Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Frá málvöndunarmanni
í reiðareksmann
Ég hef ekki alltaf verið reiðareks-
maður. Á menntaskólaárum mínum
snemma á áttunda áratugnum var
ég harður málvöndunarmaður sem
hékk saman við þjóð(menningar)
lega framsóknarmennsku sem ég
aðhylltist á þess-
um tíma. Ég var
ekki í vafa um
hvað væri rétt
mál og fordæmdi
það sem var talið
rangt, og dró ekki
í efa óskeikulleik
kennslubóka og
málsmetandi
manna þar um.
Ef ég heyrði eða
sá fólk nota það sem ég taldi rangt
mál dró umsvifalaust úr áliti mínu á
þeim sem gerðust sek um slíkt. Ég
hneykslaðist ógurlega á niðurfell-
ingu Z árið 1973 og hélt áfram að
nota hana.
Þessi afstaða (þó ekki framsókn-
armennskan) hélst þangað til ég var
kominn nokkuð áleiðis í íslensku-
námi í Háskólanum, þótt það hafi
ekki beinlínis verið hún sem beindi
mér í það nám. Í lok fyrsta háskóla-
árs míns áttum við að skrifa stutta
ritgerð með titlinum „Viðhorf mitt
til málvöndunar“. Ritgerð mín var
hvöss brýning um að hvika hvergi í
baráttu fyrir stöðugleika málsins og
endar svo:
Ég tel, að baráttuna fyrir verndun
málsins eins og það er (en ekki eins
og það var áður fyrr) verði að herða,
og ég tel það beinlínis skaðlegt, að
halda því fram, að ekki sé til neitt,
sem heiti rangt mál. Við erum á
undanhaldi í verndun málsins, og við
verðum það án efa áfram, en við
megum undir engum kring-
umstæðum leggja á flótta.
En um það bil sem ég lauk BA-
prófi 1979 sneri ég algerlega við
blaðinu. Ekki samt vegna áhrifa frá
náminu sjálfu, heldur skipti ég um
skoðun þegar ég áttaði mig á því
hvernig tungumálið væri iðulega
notað sem valdatæki til að halda
fólki niðri og gera lítið úr því, og
hversu ósanngjarnt það væri að
flokka fólk eftir því hvaða tilbrigði
málsins það hefði tileinkað sér á
máltökuskeiði.
Augu mín fóru að opnast fyrir
þessu og efasemdir um málvönd-
unarstefnuna að grafa um sig í tím-
um í félagslegum málvísindum hjá
Peter Søby Kristensen, lektor í
dönsku, 1979. Þá hætti ég loks að
skrifa Z. Það sem gerði svo útslagið
var að félagi minn í náminu lánaði
mér ljósrit af óbirtri grein eftir Gísla
Pálsson mannfræðing – „Linguistic
deficits and deficient linguistics: The
case of Icelandic “bacteriolinguist-
ics"“. Þessi grein, sem er hörð gagn-
rýni á hefðbundna íslenska mál-
vöndunarstefnu, birtist skömmu
síðar á íslensku í Skírni undir heit-
inu „Vont mál og vond málfræði.
Um málveirufræði“. En það skipti
máli að ég skyldi lesa hana á ensku
vegna þess að fjölmargar tilvitnanir
í íslenska málvöndunarmenn, sem
voru þýddar inni í textanum, voru
birtar á frummáli í aftanmáls-
greinum, og mér blöskraði að sjá þá
fordóma sem þar söfnuðust saman.
Á árunum 1983–1985 skrifaði ég
nokkrar greinar gegn hefðbundinni
málvöndunarstefnu, m.a. grein í
Skímu til varnar „þágufallssýki“ þar
sem ég varpaði því fram hvort verið
gæti að sú málbreyting styrkti málið
frekar en veikti. Einnig skrifaði ég
grein í þemahefti Skímu um íslenska
málstefnu 1985 þar sem ég hélt því
fram að íslensk málstefna væri
„skipulagslaus íhaldssemi“ og sagði:
Ég tel baráttu við „þágufallssýki“,
„sitthvorn“, „læknira“ og annað af því
tagi óþarfa, ef ekki beinlínis skaðlega.
Ég sé ekki betur en hún geti skapað
málfarslega stéttaskiptingu.
Af þessari grein spruttu blaða-
skrif þar sem bæði Helgi Hálfdan-
arson og Árni Bergmann andmæltu
mér og ég svaraði. Í einni greina
sinna kallaði Helgi afstöðu mína
„reiðareksstefnu“ og fólk sem að-
hylltist hana „reiðareksmenn“. Síð-
an þá hef ég iðulega talað um sjálfan
mig sem reiðareksmann, þótt því
fari fjarri að ég fallist á að ég vilji
láta reka á reiðanum í málefnum
íslenskunnar.
Þessar deilur leiddu mér fyrir
sjónir að umræðan skilaði litlu – fólk
væri fast í sínum skotgröfum og
sameiginlegur umræðugrundvöllur
ekki til. Þess vegna hætti ég að hafa
mig í frammi á þessu sviði og sneri
mér að öðru næstu áratugina. En
um miðjan síðasta áratug voru að-
stæður orðnar aðrar. Viðhorf til
íslenskunnar voru að breytast, öll
umræða var orðin miklu opnari, og
nýr umræðuvettvangur orðinn til –
samfélagsmiðlar. Ég fór smátt og
smátt að skrifa stuttar athugasemd-
ir og pistla um íslensku og stöðu
hennar á Facebook, og stundum
tóku fjölmiðlar þetta upp og vöktu
athygli á málum sem ég hafði verið
að skrifa um. Ég sá þá að það væri
hægt að hafa áhrif og jafnvel breyta
viðhorfi fólks. Í framhaldi af því
stofnaði ég sérstakan Facebook-
hóp, Málspjall, til að koma skoð-
unum mínum betur á framfæri og
efla jákvæða umræðu um íslensk-
una. Ég tek undir með Jóni G. Frið-
jónssyni sem segir: „Besti kosturinn
er […] að mínu mati sá að reyna að
skýra breytingarnar og tefla fram
dæmum, málnotendur kveða síðan
upp sinn dóm.“
Það er nefnilega hægt, og mikil-
vægt, að ræða um íslenskt mál og
tilbrigði þess á jákvæðan hátt, án
þess að fordæma tiltekin tilbrigði
eða fólkið sem notar þau. Fordæm-
ing tilbrigða og „málvillna“ er
stórskaðleg fyrir tungumálið, ýtir
undir málótta og málfarslega stétta-
skiptingu sem hvort tveggja er til
þess fallið að veikja íslenskuna og
draga úr mótstöðuafli hennar gegn
ytri áhrifum. Það er beinlínis lífs-
nauðsynlegt fyrir íslenskuna að fólk-
ið sem notar hana finni sig í henni,
finnist það eiga hlutdeild í henni og
hafa eitthvað um hana að segja. Það
er forsendan fyrir því að fólki þyki
vænt um málið og vilji halda í það og
leggja sig fram um að nota það á öll-
um sviðum.
Rétt mál – málstaðall
Á fyrri árum mínum í kennslu
fékk ég stundum, einkum frá eldri
nemendum, spurningar á við „Er nú
búið að leyfa þetta?“, yfirleitt born-
ar fram með hneykslun í röddinni.
Ég man svo sem ekki glöggt um
hvað verið var að spyrja – líklega
oftast uppáhaldsmálvillu Íslendinga,
„þágufallssýkina“. En ég man hins
vegar eftir því hverju ég svaraði því
að það var alltaf það sama: að ég
vissi ekki hver ætti að leyfa það sem
spurt var um – nú eða banna það, ef
því væri að skipta. Mörgum virtist
finnast að til ætti að vera eitthvert
yfirvald sem gæti leyft og bannað
tiltekið málfar eftir smekk og geð-
þótta – breytt málstaðlinum en það
hugtak má skilgreina sem:
Eitt málbrigði sem opinber skjöl birt-
ast á og sem útlendingum er kennt í
formlegu námi í viðkomandi tungu-
máli; það er „hlutlaus samnefnari“ í
samfélaginu […]. Fyrst og fremst er
þetta markmið bundið ritmáli.
Íslenskur málstaðall – viðmið okk-
ar um viðeigandi málsnið og rétt mál
– varð til á 19. öld þótt ræturnar séu
vissulega í fornmáli. Sjálfsagt má
segja að Rasmus Christian Rask,
Sveinbjörn Egilsson og Fjölnismenn
hafi lagt drög að staðlinum en hann
mótaðist svo ekki síst í Lærða skól-
anum eftir miðja öldina, einkum hjá
Halldóri Kr. Friðrikssyni sem var
aðalíslenskukennari skólans í hálfa
öld. Björn Guðfinnsson lagði svo
lokahönd á staðalinn með málfræði
sinni sem flestir Íslendingar lærðu
frá því um 1940 og langt fram eftir
öldinni – jafnvel fram á þessa öld.
Staðallinn miðast því við það sem
þótti vandað ritmál fyrir 80–100 ár-
um.
Þessi staðall var gerður fyrir allt
annars konar samfélag. Það þarf
ekki að fara nema 40 ár aftur í tím-
ann til að komast í þjóðfélag sem var
gerólíkt því sem nú er. Þá var bara
ein útvarpsstöð á Íslandi og bara ein
sjónvarpsstöð – en fimm dagblöð. Í
öllum þessum miðlum sá fólk og
heyrði mestanpart vandað mál sem
samræmdist staðlinum. Talað mál í
útvarpi og sjónvarpi var nær allt
undirbúið og að verulegu leyti með
ritmálssniði. Blöðin voru vandlega
prófarkalesin. Almennir málnot-
endur komust í raun varla í kynni
við ritaða íslensku annarra al-
mennra málnotenda nema í einka-
bréfum.
Er hægt eða skynsamlegt að ætl-
ast til að sami málstaðall þjóni nú-
tímanum og þessari veröld sem var?
Nú er þetta nefnilega allt breytt
eins og alkunna er. Í landinu er
fjöldi útvarps- og sjónvarpsstöðva,
auk hlaðvarpa af ýmsu tagi, þar sem
hver sem er getur látið dæluna
ganga endalaust án nokkurs hand-
rits eða yfirlestrar. Dagblöðum hef-
ur fækkað og dregið hefur verið úr
prófarkalestri þeirra, auk þess sem
netmiðlar hafa að verulegu leyti
komið í stað prentaðra blaða og eru
enn minna yfirlesnir. Við þetta bæt-
ast samfélagsmiðlar en algerlega
óyfirlesnir textar þeirra eru helsta
lesefni margra. Nú getur hver sem
er skrifað – eftirlitslaust – texta sem
allur heimurinn hefur aðgang að.
Það er í sjálfu sér frábært. Það er
stórkostlegt að það skulu ekki leng-
ur vera forréttindi fárra útvalinna
að skrifa fyrir lýðinn. Það er
augljóslega stórt skref í lýðræðisátt
og á án efa eftir að hafa meiri áhrif á
ýmsum sviðum þjóðfélagsins en við
gerum okkur grein fyrir. En þetta
hefur vitanlega mikil áhrif á hug-
myndir fólks um íslenskt mál. Þegar
talsverður hluti af því máli sem fólk
heyrir og sér fylgir ekki staðlinum
er ekki von að ungt fólk tileinki sér
hann sjálfkrafa og áreynslulaust.
Við þetta bætist að íslenskan –
daglegt mál – hefur vitaskuld breyst
talsvert undanfarna öld. En vegna
þess að staðallinn hefur ekki breyst
hefur fjarlægðin þarna á milli auk-
ist. Það þýðir aftur að málnotendur
þurfa að leggja meira á sig og fá
meiri kennslu og lesa meira af form-
legu máli til að tileinka sér staðal-
málið. En raunin er sú að þessu er
þveröfugt farið. Íslenskukennsla
hefur síst aukist og rannsóknir sýna
að ungt fólk les sífellt minna af bók-
um þar sem staðlinum er helst fylgt.
Þetta getur ekki endað nema á
einn veg: Það myndast gjá milli máls
almennings og staðalsins. Nemend-
ur sem búa við ákjósanlegar aðstæð-
ur, t.d. lesa mikið og eiga langskóla-
gengna eða aldraða foreldra, eða eru
nördar, munu geta tileinkað sér
staðalmálið til hlítar enn um sinn, en
hætt er við að meirihlutinn geri það
ekki. Hvað gerum við þá? Eigum við
að halda fast í óbreyttan staðal eða
breyta honum? Hverjar ættu þær
breytingar að vera? Hvernig væri
hægt að standa að þeim?
Vandinn er sá að við höfum hvorki
tæki né vettvang til slíkra breyt-
inga. Það er enginn málfræðingur
lengur í þeirri stöðu sem Björn Guð-
finnsson, Halldór Halldórsson, Árni
Böðvarsson, Gísli Jónsson og Baldur
Jónsson (allt karlmenn, auðvitað)
höfðu á síðustu öld til að ákveða við-
mið og dæma tilbrigði í máli „rétt“
eða „röng“. Það væri helst Íslensk
málnefnd sem ætti að beita sér fyrir
endurskoðun viðmiðanna – hún hef-
ur m.a. það hlutverk lögum sam-
kvæmt „að veita stjórnvöldum ráð-
gjöf um málefni íslenskrar tungu á
fræðilegum grundvelli“.
Samkvæmt þingsályktun sem
samþykkt var vorið 2019 ber nefnd-
inni að hafa forystu um endur-
skoðun íslenskrar málstefnu, og nið-
urstöður þeirrar endurskoðunar,
Íslensk málstefna 2021–2030, voru
birtar haustið 2021. En þessi endur-
skoðaða málstefna felst einkum í al-
mennum orðum sem við getum öll
tekið undir, án þess að hugað sé að
því að setja fram ný viðmið um
vandað og viðurkennt íslenskt mál.
Almenn stefna er eitt en útfærsla
hennar annað og jafnvel þótt ein-
hver hefði boðvald eða kennivald til
að endurskoða viðmiðin væri það
ýmsum vandkvæðum bundið. Þau
eru nefnilega hvergi skráð nema að
hluta til – þau felast mestanpart í
einhverri tilfinningu sem erfitt er að
negla niður og fæst varla nema með
lestri texta þar sem þeim er fylgt.
Í stefnunni er vissulega talað um
að vegna þess að tungumálið er í
stöðugri þróun hljóti málstaðallinn
einnig að taka breytingum, en þar er
þó hvorki að finna neinar tillögur að
breytingum á staðlinum né hug-
myndir um hvernig megi standa að
endurskoðun hans – ekki einu sinni
neina hvatningu til þess að taka þau
mál til umræðu. Það er slæmt, því
að hætt er við að það leiði til þess að
við höldum áfram að hjakka í sama
farinu út þennan áratug.
Frá málvöndunarmanni í reiðareksmann
Bókarkafli Í bókinni Alls konar íslenska: Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld er birt safn fjölbreyttra þátta um
íslensku eftir Eirík Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefnin eru
margvísleg, allt frá eldheitum „málvillum“ og yfir í umræðu um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á 21.
öldinni hvað varðar til dæmis viðmið í málrækt, samfélags- og tæknibreytingar og kynjamál og kynhlutleysi í máli.
Morgunblaðið/Eggert
Íslenskumaður Eiríkur Rögnvaldsson, rithöfundur og prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is