Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 4. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 154. tölublað . 110. árgangur .
VILJA SPORNA
VIÐ FÆKKUN
BARNA Í SKÓLUM 400 ÞÁTTTAKENDUR
THELMA NORÐUR-
LANDAMEISTARI
Á JAFNVÆGISSLÁ
LANDSMÓT UNGLINGA LANDSBJARGAR 6 FIMLEIKAR 27JÓN BJARNASON 11
„Alls ekki,“ sagði landsliðskonan
Guðrún Arnardóttir í Dætrum Ís-
lands, vefþætti mbl.is sem fram-
leiddur er af Studio M, þegar hún
var spurð að því hvort hún hefði
alltaf ætlað sér að verða atvinnu-
kona í fótbolta.
Guðrún, sem er 26 ára gömul og
uppalin á Ísafirði, er samnings-
bundin Rosengård í sænsku úrvals-
deildinni en hún varð Svíþjóðar-
meistari með liðinu á síðustu leiktíð
og þá fagnaði Rosengård sigri í
bikarkeppninni á yfirstandandi
keppnistímabili.
„Þegar ég var yngri þá pældi ég
ekkert í þessu enda var ekki einu
sinni meistaraflokkur á Ísafirði
þegar ég var að stíga mín fyrstu
skref í boltanum,“ sagði Guðrún.
„Atvinnukonur í fótbolta voru
ekki jafn sýnilegar þá og þær eru í
dag og það var ekki fyrr en ég var
búin að spila í nokkur ár með
Breiðabliki sem ég fór að pæla í því
að ég gæti mögulega farið eitthvað
út að spila,“ sagði Guðrún meðal
annars. bjarnih@mbl.is »10
Var lítið að spá í
atvinnumennsku
- Atvinnukonur voru ekki sýnilegar
Morgunblaðið/Hallur Már
Rosengård Guðrún Arnardóttir er í
nærmynd í Dætrum Íslands í dag.
skammt frá verslunarmiðstöðinni.
Hann var með riffil ásamt öðrum
vopnum.
Á blaðamannafundum síðar um
kvöldið greindi Søren Thomassen
yfirlögregluþjónn frá því að einn
hinna látnu væri karlmaður á
Þrír létust og þrír til viðbótar eru
alvarlega særðir eftir skotárás í
verslunarmiðstöðinni Field’s í
Kaupmannahöfn í gær. Lögreglu
barst tilkynning klukkan hálfsex að
staðartíma. Stuttu síðar handtók
lögregla 22 ára gamlan Dana
fimmtugsaldri og hinir tveir væru
ungmenni. Meintur árásarmaður
verður yfirheyrður í dag en allt
bendir til þess að hann hafi verið
einn að verki.
Ekki er vitað um ástæðu verkn-
aðarins en ekki er talið að árásin
hafi verið gerð vegna kynþáttahat-
urs. Thomassen sagði að atvikið
væri rannsakað sem hryðjuverk.
Mikill viðbúnaður lögreglu var á
svæðinu og var stórt svæði girt af.
AFP/Ólafur Steinar Gestsson
Skotárás í Kaupmannahöfn
- Þrír látnir og þrír til viðbótar alvarlega særðir - Lögregla handtók 22 ára gamlan Dana
MSkotárás í Kaupmannahöfn » 13
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Líklegt er að héraðsdómarar víki
sæti og að svokallaðir setudómarar
verði skipaðir í héraðsdómstól, fari
Dómarafélag Íslands í mál við ríkið
um meint ofgreidd laun 260 opin-
berra starfsmanna yfir þriggja ára
tímabil. Fordæmi er fyrir slíku frá
árinu 2006 í máli héraðsdómarans
Guðjóns S. Marteinssonar gegn ís-
lenska ríkinu, þegar deilt var um
laun dómarans. Þá viku allir dómarar
Héraðsdóms Reykjavíkur sæti í mál-
inu og tók forseti lagadeildar Há-
skóla Íslands sæti í dómnum auk
tveggja lagaprófessora úr Háskóla
Íslands og Háskólanum í Reykjavík.
Það er einhugur í stjórn Dómara-
félags Íslands um að meint leiðrétt-
ing á launum 260 opinberra starfs-
manna, þar á meðal dómara, sé
ólögmæt. Kjartan Björgvinsson, for-
maður Dómarafélagsins, segir að um
sé að ræða kjaraskerðingu en ekki
leiðréttingu á launum.
Mótlætið viðbúið
Þið hafið mætt mótlæti hvað varð-
ar þessa afstöðu. Hvað finnst þér um
það?
„Við teljum að það sé viðbúið þeg-
ar við erum sett í sama hóp og kjörn-
ir fulltrúar í launamálum. Þá er
hættulegt að dómarar fylgi þeim
hópi, því sá hópur getur illa tjáð sig
um sín launamál og sá hópur er nátt-
úrulega í þeirri stöðu að hann ræður
ferðinni,“ segir hann og á við að Al-
þingi ákveði eigin laun óbeint. „Við
teljum að fjársýsla ríkisins sé ekki að
fara rétt að í þessu máli,“ segir hann.
Fjársýsla ríkisins tilkynnti á föstu-
dag að laun 260 opinberra starfs-
manna ríkisins hefðu verið ofgreidd
síðastliðin þrjú ár. Fer hún fram á að
starfsmennirnir, 260 talsins, endur-
greiði ofgreidd laun sem þeir fengu á
þriggja ára tímabilinu eða síðan lög
nr. 79/2019 um kjör þjóðkjörinna
manna, ráðherra og tiltekinna emb-
ættismanna ríkisins tóku gildi.
Komst fjársýsla ríkisins nýverið að
því að allt frá gildistöku laganna hefði
viðmið við framkvæmdina verið
launavísitala ríkisstarfsmanna en
ekki það viðmið sem tilgreint er í lög-
unum, þ.e. meðaltalsbreyting reglu-
legra launa ríkisstarfsmanna milli
ára.
Mögulegt að héraðs-
dómarar víki sæti
- Dómarafélagið íhugar enn málsókn vegna „ofgreiddra launa“
M „Óboðlegt“ hjá ríkinu … »4