Morgunblaðið - 04.07.2022, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Öllum ber að
fara að lög-
um og flest-
um þykir það sjálf-
sagt enda eru lögin
eitt helsta límið
sem heldur þjóðfélaginu saman.
Þessi löghlýðni á við um ein-
staklinga og líka svokallaða lög-
aðila, enginn er undanskilinn og
allir eru jafnir fyrir lögunum.
En það hlýtur þó jafnvel að
hvíla sérstök skylda á fyrir-
tækjum og stofnunum í eigu rík-
isins, þeim ber væntanlega enn
frekar en öðrum að gæta sín í
umgengni sinni við lögin. Um
slík fyrirbæri gilda sérstök lög
og meðal slíkra laga eru þau
sem nefnd eru Lög um Rík-
isútvarpið, fjölmiðil í almanna-
þágu, hvorki meira né minna.
Engin önnur ríkisstofnun er
skreytt með slíkri yfirlýsingu,
að hún sé „í almannaþágu“ þó að
aðrar séu vitaskuld einnig ætl-
aðar í almannaþágu. En um
Ríkisútvarpið er gefin sérstök
yfirlýsing um þetta í heiti lag-
anna sem um það gilda, þannig
að það hlýtur að þurfa að gæta
alveg sérstaklega að sér, meðal
annars í því sem snýr að um-
gengni við lögin. En gerir Ríkis-
útvarpið það? Gætir stofnunin
sín sérstaklega að fara að lög-
um? Ekkert bendir til að svo sé,
nema síður sé.
Ríkisútvarpið hefur um ára-
bil og ítrekað orðið uppvíst að
því að brjóta gegn þeim lögum
sem um það gilda. Um þetta
hefur verið fjallað áður hér á
þessum vettvangi, meðal annars
fyrir rúmu ári, og þar sagði: „Í
gær birti Fjölmiðlanefnd
ákvörðun nr. 1/2021 með þeirri
„niðurstöðu að Ríkisútvarpið
ohf. hafi brotið gegn 5. mgr. 41.
gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011
með birtingu auglýsinga í
tengslum við Krakkafréttir,
sjónvarpsþátt sem er ætlaður
börnum yngri en 12 ára og er
sýndur á RÚV.“
Þetta brot, líkt og sum önnur,
virðist stafa af því að Ríkis-
útvarpið telur sjálfsagt að það
dansi almennt á mörkum hins
löglega, sé sífellt að láta reyna á
mörkin í stað þess að taka þá af-
stöðu að vera örugglega réttum
megin laganna, eins og sjálfsagt
er að krefjast af opinberri
stofnun sem árlega fær millj-
arða króna frá skattgreið-
endum.
Önnur nýleg dæmi um brot
Ríkisútvarpsins tengd auglýs-
ingum og kostun eru þegar
Fjölmiðlanefnd komst að þeirri
niðurstöðu að Ríkisútvarpinu
hefði verið óheimilt að fá kostun
á sjónvarpsþátt og sömuleiðis
að því hefði verið óheimilt að
rjúfa þátt með auglýsingum.
Enn fremur hefur Fjölmiðla-
nefnd komist að þeirri niður-
stöðu að Ríkisútvarpið hafi
brotið gegn lögum um hámarks-
magn auglýsinga á hverri
klukkustund.
Loks má nefna –
og er þetta þó fjarri
því tæmandi upp-
talning – að Ríkis-
útvarpið var sektað
vegna „ófullnægj-
andi birtingar gjaldskrár fyrir
auglýsingar og kostanir í
tengslum við heimsmeistaramót
karla í knattspyrnu, HM 2018 á
RÚV“.
Síðastnefnda brotið var mjög
alvarlegt gagnvart öðrum á
markaðnum þó að það hljómi
sakleysislega í niðurstöðu Fjöl-
miðlanefndar. Þá var sektin
sem Ríkisúvarpinu var gert að
greiða smávægileg miðað við
tjónið sem stofnunin olli öðrum
á markaðnum og miðað við þann
ávinning sem hún hafði af lög-
brotinu. Þetta er raunar gegn-
umgangandi með þær sektir
sem lagðar eru á stofnunina,
þær eru það lágar að þær hafa
engin áhrif á brotaviljann.“
Frá því þetta var skrifað hef-
ur Ríkisútvarpið haldið upp-
teknum hætti. Það beitir sér af
hörku í samkeppninni á auglýs-
ingamarkaði eins og sést til
dæmis á því að auglýsinga-
tekjur þess jukust um fjórðung
á milli ára. Þær aðferðir sem
Ríkisútvarpið beitir í þeirri
samkeppni eru óeðlilegar og í
engu samræmi við yfirburða-
stöðu þess í skjóli margra millj-
arða króna ríkisstuðnings, en
þær eru þó líklega að mestu
réttum megin laganna.
En Ríkisútvarpið hefur líka
haldið áfram að brjóta gegn lög-
unum sem um það gilda og verið
sektað fyrir að minnsta kosti
tvö slík tilvik á síðustu mán-
uðum. Í október síðastliðnum
var Ríkisútvarpið sektað fyrir
að hafa brotið „gegn 5. mgr. 41.
gr. laga um fjölmiðla með birt-
ingu auglýsinga beint á undan
dagskrárliðnum Sögur – verð-
launahátíð barnanna,“ og í lið-
inni viku var stofnunin sektuð
fyrir að brjóta „gegn 2. mgr. 7.
gr. laga um Ríkisútvarpið nr.
23/2013 með kostun á þáttunum
Tónaflóð“.
Það hlýtur eitthvað að vera
að hjá ríkisstofnun sem árum
saman hegðar sér með þeim
hætti sem Ríkisútvarpið gerir.
Það leynir sér ekki að mikið
vantar upp á viljann til að fara
að lögum og almennt að gæta
hófs í umgengni sinni á mark-
aði. Engu breytir hverjir valdir
eru til forystu stofnunarinnar
og þá hlýtur vandinn að liggja í
þeirri menningu sem ríkir innan
hennar og því viðhorfi sem þar
er að finna um stöðu stofnunar-
innar. Þar hlýtur almennt við-
horf að vera að stofnunin sé í
raun hafin yfir lög. Þetta er við-
horf sem ekki virðist unnt að
laga með minniháttar aðgerðum
og þá er ekkert annað eftir en
að gera grundvallarbreytingar
á starfseminni og fjármögnun
hennar, eða hreinlega að leggja
stofnunina niður.
Ríkisútvarpið telur
sig hafið yfir lög. Á
því verður að taka}
Virðingarleysi við lögin
N
ú styttist óðum í að stelpurnar
okkar spili sinn fyrsta leik á
Evrópumóti kvenna í knatt-
spyrnu sem fram fer í Bret-
landi. Í tilefni af þátttöku Ís-
lands á mótinu skipuleggur menningar- og
viðskiptaráðuneytið og mennta- og barna-
málaráðuneytið lestrarhvatningarherferðina
Tími til að lesa sem ætluð er fyrir lesendur á
grunnskólaaldri í sumar.
Hvatningin er skemmtileg og innblásin af
þátttöku stelpnanna okkar á EM. Að þessu
sinni snýst lestrarhvatningin um bæði lestur
og sköpun. Börn og foreldrar gera með sér
samning um ákveðinn mínútufjölda í lestri
fyrir hvern leik og hvert mark sem stelpurnar
okkar skora á EM. Þá geta krakkar einnig
tekið þátt í að skapa og skrifa sögu til þess að
senda inn – en sagan þarf að innihalda bolta. Nánari upp-
lýsingar er að finna á vefsíðunni www.timitiladlesa.is.
Mikilvægi lesturs og lesskilnings er ótvírætt. Við höf-
um lagt á það ríka áherslu síðustu ár að bæta læsi, ekki
síst hjá börnunum okkar. Orðaforði og lesskilningur
eykst með auknum lestri og því er ómetanlegt fyrir börn
að lesa, taka glósur og spyrja út í orð sem þau þekkja
ekki. Orðaforði barna skiptir miklu máli fyrir vellíðan og
árangur í skóla og býr þau undir virka þátttöku í sam-
félaginu. Með aukinni menntun eykst sam-
keppnishæfni þjóðarinnar og geta hennar til
að standa undir eigin velferð.
Sumarið er tími samverunnar, útivistar og
leikja en það er mikilvægt að minna á lest-
urinn líka. Það er staðreynd að ef barn les
ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að
þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í
sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þó að það
þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni
eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna
að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför
dugar að lesa aðeins 4-5 bækur yfir sumarið
eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í
um það bil 15 mínútur í senn.
Tími til að lesa er ein leið til þess að hvetja
börn til lesturs en gleymum því ekki að bestu
fyrirmyndir barnanna þegar kemur að lestri
eru foreldarnir. Það er vænlegra til árangurs ef fleiri
taka sér bók í hönd á heimilinu en börnin. Sem fyrr læra
þau það sem fyrir þeim er haft og þess vegna þurfum við
öll að muna eftir því að lesa líka. Setjum lesturinn á dag-
skrá í sumar, samhliða því að hvetja stelpurnar okkar
áfram í Bretlandi með ráðum og dáð.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Tími til að lesa!
Höfundur er menningarráðherra og varaformaður Fram-
sóknar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
F
yrir helgi sögðu danskir
fjölmiðlar af nýfenginni
niðurstöðu svokallaðrar
minkanefndar danskra
stjórnvalda, „Minkkommissionen“.
Fjallaði skýrsla nefndarinnar um
afdrifaríka fyrirskipun forsætisráð-
herrans Mette Frederiksen er lét
þau boð út ganga á blaðamanna-
fundi 4. nóvember 2020 að alla
minka á dönskum minkabúum
skyldi aflífa.
Brást Frederiksen með þessu
við þeim tíðindum að nýtt og skætt
afbrigði kórónuveirunnar, sem þá
geisaði hve gerst, hefði stungið sér
niður í 200 minkabúum landsins og
var óttast að veiran smitaðist frá
minkunum yfir í mannfólk.
Niðurstaða nefndarinnar er
hins vegar að tilskipunin, sem leiddi
til þess að líklega á sautjándu millj-
ón minka var sálgað, hafi verið
„verulega afvegaleiðandi“ auk þess
sem engin heimild reyndist í dönsk-
um lögum fyrir svo umfangsmikilli
aðgerð. Leggur minkanefndin það
til grundvallar í skýrslu sinni að
ráðherra hafi ekki verið kunnugt
um þennan skort á lagaheimild og
ekki áttað sig á honum fyrr en
mörgum dögum síðar.
Tók ekki afstöðu til lögbrots
„Er það því niðurstaða nefnd-
arinnar að yfirlýsing Mette Freder-
iksen á blaðamannafundinum 4.
nóvember 2020 hafi hlutlægt séð
verið verulega afvegaleiðandi en
huglægt hafi henni ekki verið það
ljóst né þar verið um ásetning að
ræða. Í ljósi þessa tekur nefndin
ekki afstöðu til þess hvort um stór-
kostlegt gáleysi hafi verið að ræða,“
segir í niðurstöðukafla skýrslunnar.
Kveður nefndin þar með ekki
upp úr með hvort Frederiksen hafi
gerst sek um brot á góðri ráðs-
mennsku, það er að segja gegn lög-
um sem mæla fyrir um ráðherra-
ábyrgð á embættisverkum. Reynist
svo vera má sækja Frederiksen til
saka fyrir Landsdómi Danmerkur
en áður þyrfti þingið að samþykkja
að rannsókn fari fram sem ákvarð-
ar hvort um slíkt brot sé að ræða.
Ekki er talið líklegt að þingið
blási til þeirrar rannsóknar eftir að
stuðningsflokkar dönsku rík-
isstjórnarinnar, Sósíalíski vinstri-
flokkurinn og Radikale venstre,
lýstu því yfir á laugardaginn að
þeir styddu ekkert það ferli sem
verða mætti til þess að Lands-
dómur kæmi saman vegna minka-
málsins.
Þykir þar með útilokað að
meirihluti fengist í þinginu fyrir
landsdómsrannsókn en hins vegar
lét Sofie Carsten Nielsen, leiðtogi
Radikale venstre, þau orð falla að
flokkur hennar krefðist þess að
danska ríkisstjórnin efni til þing-
kosninga að loknum sumarfríum, í
seinasta lagi þingsetningardaginn 4.
október. Muni flokkurinn að öðrum
kosti leggja fram vantrauststillögu
gegn stjórninni.
Bar af sér sakir
Í skýrslu minkanefndarinnar,
sem er 1.700 blaðsíðna löng, fá tíu
háttsettir embættismenn þungar
ávirðingar vegna minkamálsins.
Þrátt fyrir að Frederiksen hafi beð-
ist formlega afsökunar á þætti sín-
um í málinu sýknaði hún sjálfa sig á
blaðamannafundi sem hún hélt á
föstudag við fimmta ráðherra
dönsku ríkisstjórnarinnar með svo-
felldum orðum:
„Ég legg áherslu á að nefndin
staðfestir það sem ég hef sjálf hald-
ið fram allan tímann, nefnilega það
að mér sem forsætisráðherra hafi
ekki verið kunnugt um að laga-
heimild skorti fyrir fjöldaaflífun.
Ég hef staðið við mína skyldu
gagnvart sannleikanum og ásetn-
ingur minn var í engu að lýsa ein-
hverju yfir sem rangt reyndist.“
Náði ríkisstjórn Danmerkur
samkomulagi í þinginu í byrjun árs
í fyrra um að greiða minkabændum
18,7 milljarða danskra króna, að
núvirði tæplega 349 milljarða ís-
lenskra, í bætur fyrir þær búsifjar
sem þeir máttu þola en danskur
minkaiðnaður hafði um árabil verið
í fremstu röð í heiminum áður en
áfallið reið yfir í nóvember 2020.
Krafa um kosningar
eftir minkaskýrslu
Ekki dugði minna en leyniþjónusta danska hersins
eftir að lögregla gafst upp á að kalla fram förguð
SMS-skilaboð síðla árs í fyrra. Mat minkanefndin það
sem afgerandi þátt í rannsókn sinni að SMS-skeyti,
sem farið höfðu á milli forsætisráðherra og nánustu
samstarfsmanna hennar, yrðu dregin fram í dags-
ljósið.
Taldi nefndin skilaboðin geta varpað ljósi á raun-
verulega vitneskju þeirra sem ákvarðanir tóku um
minkaslátrunina árið áður og lögðu tæknimenn lög-
reglu nótt við dag til að endurheimta þessi gögn af
símakortum, án árangurs.
Þetta tókst loks í janúar í ár en áður hafði Frederiksen forsætisráð-
herra fengið að svara fyrir eyðingu skilaboðanna fyrir þingnefnd.
FÖRGUÐ SMS VANDFUNDIN Í SÍMA RÁÐHERRANS
Mette Frederiksen
Herinn fenginn í málið
AFP/Ritzau/Scanpix/Mads Claus Rasmussen
Svört skýrsla Minkanefndin danska leggur skýrslu sína um stórfellt
minkadráp vegna kórónuveirunnar árið 2020 fram í þinginu á fimmtudag.