Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022
VINÁTTA
Segðu bless við
FLUGNABITI
Flugnafælu armbönd fyrir börn og fullorðna.
Innihalda náttúrulegar ilmkjarnaolíur sem fæla
í burtu moskítóflu ur, lúsmý og aðrar flugur.
Klippti einn sentimetra í einu
Þegar Julie kom allra fyrst til landsins, fimm-
tán ára gömul, var hún með dökkt sítt hár,
klædd venjulegum amerískum fötum. Það átti
eftir að breytast, enda var pönkið og nýbylgjan
í algleymingi á þessum árum og tískan eftir því.
Vinkonurnar hlustuðu mikið á nýbylgju, rokk
og popp og heillaðist Julie fljótt af íslensku
tónlistarsenunni og hlustaði á Fræbbblana, Ut-
angarðsmenn, Megas, Þursaflokkinn, Bjögga
Halldórs og Pjetur og úlfana, svo eitthvað sé
nefnt.
„Julie var meira í pönkinu en ég,“ segir Hild-
ur og segir að nokkrum mánuðum eftir að Julie
kom til Íslands hafi hún viljað breyta um hárstíl.
„Það var einhvern tímann í nóvember,
nokkrum mánuðum eftir að ég kom, að ég bað
Hildi að klippa mig,“ segir Julie og hlær.
Hildur var til í það en margspurði hana
hvort hún væri alveg viss.
„Ég klippti bara einn sentimetra í einu en
hún vildi alltaf aðeins styttra, þar til það var
bara einn sentimetri eftir á höfði hennar,“ seg-
ir Hildur og brosir.
„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt! Ég litaði
það líka ljóst, en það var seinna, um vorið,“ segir
hún og segir mömmu sína ekki hafa þekkt sig
þegar hún kom aftur heim eftir skiptinemaárið.
Sama gilti um bróður hennar Scott sem var kom-
inn til New York til að koma Julie á óvart, en þar
þurfti hún að millilenda á leið sinni til Ohio.
„Ég vissi ekkert að hann væri að koma til
New York og fór beint heim til íslenskra ætt-
ingja Hildar og hringdi þaðan í mömmu. Ég
man að ég sagði mömmu að ég væri komin og
hún spurði: „Hvar er Scott?“ Ég sagðist ekki
vita það og skildi ekki af hverju hún væri að
spyrja að því,“ segir hún og hlær.
Scott hafði að vonum ekki þekkt aftur litlu
systur sína, sem nú var komin í hermanna-
frakka, með stutt appelsínugult hár og búin að
þyngjast um tíu kíló.
„Hann bara þekkti mig ekki! Svo fann ég
Scott og við flugum svo saman til Cleveland og
ákváðum að reyna að plata mömmu aðeins.
Scott gekk fyrstur úr vélinni og svo gekk ég
bara fram hjá mömmu til að sjá hvort hún
þekkti mig,“ segir hún og segir að mamman
hafi ekki kveikt á að þarna væri dóttir hennar
komin, gjörbreytt eftir Íslandsdvölina.
„Ég fór svo fyrir aftan hana og bankaði í öxl-
ina á henni. Henni brá svo!“ segir Julie og hlær.
„Ég var með sólgleraugu, í hermannafrakk-
anum, í svörtum lakkskóm með háum hælum
og auðvitað með stutta hárið.“
Heimþráin til Íslands kviknaði strax hjá Julie.
„Ég held að hún hafi ekkert viljað fara,“ segir
Hildur og segir þær hafa skrifast mikið á eftir
aðskilnaðinn. Julie á enn fulla kassa af sendi-
bréfum. Hún á líka enn alla bíómiða og ballmiða
frá Íslandsdvölum sínum og aftan á hvern miða
er ritað hver fór með, hvaða bíómynd eða ball
var um að ræða, og dagsetningar. Einnig á hún
enn gamla nafnskírteinið sitt íslenska.
Gangastúlka á Landakoti
Þremur árum síðar, þegar Julie var tvítug, kom
hún loks aftur til Íslands og dvaldi í fjóra mánuði.
„Ég var þá að vinna á Landakoti sem
gangastúlka með Hildi,“ segir hún og segir
íslenskuna enn hafa batnað það sumarið.
„Það vissi enginn að hún væri útlendingur.
Það heyrðist ekki á henni,“ segir Hildur og
segir sumarið hafa verið afar skemmtilegt,
bæði við leik og störf.
„Við fórum líka í alls konar tjaldútilegur,“
segir Hildur.
Sumarið eftir kom Julie aftur til landsins, en
það vor hafði Hildur klárað menntaskóla og
skráð sig í Kent State University, en Kent er að-
eins í klukkutíma akstursfjarlægð frá Cleveland.
„Ég var þar eitt ár á heimavist,“ segir Hild-
ur, sem lærði þá arkitektúr en átti síðar eftir
að leggja fyrir sig myndlist. Julie var þá komin
í háskóla að læra tónfræði.
„Við hittumst þá oft um helgar og ég gisti
heima hjá Julie og Rosemarie mömmu hennar.
Julie átti þá kærasta sem átti vin sem hét Brian,
en ég hitti þá ekki lengi vel því ég var alltaf sof-
andi. Þeir voru orðnir forvitnir að hitta þessa ís-
lensku stelpu sem alltaf svaf. Ég svaf oft fram
eftir degi og geri enn,“ segir Hildur og hlær.
„Ég var huldukona, eða þyrnirós,“ segir
Hildur, en loks kom að því að hún hitti þá félaga
og það leið ekki á löngu þar til Hildur og Brian
voru orðin par og Hildur flutt inn til hans. Þar
með voru örlögin ráðin og því býr Hildur enn í
Cleveland með Brian, þótt fjölskyldan dvelji
núorðið marga mánuði á ári á Íslandi.
Alveg bannað að tala ensku
Þegar vinkonurnar voru á þrítugsaldri vildi
það til að þær voru komnar í sama hverfi og
síðar keyptu þær húsin sem þær búa í núna,
báðar í kringum árið 1991. Þar hafa þær búið
síðan. Aðeins tekur um þrjár mínútur að ganga
á milli húsanna. Börnin fæddust svo eitt af öðru
hjá vinkonunum, en báðar eignuðust þær fjög-
ur börn. Í dag eru dætur þeirra Lóa og Nína,
átján og nítján ára, mjög nánar vinkonur og
eru þær því þriðja kynslóð vinkvenna.
„Það var mjög skemmtilegt að við skyldum
eignast stelpur á svipuðum tíma,“ segir Julie.
„Ég kenndi líka dætrum Hildar að spila á pí-
anó.“
Nú eru komin 48 ár frá fyrstu kynnum vin-
kvennanna sem enn heyrast oft í síma og hitt-
ast reglulega. Oft er borðað saman, grillað eða
skellt í pítsuveislur, en bæði Hildur og maður
Julie, Greg, eru afar liðtækir kokkar og elda
allt frá grunni.
„Við hittumst kannski á mánaðarfresti en
við erum auðvitað oft á Íslandi og Julie er oft í
New York þar sem dætur hennar tvær búa og
barnabörn,“ segir Hildur.
„En ég fer ekki nógu oft heim til Íslands!“
segir Julie og segist hafa komið að minnsta
kosti fimm sinnum til landsins eftir að hún varð
fullorðin, síðast árið 2014.
Hún segist halda íslenskunni við með því að
tala við Hildi, lesa íslenskar fréttir og skoða hvað
íslenskir vinir og fjölskylda skrifa á Facebook.
„Við tölum alltaf íslensku saman og höfum
gert alla tíð. Ég tala aldrei ensku við hana,“
segir Hildur.
„Það er alveg bannað ennþá,“ segir Julie og
hlær.
„Mig langar svo næst að koma um vetur til
Íslands. Ég á þar stóra íslenska fjölskyldu. Ég
er með svo mikla heimþrá að ég er að deyja.“
Julie lét Hildi klippa
sig og hér má sjá
afraksturinn.
Julie var
gangastúlka
á Landakoti.
Julie á enn gamla
íslenska nafn-
skirteinið.
Julie og eiginmaður hennar
Greg sjást hér með elstu dæt-
urnar, Angelu og Gabrielu, í
Íslandsferð fyrir aldamótin.
Julie og Hildur eru
hér fimmtán og
sextán ára gamlar.
Julie og Hildur hafa verið
vinkonur í næstum hálfa öld.
’
Hildur var
mjög ströng við
mig! Ég man þegar
ég lærði að segja
orðið brjálæði. Það
tók mig alla nótt-
ina! Brjá …
brjá … brjálæði!“