Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 E nn er Úkraína áberandi umræðuefni víða, en þó fer það eftir löndum og menningarheimum. Sú umræða gæti vísast farið að mestu framhjá nærri hálfum öðrum milljarði í Kína og öðru eins á Indlandi og sama gildir í öðrum fjölmennum ríkjum á þessu svæði. Þar eru Afríka og Suður-Ameríka undir, hvað almenning varðar, en þeir sem fara með vald ríkja, hvort sem það styðst við lýð- ræðislegar leikreglur eða ekki, hafa vafalítið áhyggjur af afleiðingum stríðstakta á þessu svæði á fæðuskort á sínum slóðum. Þar má ekki alltaf við miklu. Forðabúr í baklás Lengi hefur verið haft á orði um Úkraínu að þar sé eitt helsta forðabúr matar af náttúrulegum ástæðum og er þá einkum horft til kornbirgða heimsins. Auglýs- ingaklisjan „á meðan birgðir endast“ snýst um líf og dauða víða. Rússland er eins og Úkraína drjúgur fram- leiðandi á þessu sviði, en flutningaleiðir um Svartahaf eru nú algjörlega úr lagi færðar vegna tundurdufla, sem hefur verið sökkt á stórum svæðum, sem fyr- irbyggjandi aðgerð gegn hugsanlegum innrásarflota, sem m.a. beindist að Odessa, sem er lífhöfn Úkraínu. Það er eftir atvikum eðlilegt, en óheppilegt og skaðlegt fyrir marga aðra, sem fjarri átökunum standa. Stríðið í Úkraínu, hið mesta í Evrópu eftir styrjald- arlok 1945, hófst 24. febrúar, en hafði þá verið yfir- vofandi vikum saman og í það glitt löngu fyrr. Hinir „miklu“ leiðtogar Frakklands og Þýskalands töldu mestu skipta í þeim aðdraganda að þeir tveir lægju í símanum við félaga Pútín og næðu að tala hann til. En það eru ekki skráð mörg dæmi um að Pútín láti tala sig til. En Macron og Scholz létu eins og ekkert fordæmi væri til. Þeir væru jú Evrópa. Það vissi Pútín vel, þótt vitlausustu ESB-smáríkin vissu það ekki endilega, sem væri reyndar hreint aukaatriði. Takturinn góður og gaf væntingar Og það var góður taktur í þessu hjá leiðtogunum „miklu“ að þeirra mati og hringdu þeir því oftar í Pútín sem hertólunum fjölgaði við landamæri Úkraínu. Í krafti sinna mikilvægu samtala réðu þeir öðrum ríkj- um algjörlega frá því að senda Úkraínu vopn „á þessu viðkvæma stigi“. Slíkt framferði yki verulega líkur á því að stríði yrði ekki forðað og væri í raun miklu meira hættuspil en hin mikla hersöfnun Rússa og Hvít-Rússa á mönnum og tólum við landamæri Úkra- ínu! Þetta þótti þessum miklu snillingum og valdamönn- um liggja í augum uppi. Þeir höfðu svo sannfærst af eigin rökum og málatilbúnaði, að reyndu önnur vest- ræn ríki að verða við óskum stjórnarinnar í Kænugarði og bænakvaki hennar um varnarvopn ekki seinna en strax, þá reyndu þessir leiðtogar, sem telja sig eiga og ráða ESB, beinlínis að leggja stein í götu þeirrar við- leitni og höfðu jafnvel í hótunum við þá sem þrjósk- uðust við! Slík aðgerð, sögðu þeir, gæti hæglega dregið allan kraft úr símtalaátaki þeirra tveggja við Pútín forseta. Leiðtogarnir undirstrikuðu, að það virkaði alls ekki vel á Pútín ef geta þeirra í Kænugarði til að verja sig ykist verulega með afskiptum utanaðkomandi ríkja og Nató sérstaklega. Pútín liti beinlínis á slíkt sem hreina ögr- un og leyndi því ekki. Og viðurkenna má að báðir höfðu þeir nokkuð upp úr sínu krafsi. Báðir fengu að heimsækja Pútín og fengu að sitja við langa borðið fræga, sem lengdist með degi hverjum. Leiðtogarnir eru glöggir og þótt óneitanlega væri undir það síðasta orðið mjög langt á milli borð- senda, þá voru þeir ekki í neinum vafa um að það var örugglega Pútín sem sat við hinn borðsendann. Sem var árangur út af fyrir sig. Þjóðverjar ákváðu þó loks, eftir að hafa setið undir þungri gagnrýni, að taka áhættuna og senda Selenskí forseta 5.000 herhjálma, sem lengi höfðu verið í geymslum, eins og á þeim sást, en myndu engu að síð- ur gera þeim 5.000, sem fengju þá til brúkunar, veru- legt gagn. Þarna var svo varlega farið að það tókst að tryggja að Pútín gerði ekki neitt skark út af þessum 5.000 hjálmum. Pútín mun þó hafa látið segja sér það þrisvar að hjálmarnir væru 5.000 en ekki 5 milljónir, sem sýnir að varfærni gefendanna skilaði sér ríkulega. Staðan er þekkt en matið misjafnt Nú vitum við öll hvernig þetta hefur farið. Fjölmiðlar furða sig á að Pútín hafi ekki náð „nema“ sem svarar því að hafa lagt undir sig gamla Austur-Þýskaland og vel rúmlega það á „aðeins“ hundrað dögum. En nú sjást hættumerki. Áhugi almennings á Úkra- ínustríðinu fer skyndilega hraðminnkandi. Breskir stjórnmálamenn voru síðustu tvær vikurnar að fara af límingunum vegna þess að lögreglan hafði neyðst til að senda Boris forsætisráðherra sekt vegna þess að hann og fáeinir starfsmenn hans, allir þrælbólusettir og margir búnir að fá veiruna að auki, hefðu drukkið kampavínsglas úti í lokuðum húsagarði. Um þetta vildi þingheimur Bretlands ræða en kærðu sig kollótta um að Úkraína væri að falli komin. Og í annan stað mætti Draghi, aðsendur forsætis- ráðherra Ítalíu, á sviðið og sendi frá sér tillögu í fjórum liðum hinn 22. maí um það hvernig Úkraína gæti farið að því að gefast upp fyrir Rússum. Það var auðvitað bæði gott og faglegt að fá slíkar tillögur frá Ítölum. Í heimsstyrjöldinnni síðari, sem áður var nefnd, sótti Mússólíni, einræðisherra Ítalíu, bardagabróðir Adolfs, gegn Grikklandi, sem var smáþjóð í samanburði við Ítalíu. Grikkir hrundu Ítölum af höndum sér og svo út úr landinu og yfir næstu lönd og alla leið til Ítalíu. Þjóðverjar, vopnabræðurnir, sem nú réðu Frakklandi, settu upp skilti af þessu tilefni á landamærum Ítalíu og Frakklands: Grikkir, hér byrjar Frakkland! Giskað var á að Mússólíní hafi ekki verið skemmt. Aðþrengdum mönnum bregður Úkraínumenn voru furðu lostnir yfir tillögum forsætis- ráðherra Ítalíu. Sá hafði reyndar komið í pakka frá búrókrötum í Brussel og var sú sending þaðan númer tvö. Engum dettur í hug að Draghi hafi sent þessar til- lögur umboðslaus frá þeim sem sendu hann frá Bruss- el til Rómar. Sáralitlar umræður hafa þó orðið um sér- kennilegar tillögur Draghis um frið, eða eftir atvikum uppgjöf Úkraínu. En ráðamenn í Kænugarði eru orðn- ir órólegir. Þeim brá mjög þegar Henry Kissinger sendi álit sitt og niðurstöðu til fundarins í Davos á dög- unum. Kissinger varð 99 ára þá dagana. En hann mælti fyrir friðarsamningum í samræmi við raunsæis- mat sitt, sem hann hefur margoft kynnt við marg- víslegar aðstæður og reyndar einu sinni fengið frið- arverðlaun Nóbels fyrir, sem er ekki endilega til uppörvunar. Bob Dylan fékk líka Nóbelsverðlaun, reyndar í bókmenntum, og hefur bréfritari ekkert á móti því, nema síður sé, en það segir sína sögu. Win- ston Churchill fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum um Því miður lýkur látalátum senn ’ Og viðurkenna má að báðir höfðu þeir nokkuð upp úr sínu krafsi. Báðir fengu að heimsækja Pútín og fengu að sitja við langa borðið fræga, sem lengdist með degi hverjum. Leiðtogarnir eru glöggir og þótt óneitanlega væri undir það síðasta orðið mjög langt á milli borðsenda, þá voru þeir ekki í neinum vafa um að það var örugglega Pútín sem sat við hinn borðsendann. Sem var árangur út af fyrir sig. Reykjavíkurbréf10.06.22

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.