Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 29
DAGMÁL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Það var ekki alltaf augljóst að Sal- óme Katrín Magnúsdóttir yrði tón- listarkona. Hún var vissulega í kór á Ísafirði sem barn, Perlukórnum svokallaða, og sótti píanó- og dans- tíma í Listaskóla Rögnvaldar Ólafs- sonar en var að eigin sögn nokkuð treg til að sinna tónlistinni í æsku. „Svo þegar ég var 17 ára þá sagði mamma mín: „Jæja, Salóme, nú ferð þú að læra söng,“ og ég var bara: „Mmm, ég held ekki.“ Þá hafði ég ekkert verið að syngja síð- an ég var barn. Vinkona hennar var að kenna og þær fengu þá hugmynd að það væri gott fyrir mig að fara í söngnám. Og ég gerði það. Mjög hlýðin.“ „Það kom ekkert hljóð“ Söngtímarnir gengu svolítið brös- uglega til að byrja með. „Fyrstu fimm söngtímana söng ég ekki neitt, við spjölluðum bara. Ég þorði það bara ekki, það kom ekkert hljóð. Ætli það hafi ekki ver- ið í fimmta tímanum eða eitthvað, þá gekk eitthvað upp. Þá kom ein- hver tónn. Og síðan þá hef ég bara verið mjög mikið að syngja. Það er mjög mikil gróska á Ísa- firði, mjög mikið um að vera og mik- ið af skapandi fólki. Þannig að ég er mjög heppin að vera þaðan og verð alltaf mjög þakklát kennurunum mínum,“ segir Salóme. „Ég hafði alltaf mjög mikinn áhuga á tónlist. Bara frá því ég var mjög lítil. Ég var alltaf að hlusta. Átti svona iPod Classic, algjörir hlunkar. Hann var alveg stútfullur af tónlist. Þannig að ég átti mér algjörlega drauma um að semja tónlist. En það gerðist kannski fyrir alvöru að ég fór að syngja og spila á sama tíma, þá hef ég verið bara 21 eða 22 ára. Þannig að það er ekkert svo langt síðan. Það tók mig mjög langan tíma að ná að samhæfa þetta, að syngja og spila á sama tíma. En svo gekk það bara upp og núna er ég alltaf að gera það.“ Nú er það að koma fram á sviði og syngja fyrir framan áhorfendur sá hluti þess að vera tónlistarkona sem Salóme nýtur hvað mest. „Mér finnst eiginlega allt hitt erfitt.“ Hræðist sjóinn og elskar hann Salóme gaf út sína fyrstu plötu, stuttskífuna Water, fyrir tveimur árum. Hún var gefin út í Covid og segist Salóme hafa setið eftir með svolítið „tómt hjarta“ vegna þess að hún hafi ekki getað haldið útgáfu- tónleika eða hitt fólk á þessum tíma. En platan hlaut góðar viðtökur og Salóme hlaut meðal annars Kraumsverðlaunin fyrir verkið. Hún semur textana sína sjálf og spurð út í umfjöllunarefni plötunnar segir hún: „Þetta er allt mjög til- finningadrifið. Titillag plötunnar, „Water“, fjallar um tilfinningar og ég set þær í samhengi við náttúruna og hvernig tilfinningarnar togast á innra með okkur alveg eins og tunglið togar í sjóinn. Og um hvern- ig sjórinn getur gefið en líka tekið.“ Vatn er Salóme afar hugleikið. „Á Ísafirði var sjórinn bara í bakgarð- inum og ég eyddi ótrúlega miklum tíma við sjóinn. Hann er það sem ég hræðist hvað mest í lífinu en elska líka mest. Eins og Þales sagði: „Allt er vatn.““ Næsta stóra verkefnið sem Salóme tók sér fyrir hendur var samstarfsverkefni þriggja tónlistar- kvenna. Hún gaf út plötuna While We Wait ásamt tónlistarkonunum Rakel og Zaar, Rakel Sigurðar- dóttur og hinni dönsku Söru Flindt. Þær kalla plötuna splittskífu enda skiptu þær henni á milli sín. Hver þeirra á tvö lög á plötunni auk þess sem þær sömdu titillagið saman. „Þetta hefur verið ótrúlega mikið ævintýri. Við spiluðum á Ísafirði, Akureyri og í Fríkirkjunni og svo erum við að fara til Danmerkur í tónleikaferðalag.“ Eins og að reka fyrirtæki „Það er svo gott að geta verið að vinna saman, sérstaklega þegar maður er ekki í hljómsveit, að fá tækifæri til þess að vinna með öðr- um svona náið,“ segir Salóme. Það sé öðruvísi að gefa plötu út einn. „Þegar maður er að gefa út svona plötu þá er svolítið eins og maður sé með fyrirtæki. Maður þarf að vera listrænn stjórnandi, sjá um bók- haldið, þarf að passa að allt stemmi, markaðsstjóri, ljósmyndari, bara allt sem hugsast getur. Ég var samt svo heppin að vera með ótrúlega gott bakland og það voru allir rosa mikið með mér í liði svo ég var kannski ekkert alveg ein. En kjarnaábyrgðin fellur alltaf á mig. Þannig að það gat verið svolítið ein- manalegt. Líka ef maður er svona nett stressuð týpa eins og ég, þá er auðvelt að finnast maður bara vera alveg í ruglinu. En ég held að þetta hafi gengið alveg ágætlega,“ segir tónlistarkonan. „Eitt sem fólk veit ekki þegar maður er að gefa út svona plötu er hvað maður þarf að senda ótrúlega mikið af tölvupóstum. Þannig að ég segi bara: best að byrja að æfa sig ef þú ætlar að verða tónlistar- maður.“ Salóme hefur unnið með fleiri tónlistarmönnum, til dæmis K.Óla, auk þess sem hún hefur verið að prófa sig áfram með nýrri hljóm- sveit. „Í þeim hring sem ég er í er mjög góður andi. Það er mjög gaman að vinna saman og fólk er mjög opið fyrir því. Og ég held að tónlistar- senan sé mjög mikið að blómstra núna og eftir Covid eru allir bara að taka af skarið. Það er bara svo ótrú- lega mikið af fólki sem er að gera magnaða hluti. Og ég hlakka til að vera hluti af þessu og fyljast með þessu í framtíðinni. “ Spurð út í framtíðarmarkmið seg- ir Salóme að sig hafi lengi dreymt um að búa til tónlist fyrir dansverk. „Mér þykir mjög vænt um þá list og ég myndi vilja taka þátt í henni. Svo langar mig bara að halda áfram að spila og semja og fylgja hjartanu. Kannski endar maður á að gera eitthvað allt annað, en alla vega tón- list í bili.“ Salóme Katrín var gestur Dag- mála, frétta- og dægurmálaþáttar Morgunblaðsins, sem aðgengilegur er áskrifendum á vefnum mbl.is. „Ótrúlega mikið ævintýri“ - Salóme Katrín hlýddi móður sinni og fór í söngtíma þegar hún var 17 og hefur verið að syngja og spila síðan - Gaf út plötuna Water fyrir tveimur árum og splittskífuna While We Wait fyrr á árinu Morgunblaðið/Kristófer Liljar Samvinna „Það er svo gott að geta verið að vinna saman, sérstaklega þegar maður er ekki í hljómsveit, að fá tæki- færi til þess að vinna með öðrum svona náið,“ segir Salóme sem gaf út plötu ásamt tónlistarkonunum Rakel og Zaar. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ 96% Empire The Playlist BBC The sun Total FilmRogerEbert.com 79% 82% HJÖRTUR JÓHANN JÓNSSON ALDÍS AMAH HAMILTON AHD TAMIMI GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LÍSA PÁLSDÓTTIR HARALD G. HARALDS KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR “THE BEST MOVIE OF THE YEAR” “AN EPIC ADVENTURE” “A CROWD-PLEASEING BLAST” “THE MOVIE EVENT OF THE YEAR” “A MOVIE LIGHT YEARS AHEAD OF IT´S TIME” 100%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.