Morgunblaðið - 04.07.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
SAMAN Í SÓL
07. - 18. JÚLÍ
NEPTUNO HOTEL 4*
TVÍBÝLI MEÐ MORGUNVERÐI
VERÐ FRÁ99.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 110.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
11. - 21. JÚLÍ
HOTEL PALMASOL 4*
TVÍBÝLI
VERÐ FRÁ115.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 153.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS
VIN
SÆ
LT
TILBOÐ
TAKMARKAÐ
FRAMBOÐ
ALMERÍA COSTA DEL SOL
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hækkun setur viðmið í viðræðum
- Vísitalan tikkar - Hærri laun kjörinna fulltrúa og embættismanna - Fleyta rjómann af launaskriði
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vísitölubundnar hækkanir á launum
kjörinna fulltrúa og æðstu embættis-
manna ríkisins, sem komu til fram-
kvæmda nú um mánaðamótin og eru
að jafnaði 60 til 100 þús. kr. á mann,
gefa tóninn fyrir kjaraviðræður
haustsins. Þetta segir Kristján Þórð-
ur Snæbjörnsson, 1. varaforseti ASÍ
og formaður Rafiðnaðarsambands
Íslands. Laun umrædds hóps ráðast
nú af þróun verðlags á hverjum tíma,
eftir að kjararáð var lagt niður árið
2018. Síðan þá hafa stjórnmálamenn
og efsta lag stjórnsýslu að mati
Kristjáns Þórðar „fleytt rjómann af
öllu launaskriði á vinnumarkaði,“
eins og hann kemst að orði.
Launahækkanirnar nú segir vara-
forseti ASÍ sýna hvert svigrúm hins
opinbera í efnahagsmálum sé. Horft
til síðustu kjarasamninga sé ljóst að
ráðherrar taki nú út launahækkanir
síðustu þriggja ára hjá almennu
launafólki á einu bretti, í krónum tal-
ið. „Við munum horfa til þróunar síð-
ustu ára og taka mið af því. Við
sjáum að kaupmáttur launa dregst
saman núna sökum hárrar verð-
bólgu,“ segir Kristján Þórður og
bendir þar á stríðið í Úkraínu, hækk-
un á verði innflutningsvara og hús-
næðisskort sem orsakaþætti. Því
hafi útgjöld heimilanna aukist mikið
að undanförnu, bæði vegna hækkun-
ar vöruverðs og vaxtagjalda.
Þrengir að heimilunum
„Nú er farið að þrengja verulega
að rekstri heimilanna. Það er því
ljóst að þetta viðmið sem æðstu
stjórnendur íslenska ríkisins eru að
setja núna mun gagnast í saman-
burði kjaraviðræðna haustsins þar
sem mikilvægast verður að viðhalda
kaupmætti launa og vinna á móti
þessum miklu verðhækkunum,“ seg-
ir Kristján Þórður.
„Þessar hækkanir nú hafa að sjálf-
sögðu sín áhrif á efnahagsþróun og
umhverfið í vinnumarkaði,“ segir
Friðrik Jónsson, formaður BHM.
Samningar á opinbera vinnumark-
aðnum losna í mars á næsta ári og
undirbúningur að gerð þeirra næstu
ár er hafinn. Aðstæður í hagkerfinu
nú og fyrrgreind hækkun nú um
mánaðamótin ýta undir rök um að í
kjaraviðræðum framundan verði
óskað eftir prósentuhækkunum
launa, í stað krónutöluhækkana.
Þorrinn með lakari kaupmátt
„Áhrif hagvaxtarauka sem kom
inn í laun í vor eru mjög takmörkuð
nema þá hjá þeim sem lægst hafa
launin. Þá liggur beinlínis fyrir að
við lok gildistíma þessa kjarasamn-
ings sem við störfum eftir nú mun
þorri BHM-félaga búa við lakari
kaupmátt en við upphaf hans,“ segir
Friðrik. Þarna segir hann spila sam-
an áhrif aukinnar verðbólgu og sú of-
uráhersla á krónutöluhækkanir sem
fylgt hafi samningagerð á sínum
tíma. Tafir við kjarasamningsgerð
muni enn frekar rýra kaupmátt. Því
sé allra hagur að koma böndum á
verðbólguna, semja sem allra fyrst
og einblína á það að verja kaupmátt.
„Augljóslega er slíkt varnarbar-
átta en í núverandi umhverfi verða
sóknarfærin augljóslega takmark-
aðri. Því verður væntanlega að líta til
sértækari þátta,“ segir formaður
BHM.
Friðrik
Jónsson
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Viðbúnaður var í Almannagjá á
Þingvöllum á laugardag vegna
bráðra veikinda erlends ferðamanns
um sjötugt sem þar var á gangi.
Bráðaliðar Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands með aðsetur á svæðinu
veittu fyrstu aðstoð ásamt starfsfólki
þjóðgarðsins. Einnig komu lögregla
og sjúkraflutningamenn bæði úr
Reykjavík og frá Selfossi á vettvang
auk þess sem þyrla frá Landhelg-
isgæslu lenti á svæðinu. Lífgunartil-
raunir báru ekki árangur og var
maðurinn úrskurðaður látinn á vett-
vangi.
„Auðvitað er fólki brugðið við
svona atvik, en mikill fjöldi fólks var
á svæðinu og sá hvað gerðist og
hverju fram fór. Svona atburðir
reyna líka mikið til dæmis á starfs-
fólkið okkar sem annars þarf að
sinna ólíkum og krefjandi verkefn-
um. Þegar á svæðinu eru 4.000 til
6.000 manns á dag, eins og er nú um
hásumarið, má alltaf búast við
óvæntum atvikum líkum þessum,
sem brugðist er við eftir bestu
getu,“ sagði Einar Á.E. Sæmundsen
þjóðgarðsvörður í samtali við Morg-
unblaðið. sbs@mbl.is
Lést í Almannagjá
- Erlendur ferðamaður bráðkvaddur
Lengsta skemmtiferðaskip sem
komið hefur til landsins var á Ak-
ureyri á laugardag og verður í
Reykjavík á morgun. Sky Prin-
cess er 330 metra langt skip, 140
þúsund tonn, farþegar eru um
2.500 og 1.350 manns í áhöfn.
„Þetta er glæsilegt skip og kom-
um slíkra fylgir mikið líf í landi,“
segir Pétur Ólafsson hafnarstjóri
á Akureyri. Heimahöfn Sky Prin-
cess er í Southampton á Englandi
þaðan sem siglt var til Noregs og
svo Íslands í tólf daga túr. Skipið
kemur aftur til Akureyrar síðar í
júlí.
Sky Princess er næststærsta
skip sem komið hefur til Akureyr-
ar, vegur þó 20 þúsund tonnum
minna en MSC Meraviglia, sem
var á Akureyri 2018. sbs@mbl.is
Lengsta
skipið á
Akureyri
Morgunblaðið/sisi
Fimm starfsmönnum hefur verið
sagt upp og aðrir fimm hafa sagt
starfi sínu lausu innan útgáfufyrir-
tækisins Torgs ehf. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að uppsagnirnar
hafi meðal annars verið innan aug-
lýsinga- og tæknideildar. Kolbrúnu
Bergþórsdóttur, blaðamanni og leið-
arahöfundi, var sagt upp um síðast-
liðin mánaðamót. Að henni frátalinni
hefur engum blaðamanni verið sagt
upp. Tveir til þrír blaðamenn hafa þó
sagt upp sjálfir og ekki verður end-
urráðið í þau störf.
Samhliða þessu hefur menning,
dægurmálaumfjöllun ýmiskonar og
helgarblað verið sameinuð í eina
deild. „Þetta eru breytingar sem
mér þótti sjálfsagt að gera. Þessar
aðgerðir fela í sér ýmiskonar sam-
legðaráhrif og ættu að skila sér í
hagræðingu í rekstri blaðsins,“ segir
Sigmundur Ernir Rúnarsson, rit-
stjóri Fréttablaðsins.
Fækkar um 10 hjá út-
gefanda Fréttablaðsins