Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 Beygja Það þarf stundum að leggja mikið á sig fyrir rétta sjónarhornið við myndatöku merkilegra staða í ferðalögum. Þessi ferðamaður náði líklega ágætri mynd af Hörpu í Reykjavík. Arnþór Birkisson VARSJÁ – Þungavigtarefni sem orðið hefur út undan í um- ræðunni um ófrið Rússa á hendur Úkraínumönnum er flótti Rússa frá fósturjörð sinni. Þrátt fyrir að óhægt sé um vik að meta umfang þess flótta getum við gert því skóna að hann haldi áfram, ekki síst ef Bandaríkjamenn taka að lokka til sín rússneska sér- fræðinga og mynda þann spekileka sem Joe Biden for- seti hefur haft orð á. Útrás Rússa gæti orð- ið veigamikill þáttur í endurreisn Rússlands eftir að Vladimír Pútín yfirgefur sviðið. Hinir brottfluttu geta þó ekki reiknað með opnum örmum Evrópubúa þar sem jafnvel „venjulegir Rússar“ liggja nú undir þungu ámæli. Í raun er andúð þessi þó auðskiljanleg með hliðsjón af því að hin „sérstaka hern- aðaraðgerð“ Pútíns í Úkraínu nýtur greini- lega töluverðs stuðnings meðal almennings landsins, þetta sýna kannanir sem erfitt er að líta fram hjá. Þrátt fyrir vel smurða áróðursvélina í Kreml erum við ekki uppi á fimmta áratug síðustu aldar. Sannleikurinn er innan seilingar hvers þess Rússa sem vill. Þó má draga í efa hvort skoðanakannanir séu þess megnugar að draga raunsanna meiningu rússnesks almennings fram í dagsljósið, jafnvel þær sem hin virta og sjálfstæða Levada-miðstöð stendur að. Í lýðræðisríkjum bjóða skoðanakannanir borgurunum að benda á þá aðila sem hugn- ast þeim og útkoman gefur oftar en ekki glögga mynd af áliti almennings (með ákveðnum skekkjumörkum). En hvernig eigum við að meta könnun sem býður þátt- takendum sínum „val“ á milli stjórnmálamanns með 83 pró- senta fylgi og einskis annars? Rússland hverfur ekki Með því að segja „nei“ gerir þátttakandinn sig að fráviki. Jafnvel þótt þú sért ekki fylgi- spakur Pútín er óvíst að þú kjósir þér þau örlög að vera „á öndverðum meiði við alla hina“ og enn síður fýsir þig ef til vill að gerast svo frakkur við spyril slíkrar könnunar að kasta fram viðkvæmum pólitískum spurn- ingum. Að þessum fyrirvörum gerðum eigum við ekki annars kost en að álykta að Pútín njóti víðtæks stuðnings og þótt sá stuðningur nemi ef til vill ekki 70-80 prósentum gæti hann vel komið frá hálfri þjóðinni. Jafnvel þótt aðeins 10-20 prósent Rússa styddu ekki Pútín eru það engu að síður 14- 28 milljónir manns. Er réttmætt að úthúða slíkum fjölda með fordæmingu rússneskrar þjóðar? Það getur hvorki talist sanngjarnt né pólitísk hyggindi að gera þessa hugs- anlegu bandamenn að óvinum. Hvort sem Rússar fara með sigur af hólmi í þessu stríði eður ei mun landið ekki hætta að vera til. Og það sem meira er, vandinn er ekki sprottinn af hinum eða þessum leiðtoga landsins (hafa þeir í raun verið svo ólíkir í sögulegu tilliti?) eða „venjulegum Rússum“. Vandamálið við Rússland á rætur sínar í stjórnmálamenn- ingu sem býsantíska ríkið og veldi Mongóla skópu að ógleymdu hagkerfi byggðu á hrá- efnisvinnslu. Þessir þættir vinna allir gegn lýðræðinu. Við hvers konar stjórnarháttum eigum við að búast þar sem tekjur almennings byggj- ast á afurðum jarðarinnar og er ráðstafað að geðþótta ríkjandi stjórnvalda? Sé yf- irhöfuð gerlegt að breyta þessari skipan mun það taka mörg ár og krefjast upp- lausnar ríkisins, að öllum líkindum með þjóðernisleg sjónarmið efst á baugi. Slík breyting krefðist enn fremur gerbreytts hugarfars í Vestur-Evrópu sem oft hefur litið af mikilli einfeldni til Rússlands. Gleymum ekki Pólverjum Sjálfsagt væri að brottfluttir Rússar sætu í öndvegi breytinganna, að ákveðnum skil- yrðum uppfylltum. Fyrri tíðar flóttamenn frá Rússlandi eða Sovétríkjunum fyrirlitu veldið en deildu þeirri skoðun að Rússland gæti risið til æðstu metorða. Eðli málsins samkvæmt féll Úkraína þar undir, jafnvel róttæklingar á borð við Aleksandr Solsje- nítsyn og Jósef Brodskí samsinntu því. Sé nýjasti hópur brottfluttra á sömu línu mætti eins fella talið nú þegar. Vesturlönd skyldu þá ekki greiða leið þeirra með nokkrum hætti. En við skulum vona að þeir sem nú flytja á brott séu annarrar skoðunar eða geti séð sig um hönd. Gleymum ekki sögu brott- fluttra Pólverja sem hér má hafa bak við eyrað. Pólverjar héngu á því eins og hundar á roði um árabil að ríki þeirra væri enn það stórveldi sem það var í fyrndinni og drottn- aði enn yfir Litáen, Hvíta-Rússlandi og vestari hlutum Úkraínu. Bentu þeir á að fram til 1939 hefðu Wilno (Nú litáíska höfuðborgin Vilníus) og Lwów (nú úkraínska borgin Lvív) verið innan landamæra Póllands. Þá átti fjöldi Pólverja sér þann draum að endurreisa gamla pólsk- litáíska samveldið sem til var fram að að- skilnaðinum árin 1772-’95. Enn þann dag í dag myndu heiðarlegir Pólverjar játa að þótt þeir séu með böggum hildar yfir sprengjuárásum á Karkív og Kænugarð þyngi eyðilegging sögufrægra bygginga í Lvív þeim enn meir. Kaldur raunveruleiki Eftir síðari heimsstyrjöldina hélt meiri- hluti brottfluttra Pólverja til London og töldu sig hafa tapað sinni réttmætu eign. Margir þeirra töluðu um „Lwów-i-Wilno“ rétt eins og Rússar tala enn um „Krym- nash“ (okkar Krím). Hver sá sem taldi aust- urlandamæri Póllands markast af Bug-ánni var talinn föðurlandssvikari. Hægt og bítandi breyttist þessi hugs- unarháttur þó til betri vegar. Sú breyting hófst í París þar sem lítill hópur í kringum Bókmenntastofnunina og Kultura-tímarit Jerzys Giedroyc hóf upp slagorðið „ULB“ sem stóð fyrir: „Sjálfstætt Pólland mun aldrei fyrirfinnast án sjálfstæðrar Úkraínu, Hvíta-Rússlands og Litáens.“ Ekki stóð hópnum þó ásetningur til að hefja einhverja stjörnum prýdda frjálslynd- ishugsjón til skýjanna. Öðru nær, ULB snerist um kaldan pólitískan raunveruleika. Héldu Pólverjar stríði sínu við löndin milli Þýskalands og Rússlands áfram væri þeim skapað að tapa. Aðeins með samvinnu gætu minni ríki Mið- og Austur-Evrópu seilst eft- ir sjálfstæði. Sá raunveruleiki er nú hryggj- arstykkið í utanríkisstefnu Pólverja (jafnvel með sitjandi þjóðernissinnaða ríkisstjórn við völd) og fólk gæti rétt reynt að gera sér í hugarlund framtíð í hverri „venjulegir Rússar“ tækju þeim hugmyndum fagnandi. Eftir Sławomir Sierakowski » Pólverjar héngu á því eins og hundar á roði um árabil að ríki þeirra væri enn það stórveldi sem það var í fyrnd- inni. Sławomir Sierakowski Höfundur er stofnandi Krytyka Polityczna- hreyfingarinnar og á sæti í utanríkismálaráði Þýskalands. © Project Syndicate, 2022. Rússar á förum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.