Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Page 17
það leyti sem okkar maður fékk sín. „Af hverju bók-
menntaverðlaun en ekki friðarverðlaun,“ spurði gamli
maðurinn hissa.
En þegar Selenskí og mennirnir í kringum hann sáu
álit Kissingers og hvernig því var rækilega slegið upp
og sáu fjögurra punkta „friðarskjalið“ frá Draghi þá
rann upp fyrir forsetanum og þeim hinum fölvakennt
ljós.
Sama heráætlun, en beint að öðrum
Nú skildu þeir loksins hvað var á ferðinni. Pútín var
búinn að setja til hliðar planið um að þreyta leiðtoga
Úkraínu og þjóðina sjálfa til uppgjafar. Hann sá að það
myndi ganga illa og þó einkum of hægt. Varnarlið
Úkraínu væri of þrjóskt og þjóðelskt og það ruglaði
dómgreind þess. Eftir Kissinger og Draghi kom svo
Macron. Hann var kominn úr eftiröpunarskyrtu sinni
af Selenskí. Hann sagðist nú alltaf hafa verið foringi í
þágu friðar. Nú væri meginverkefnið það, að gæta um-
fram allt að niðurlægja ekki Pútín, forseta Rússlands.
Og það var þá og þess vegna, sem Pútín ákvað að halda
nú fast í áætlunina sína, um að knýja menn, vondaufa
og þreytta, til uppgjafar. En það yrði að skipta út leik-
urum. Setja inn þjálli menn, sem vildu komast af þessu
sviði og í annað leikrit, þar sem þeir nytu sín betur og
umfram allt vissu hvernig endaði.
Í staðinn fyrir áætlunina um að þreyta Selenskí, þjóð
hans og stuðningsmenn til uppgjafar þá koma þeir
kanslari Þýskalands og forseti Frakklands og Joe Bi-
den, sem Kissinger hafði sent álit sitt til kynningar.
Draghi, forseti Ítalíu, er gamall seðlabankastjóri og
hann veit að fjárhagur Ítalíu má ekki við neinu eins og
komið er. Hann veit, en segir ekki upphátt, að evran
hefur verið ónýtur gjaldmiðill fyrir Ítalíu. Flest evru-
löndin eru með eina mynt og einn alræðisseðlabanka
þeirrar myntar. Þó er verðbólgan á myntsvæðinu nú
20% í einu landi myntarinnar, 18% á öðru og koll af
kolli niður í 7% og fer hækkandi hjá löndunum öllum
að því er best verður séð.
Efnahagurinn leyfir þetta ekki lengur
Draghi veit að Úkraínustríðið er búið spil. Boris for-
sætisráðherra Breta hafði sýnt kjark og snerpu í
stuðningi þess sem vörnina veitti. Samt ætluðu sam-
flokksmenn hans að kasta honum undir valtarann af
því að hann, margbólusettur og nær dauða en lífi eftir
19 daga á spítala með veiru, hefði drukkið kampavín
úti í lokuðum garði. Ekki er vitað til þess, eftir þræls-
lega skoðun, að nokkur þeirra sem tóku þátt í því sak-
lausa gamni hafi smitast eða smitað aðra út af þessu
lítilræði.
Og þetta gera bullurnar í Íhaldsflokknum við þær
aðstæður sem nú eru. Nú heimta þeir að þau útgjöld
sem fallið hafa til vegna Úkraínu gagnist þeim í næstu
kosningabaráttu. Það er ekki sagt en það er það sem
ákæran þýðir. „Ekki meira af okkar peningum, sem
við getum nýtt upp í nasir kjósenda, í stríð sem allir
eru búnir að gefa upp á bátinn.“ Þetta vill enginn mað-
ur hugsa. Þetta vill ekki margur maður segja og þetta
vilja „leiðtogar“ Vesturlanda, frá Biden og niður úr,
ekki vita og helst ekki ræða.
Biden fer léttara með það en aðrir að vita þetta ekki,
hugsa þetta ekki, en gæti átt það til að missa út úr sér
og bíða svo eftir leiðréttingu hússins til að vita sjálfur
hvað hann sagði, en meinti ekki. „Pútín má ekki vinna
þetta stríð,“ sagði Biden fyrir nokkrum vikum. Er það
ekki óþægilegt fyrir Biden? Verði hann spurður af
blaðasnápum (sem fá aldrei að spyrja hann) svarar Bi-
den: „Hvaða Pútín? Hvaða stríð?“ Hvíta húsið myndi
svo senda frá sér leiðréttingu: „Ekki hefur verið upp-
lýst hvaða Biden blaðamaðurinn var að spyrja spurn-
inga, eða um hvaða stríð Pútíns hann vildi helst fá að
vita. Joe (Biden) segist ekki hafa rætt þessi atriði við
Hunter Biden og muni ekki gera það nema nýtt tilefni
komi til.“
Ekki er gert ráð fyrir Henry Kissinger 99 ára telji
ástæðu til að skilgreina eitt né neitt af þessu tilefni, en
hugsanlega við aldarafmælið.
Sé spurt: „Er þá svona komið?“
Svarar maður þá eins og Biden:
„Það held ég helst, en heldur síður þó.“
Morgunblaðið/Eggert
12.6. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17