Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040
BAÐAÐU ÞIG
Í GÆÐUNUM
Björn Bjarnason ræðir stöðu VG
og segir að stef „slauf-
unarfólksins“ um að
flokkurinn gjaldi sam-
starfs við Sjálfstæðis-
flokkinn standist
ekki, „það er aðeins
hluti af gamalkunna
hræðsluáróðrinum“.
Hann segir for-
vitnilegt „að fylgjast
með hve heiftarlega
er ráðist á VG frá
vinstri eftir að VG
hætti meirihluta-
samstarfinu í Reykja-
vík. Á sama tíma leyf-
ir „slaufunarliðið“
framsóknarmönnum
að sigla lygnan sjó. Í
bili má hafa gagn af honum á póli-
tískum vettvangi.
- - -
Útilokunaráráttan birtist vel við
meirihlutamyndunina í Reykja-
vík: fyrst tóku Samfylking og Píratar
höndum saman um að útiloka Sjálf-
stæðisflokkinn og á undra skömmum
tíma tókst þeim að festa borgar-
fulltrúa Viðreisnar í útilokunarliðinu.
Loks beit Einar Þorsteinsson á agnið,
meirihlutanum og Framsóknar-
flokknum var landað. Vilji kjósenda
hans var að engu hafður.“
- - -
Björn segir áhrif „árásanna á VG
birtast í minnkandi fylgi
flokksins í skoðanakönnunum. Stað-
festa Katrínar Jakobsdóttur for-
sætisráðherra og hollusta við stjórn-
arsáttmálann sem hún gerði og
birtur var 28. nóvember 2021 er að
engu höfð af „slaufunarliðinu“ eftir
að VG er ekki lengur vonarpeningur
í borgarstjórn Reykjavíkur.“
- - -
Loks bendir Björn á að VG hafi
ekki sagt skilið við meirihlut-
ann í Reykjavík vegna Sjálfstæðis-
flokksins „heldur vegna sambúðar-
vanda þar og síðan er flokkurinn
ofsóttur frá vinstri. Það blasir við
öllum.“
Björn
Bjarnason
Reynt að
„slaufa“ VG
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menning-
ar- og viðskiptaráðherra, afhenti
Whitehorse-bókasafninu í Yukon-
fylki í Kanada íslenska bókagjöf í
heimsókn sinni í Kanada í síðustu
viku.
Í leiðinni þakkaði Lilja fyrir
höfðinglega gjöf sem sendiráð
Kanada á Íslandi færði íslenskum
bókasöfnum á Akureyri og í
Reykjavík fyrr á þessu ári. Í ár
fagna þjóðirnar 75 ára stjórnmála-
sambandi Íslands og Kanada.
Bækurnar þrjátíu, sem ráðherra
afhenti safninu, eru barnabækur,
ljóðabækur, Íslendingasögur,
skáldsögur og heimildaverk að því
er kemur fram í tilkynningu frá
menningar- og viðskiptaráðuneyt-
inu.
Gáfu m.a. Laxness
Þeirra á meðal er bókin Sprakk-
ar eftir forsetafrú Íslands, Elizu
Reid, og verkið Sjálfstætt fólk eftir
Halldór Laxness.
„Þetta var einn af mörgum við-
burðum sem sendiráð Íslands í
Kanada og kanadíska sendiráðið á
Íslandi hafa skipulagt til að fagna
75 ára afmæli stjórnmálasambands
ríkjanna. […] Það er okkur því
sannur heiður að geta endurgoldið
bókagjöfina sem kanadíska sendi-
ráðið í Reykjavík færði íslenskum
bókasöfnum fyrr á þessu ári,“ er
haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur,
menningar- og viðskiptaráðherra, í
tilkynningu frá ráðuneytinu.
Færði kanadískum bókasöfnum bækur
- Þrjátíu bækur af ýmsum toga - Þakkað fyrir sambærilega gjöf frá Kanada
Ljósmynd/Stjórnarráð Íslands
Gjöf Lilja kynnir bækurnar.
Árni Gunnarsson, fyrr-
verandi þingmaður og
fjölmiðlamaður, lést að-
faranótt föstudags 82
ára að aldri. Hann
fæddist á Ísafirði 14.
apríl árið 1940, sonur
þeirra Gunnars Stef-
ánssonar (1915-1951) og
Ástu Árnadóttur (1911-
2002). Árni lauk mið-
skólaprófi í Reykjavík
og stundaði síðan flug-
nám um tíma. Þá kynnti
hann sér fjölmiðla og
blaðamennsku í Banda-
ríkjunum.
Hann var blaðamaður við Alþýðu-
blaðið og síðar fréttastjóri 1959-1965,
ritstjóri 1976-1977 og aftur 1985-
1987. Þá var hann einnig fréttamaður
og varafréttastjóri við Ríkisútvarpið
1965-1976. Árið 1976 var hann frétta-
ritstjóri Vísis. Árni var fréttamaður
Ríkisútvarpsins í Vestmannaeyjagos-
inu árið 1973 og skrifaði bókina Eld-
gos í Eyjum um þá atburði. Einnig
fór hann sem fréttamaður til Víetnam
árið 1966 og fjallaði í fréttum og pistl-
um um stríðsrekstur Bandaríkja-
manna þar.
Árni hóf ungur þátttöku í stjórn-
málum á vettvangi Alþýðuflokksins.
Sat í borgarstjórn Reykjavíkur 1970-
1974 en sneri sér svo að landsmál-
unum. Var þingmaður Norðurlands-
kjördæmis eystra 1978-1983 og svo
frá 1987-1991.Var for-
seti neðri deildar Al-
þingis 1979 og aftur
1989-1991.
Eftir þingmennsku
var Árni framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags
Íslands um skeið og
síðar framkvæmda-
stjóri Heilsustofnunar
NLFÍ í Hveragerði í
mörg ár.
Árni var um skeið í
forystu Starfsmanna-
félags Ríkisútvarpsins
og formaður Blaða-
mannafélags Íslands
1971-1972. Þá átti Árni um skeið sæti
í stjórn Landverndar og var formað-
ur Hjálparstofnunar kirkjunnar
1986-1990. Lét hann að sér kveða í
ýmsum öðrum málum, svo sem vel-
ferðar- og lýðheilsumálum.
„Já, ég er alltaf jafnaðarmaður í
mínum gamla skilningi og þeirri
stefnu mætti gera hærra undir höfði.
Við búum í yndislegu landi þar sem
allir ættu að geta haft jöfn tækifæri
til menntunar og heilbrigðisþjónustu.
Ég tel að þessi markmið fari vel sam-
an við atvinnu- og einstaklingsfrelsi,“
sagði Árni í viðtali við Morgunblaðið
árið 2015.
Eftirlifandi eiginkona Árna er
Hrefna Filippusdóttir húsmóðir, f.
1942. Þau eiga saman dæturnar Sig-
ríði Ástu, f. 1963 og Gunnhildi, f. 1983.
Andlát
Árni Gunnarsson