Morgunblaðið - 04.07.2022, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Þín upplifun skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Djúsí
andasalat
Frábær kostur í hádeginu
Urður Egilsdóttir
Tómas Arnar Þorláksson
Klukkan hálfsex í gærkvöldi barst
lögreglunni í Kaupmannahöfn til-
kynning um að skotum hefði verið
hleypt af í verslunarmiðstöðinni
Field’s á Amager. 22 ára gamall
danskur karlmaður skaut nokkrum
skotum inni í verslunarmiðstöðinni.
Stuttu síðar handtók lögreglan
hann rétt fyrir utan miðstöðina.
Á blaðamannafundum síðar um
kvöldið tilkynnti Søren Thomassen
yfirlögregluþjónn að þrír hefðu lát-
ist og þrír til viðbótar væru alvar-
lega særðir. Einn hinna látnu er
maður á fimmtugsaldri og hinir
tveir einstaklingarnir eru ung-
menni. Thomassen sagði að allar
upplýsingar bentu til að maðurinn
hefði verið einn að verki og árásin
væri rannsökuð sem hryðjuverk.
Var að hjóla í átt að stöðinni
Lögregla var með gríðarlega
mikinn viðbúnað á svæðinu og girti
af stórt svæði. Þá var einnig mikill
viðbúnaður í borginni allri.
Björn Bergsson var að hjóla að
verslunarmiðstöðinni til þess að
stunda þar líkamsrækt er árásin
átti sér stað en hann býr í 300
metra fjarlægð frá henni. Hann
segist hafa heyrt í sírenum er hann
var að leggja af stað í átt að stöð-
inni. Það hvarflaði þó ekki að Birni
að um svo hræðilegan atburð hefði
verið að ræða. „Þetta var nýbúið að
gerast þegar ég kem að verslunar-
miðstöðinni, þá sé ég fólk koma
grátandi úr verslunarmiðstöðinni og
ein lýsti atburðarásinni fyrir mér
hágrátandi.“
Björn segir að hann hafi þá séð
hátt í hundrað viðbragðsbíla á
svæðinu frá lögreglu, sérsveit og
fleiri viðbragðsaðilum. „Sem betur
fer var ég ekki kominn inn í versl-
unarmiðstöðina en ég var á leiðinni
þangað. Hefði ég verið hálftíma fyrr
af stað hefði ég verið inni.“
Ákvað Björn þá að halda til baka
í íbúðina sína en komst að því að
hún var inni á svæðinu sem lög-
reglan var búin að loka af. Ákvað
hann þá að yfirgefa íbúðina og
koma sér út af afgirta svæðinu til
að gæta fyllsta öryggis. „Það var
ekkert vesen að komast út af svæð-
inu en það er ekki hægt að komast
aftur inn fyrir,“ segir Björn.
„Öll í sjokki“
Tvær íslenskar stúlkur voru að
störfum í versluninni Lindex sem er
í Field’s. Að sögn Alberts Þórs
Magnússonar, eiganda Lindex á Ís-
landi og umboðsaðila Lindex í Dan-
mörku, voru stúlkurnar ósærðar en
í miklu áfalli. Verslunarstjóri búð-
arinnar býr í hverfinu og gat því að
sögn Alberts sótt stúlkurnar og far-
ið með þær heim. „Við erum öll í
sjokki og það líður öllum mjög illa
yfir þessu,“ segir Albert.
Sendu samúðarkveðjur
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sendi Dönum samúðarkveðj-
ur í færslu á samfélagsmiðlinum
Twitter og sagði Íslendinga standa
með frændum sínum í Danmörku.
„Hræðilegar fréttir frá Kaup-
mannahöfn í kvöld þar sem manns-
líf tapast vegna óskiljanlegs og til-
gangslauss ofbeldis. Danska þjóðin
er í huga Íslendinga í dag. Við
stöndum með ykkur,“ sagði í færslu
Katrínar.
Þá sendu Margrét Þórhildur
Danadrottning og Friðrik krón-
prins frá sér yfirlýsingu þar sem
þau sendu samúðarkveðjur til fórn-
arlamba, aðstandenda þeirra og
allra þeirra sem urðu vitni að árás-
inni. „Ástandið kallar á samheldni
og umhyggju og viljum við þakka
lögreglu, viðbragðsaðilum og heil-
brigðisyfirvöldum fyrir skjót við-
brögð og árangursríkar aðgerðir,“
sagði í yfirlýsingu konungsfjöl-
skyldunnar.
Stórtónleikum frestað
Tónleikar breska tónlistarmanns-
ins Harry Styles áttu að fara fram í
gærkvöldi í Royal Arena, sem er
rétt hjá Field’s, en þeim var frestað
er allir gestir voru sestir, eða um 20
þúsund áhorfendur. Þó nokkrir ís-
lenskir aðdáendur Styles voru á leið
á tónleikana en lögregla fylgdi gest-
um í neðjanjarðarlestir sem voru
lokaðar öðrum farþegum á meðan.
Tónleikagestum, þeim sem urðu
vitni að árásinni og aðstandendum
þeirra var boðið upp á áfallahjálp.
Að minnsta kosti þrír látnir
- Nokkrir skothvellir heyrðust - 22 ára gamall Dani handtekinn - Líklega einn að verki - Rann-
sakað sem hryðjuverk - Margir Íslendingar á svæðinu - Tvær íslenskar stúlkur við störf í verslun
AFP/Ólafur Steinar Gestsson
Skotárás Mikill viðbúnaður var við verslunarmiðstöðina langt fram eftir kvöldi og girti lögregla af stórt svæði. Field’s er á Amager í suðausturhluta Kaup-
mannahafnar en aðgerðir lögreglu tóku til allrar borgarinnar. Vitnum að árásinni og aðstandendum þeirra var boðið upp á sálfræðiaðstoð í Kastrup.
AFP/Ólafur Steinar Gestsson
Mannfall Þrír létust í árásinni og þrír til viðbótar særðust alvarlega.
Skotárás í Kaupmannahöfn