Hvernig áhrif höfðu veikindin á þig andlega? „Ég er ekki jafn einbeittur og ég hef verið. Ég upplifði ekki sorg,“ segir Valgeir og segja þau að samstarfið um Saga Musica verkefnið við Sindra Mjölni hafi hjálpað við að styðja Valgeir í gegn- um veikindin, að ógleymdum börnum þeirra. „Við drógum þetta víkingaskip saman eins og við segjum. Valgeir var hundslappur og við vorum öll hræðilega góð við hann. Við vildum allt gera til þess að hann næði þessu markmiði sínu og að Saga Musica færi í loftið. Við lögð- um mikinn metnað í að gera þetta vel og jafn- vel að skapa eins konar minnisvarða um Val- geir. Nú í framhaldinu vonumst við til að geta tekið efnið upp, ef möguleikar opnast, en þeir sem heyrt hafa hluta af þessum bálki í lifandi flutningi spyrja gjarnan hvort hægt verði að nálgast tónlistina í kjölfar tónleikanna.“ Ásta segist hafa spurt mann sinn mik- ilvægrar spurningar í miðjum veikindum. „Hann hefur gert svo ótal margt en ég spurði hann hverju honum fyndist hann eiga eftir að skila til íslensku þjóðarinnar,“ segir hún. „Það var þetta verkefni, Saga Musica. Ég hef samið fjörutíu lög og texta og í Skálholti verða fimmtán þeirra flutt,“ segir Valgeir og viðurkennir að þetta hafi hann viljað klára ef svo hefði farið að hann lifði ekki krabbameinið af. „Þetta hefði getað verið hans svanasöngur,“ segir Ásta og brosir. „Það eru nokkrir svanir eftir,“ segir Valgeir en nefnir í framhaldinu að hann muni aldrei aftur stíga á stokk með Stuðmönnum. Samdi fyrstu lögin í Galtarvita Talið víkur að áhuga Valgeirs á fornsögunum. „Ég las Sturlungu í meðferðinni, frá upphafi til enda! Það var mjög sérkennileg lesning; þetta er algjör hlemmur, enda þrjú bindi. Það eru svo mörg nöfn í henni. Þetta var svo klikk- að tímabil, þrettánda öldin á Íslandi og hluti af þeirri tólftu. Alveg skelfilegur tími. Þetta var villta norðrið,“ segir Valgeir og segist hafa horft mikið til landnámsins og lífs fólksins sem hér settist fyrst að þegar hann samdi lög sín fyrir Saga Musica. Morgunblaðið/Golli ’ Ég var settur í það að lesa og las til að mynda Don Kí- kóta, Góða dátann Svejk og margt fleira sem ég drakk í mig. Ég bjó þarna í húsi við hliðina á vitanum með frænda mínum, konu hans og þremur sonum. Þarna var slegið og rakað með hrífum og keyrt í hlöðu á hestvagni. Söngvari Valgeir Guðjónsson þenur ranndböndin af krafti þegar Stuðmenn fluttu Sum- ar á Sýrlandi í Hörpu. Valgeir og Ásta njóta sín á Eyrarbakka við tónlist og sögur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.