Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Blaðsíða 11
„Það er svo spennandi að nota þennan efni- við sem kveikju. Hvert einasta lag hefur til- vísun í einhverja þessara bóka og lögin eru af- ar kraftmikil,“ segir Ásta og nefnir að á sviðinu á tónleikunum verði sjö manns. Þessi söguáhugi þinn Valgeir, hófst hann í æsku? „Já, ég varð þess heiðurs aðnjótandi að verða læs fjögurra ára,“ segir hann og brosir. „Valli hefur geypilegan orðaforða og mikla málkennd og ég er alveg með það á hreinu að það að hafa verið á einangraðasta stað landsins í fimm sumur, í húsi sem var betrekkt með bókum, hefur haft mikil áhrif á hann,“ segir Ásta en Valgeir dvaldi þessi fimm sumur á Galtarvita hjá frænda sínum, fyrst aðeins níu ára gamall. „Ég var settur í það að lesa og las til að mynda Don Kíkóta, Góða dátann Svejk og margt fleira sem ég drakk í mig. Ég bjó þarna í húsi við hliðina á vitanum með frænda mín- um, konu hans og þremur sonum. Þarna var slegið og rakað með hrífum og keyrt í hlöðu á hestvagni,“ segir hann og er greinilegt að hann á þaðan góðar minningar. Löngu síðar fékk Ásta að fara með honum þangað í heimsókn. „Ég hef aldrei séð annan eins fjölda af bók- um eins og þarna og man að Valli sagði eitt sinn við mig: Ég er búinn að lesa þetta allt!“ segir hún og hlær. Valgeir viðurkennir hógvær að svo hafi nú kannski ekki verið, en segist mikið hafa lesið, og oft í vitanum sjálfum. En þar kviknaði fleira en áhugi á sögum. „Það var frystikista inn í vitanum og þangað fór ég líka með gítarinn síðustu tvö, þrjú sumr- in. Þar steig ég mín fyrstu spor í lagasmíði.“ Á víkingaskipi í tíu daga Árið 1991 fór Valgeir í mikla ævintýraferð en hann fékk að sigla með Gaiu, langskipi sem byggt var að fyrirmynd víkingaskipa. Förin var farin frá Noregi til Íslands og þaðan til Grænlands, Bandaríkj- anna og alla leið til Rio de Janeiro. „Ég var þá að vinna með samtökum um byggingu nýs tónlistarhúss og fór í ferð til Svíþjóðar, Danmerkur og Nor- egs til að skoða hvað þar væri í gangi. Ég hitti þá Guðmund Jónsson, sem er landsfrægur arkítekt í Noregi, og hann kom mér í kynni við milljarða- mæringinn Knud Kloster sem var sá sem byrj- aði með lystiferðir um Karíbahafið á stórum skipum. Þá kom þetta upp með Gaiu og að þetta skip væri smíðað. Okkur varð vel til vina,“ segir Valgeir og segir skipið hafa farið í þessa siglingu fyrir umhverfismál og málefni barna í heiminum. „Úr þessu verður til þessi merka plata, Gaia, sem hann vann með Eyþóri,“ skýtur Ásta inn í. Valgeir var tíu daga á leiðinni, en víking- arnir nútímalegu lentu í óveðri sem tafði för. „Ég fór um borð í Bergen og það voru 70-80 þúsund manns sem veifuðu á eftir skipinu. Á leiðinni kom mikið óveður, þannig að við þurft- um að bíða í fjóra daga í höfn á Hjaltlands- eyjum. Þaðan fór ég til Leirvíkur á Orkn- eyjum, en flaug þaðan heim og tók svo á móti skipinu 17. júní á Íslandi,“ segir hann og segist hafa farið í ferðina til að geta sett sig í spor víkinganna forðum daga. Hann segir ferðina hafa verið mikla upp- lifun. „Þegar við lentum í storminum vorum við dregnir í land en það sigldi alltaf með okkur annað skip til hliðar. Ég deildi svefnpoka með strák sem var þarna í bresku tökuliði, en hann var á vakt þegar ég svaf og öfugt. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég lá þarna í svefnpok- anum og heyrði mikið brak. Mér varð litið til hliðar og sá þá mastrið á skipinu alveg við hlið- ina á mér og það fór upp um sextán metra eða svo. Ég man ég hugsaði; ég get ekki sofnað hér. En svo steinsofnaði ég og vaknaði svo endurnærður,“ segir hann og hlær. „Þetta var frábært tækifæri að fá að vera á svona skipi,“ segir hann og segist alltaf muna tilfinninguna og leiti jafnvel í hana þegar hann semji sín lög. „Í kjölfarið kom hingað kvikmyndatökulið til að gera tónlistarþátt sem hét Scandinavia, með sjálfum Walter Cronkite, helsta sjón- varpsmanni Bandaríkjanna, og við Ásta héld- um honum veislu,“ segir Valgeir. Hann fór svo til Washington D.C. og vann þar í tvö ár við gerð tónlistar við menningarmyndir hjá Cron- kite World. Valgeir sá um að afla fjár, semja handrit og tónlist. „Hann gerði heimildarkvikmyndina Leif Er- iksson: The Man who Almost Changed the World,“ segir Ásta en Valgeir á heiðurinn af allri tónlist í þeirri mynd, auk þess að vera einn framleiðenda. Ekki fundið helga steininn Við förum að slá botninn í samtalið um lífið og listina, enda er nóg að gera hjá hjónunum. Hvað tekur við eftir tónleikana? „Lífið bara heldur áfram,“ segir Valgeir og Ásta grípur orðið. „Við höldum auðvitað áfram með Bakka- stofu og svo viljum við kanna möguleikann á því að taka lögin upp. Okkur dreymir um að tengja Saga Musica verkefnið við unga Ís- lendinga næsta vetur. Það gæti orðið kveikja ungs fólks, ýmist í skólum eða með foreldrum, að fá áhuga á Íslendingasögunum og goða- fræðinni.“ Valgeir, þú ert nýorðinn sjötugur og búinn að ganga í gegnum erfið veikindi. Ætlar þú ekkert að setjast í helgan stein? „Nei, ég hef bara ekki fundið þann stein ennþá,“ segir hann og brosir breitt. Another Great Unfinished Song Sögumenn fortíðar nýttu efnivið ævi sinnar eða reynslu úr annarra brunni eða aðrar sem þeir spunnu úr eigin hugarheimi. Hlutverk þeirra var jafnt til að gleðja og miðla og því nutu þeir alþýðuhylli. Sögumaðurinn hér hefur ótal sögur að baki, jafnt sárar sem ljúfsárar um ástir og átök. Þrátt fyrir háan aldur hefur hann augljóslega ekki tæmt brunninn og til að mæta þyrstum áheyrendum kemur hér minnst ein saga til viðbótar. Teikning/Sindri Mjölnir 12.6. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði Sláttutraktorar 40 ár á Íslandi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.