Morgunblaðið - 04.07.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
✝
Sólveig Jón-
asdóttir fæddist
í Naustakoti á
Vatnsleysuströnd
11. apríl 1945. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 24. júní
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðríður
Gísladóttir, f. 25.12.
1924, d. 14.12. 2013, og Pálmi
Anton Sigurðsson, f. 17.10. 1921,
d. 27.9. 2014. Uppeldisfaðir Sól-
veigar var Haukur Einarsson, f.
3.12. 1923, d. 3.8. 2007.
Sammæðra systkini Sólveigar
eru Ósk Ásgeirsdóttir, sem lést
5.2. 2020, Gísli Hauksson, Erna
Hauksdóttir og Valdís Hauks-
dóttir.
Samfeðra systkini Sólveigar
eru Ólöf Pálmadóttir, Guðbjörg
Sigríður Pálmadóttir og Snorri
Rúnar Pálmason.
Eiginmaður Sólveigar var
Sturla Snæbjörnsson, f. 21.11.
1945, d. 22.3. 2020. Þau giftust
30.8. 1967 en skildu síðar. For-
eldrar hans voru Pálína Jóns-
dóttir húsfreyja á Grund í Eyja-
firði og Sigurður Snæbjörnsson
ríðar og Sævars eru Bríet Jara, f.
10.7. 2010, Sturla Jörundur Bóas,
f. 21.8. 2013, og Móeiður Ronja, f.
17.6. 2017. 4) Yngveldur Myrra,
f. 16.6. 1979. Dætur hennar eru
Harpa Mjöll, f. 1.2. 2001, og Lotta
Karen, f. 19.3. 2004. Lang-
ömmubarn Sólveigar, dóttir
Hörpu, er Villimey Yrja.
Sólveig gekk í barnaskóla í
Brunnastaðahverfi á Vatnsleysu-
strönd og lauk grunnskólaprófi
þar. Eftir það fór hún í gagn-
fræðadeild Kópavogsskóla og
þaðan í verknám í Brautarholti.
Sólveig fór svo í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og lauk prófi þaðan.
Síðan lá leið hennar til Svíþjóðar
þar sem hún vann á Karolinska
sjúkrahúsinu í eitt ár.
Sólveig vann lengi vel hjá
Flugfélagi Íslands sem hlað-
freyja og síðar á skrifstofunni
þar. Eftir að Sólveig flutti til Ak-
ureyrar gerðist hún dagmamma
og vann svo við verslunarstörf í
mörg ár hjá Amaro. Eftir það
vann hún í mötuneytinu í Slippn-
um í nokkur ár. Sólveig kenndi
einn vetur á Raufarhöfn og einn
vetur í Brekkuskóla sem handa-
vinnukennari. Hún endaði starfs-
ævi sína á dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri þar sem hún starfaði
við félagsstarf íbúa í tuttugu ár.
Sólveig verður jarðsungin frá
Kópavogskirkju í dag, 4. júlí
2022, klukkan 13.
bóndi á Grund í
Eyjafirði.
Sonur Sturlu
fyrst fæddur er
Þórður, f. 2.8. 1967.
Börn Sólveigar
og Sturlu eru:
1) Svandís, f.
24.1. 1968, gift
Hannesi Frímanni
Sigurðssyni. Börn
Svandísar eru
Sturla, f. 11.3. 1984,
d. 19.4. 1984, Eva, f. 1.7. 1986, og
Hanna Dís, f. 6.3. 1989, d. 6.3.
1989. Dætur Svandísar og Hann-
esar eru Helena Rakel, f. 18.8.
1996, og Sólveig Svala, f. 25.5.
1999. Börn Hannesar og stjúp-
börn Svandísar eru Thelma
Sjöfn, f. 22.8. 1984, og Sigurður
Ástvaldur, f. 18.5. 1988. Lang-
ömmubörn Sólveigar, börn
Thelmu, eru Jökull Máni, Almar
Frosti og Amelía Rán og sonur
Evu Valur Sturla. 2) Snorri, f.
12.4. 1969. Börn Snorra eru Lúk-
as Fróði, f. 28.11. 1994, og Ter-
esa Regína, f. 12.12. 2001. 3) Guð-
ríður, f. 10.5. 1978. Í sambúð með
Sævari Sævarssyni. Synir Guð-
ríðar eru Alex Nökkvi Þormar, f.
19.11. 1997, og Patrekur Þór
Þormar, f. 5.7. 1999. Börn Guð-
Elsku mamma, Sólveig Jónas-
dóttir, er dáin, lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans við Hring-
braut 24. júní. Dauðsfall hennar
bar svo brátt að að ég trúi varla að
hún komi ekki aftur, að ég heyri
ekki röddina hennar aftur eða dill-
andi hláturinn.
Mamma var besta mamma í
heimi. Hún var stoð okkar og
stytta og sá ekki sólina fyrir börn-
um sínum, barnabörnum og lang-
ömmubörnum. Mamma var alltaf
stórglæsileg og bar sig svo vel.
Allt lék í höndunum á henni, hún
saumaði á okkur krakkana, prjón-
aði og heklaði og skar út í tré, mál-
aði og ræddi málin við blómin sín
sem blómstruðu allt árið.
Mamma tók lífinu og verkefn-
um þess eins og þau komu fyrir.
Róleg, yfirveguð, létt og kát
mætti hún þeim verkefnum sem
urðu á vegi hennar. Í minningunni
er eins og ekkert hafi komið henni
úr jafnvægi en væntanlega hafa
slíkar stundir verið einhverjar.
Sem lítil stelpa man ég svo vel
eftir því þegar ég var að ræða
málin við mömmu, spyrja hana út
í lífið og tilveruna. Ég var forvitin
og spurul og mamma þreyttist
aldrei á að svara spurningum mín-
um. Hennar faðmur var alltaf til
staðar fyrir mig.
Mamma var listakokkur og
fljót að tileinka sér nýjungar í
matargerð. Hún gerði besta
plokkfisk í heimi og er fræg fyrir
bananatertu sína. Henni tókst að
útbúa dýrindis máltíð úr engu.
Ég man hvað ég hlakkaði til að
koma heim úr skólanum eftir að
við fluttum á Grund því þá var
mamma heimavinnandi. Hún tók
á móti okkur með ilmandi bakk-
elsi þegar við komum heim með
skólabílnum. Mér fannst ég
heppnasta stelpa í heiminum.
Hjá mömmu var endalaust
hjartarými og ég minnist þess að
alltaf var fullt hús af fólki. Hún
tók á móti öllum með opinn faðm-
inn. Á sumrin á Grund voru
frændsystkini okkar í heimsókn,
kirkjusmiðir og aðstoðarfólk og
oft tuttugu manns í mat. Mamma
eldaði kampakát ofan í mann-
skapinn og ekki var að sjá á henni
að þetta væri mikið mál. Manni
fannst mamma alltaf rúlla öllu
upp og allt reyndist henni svo létt
og auðvelt.
Sem fullorðin manneskja í dag
veit ég að sú var ekki alltaf raunin
en þetta sýnir viðhorf mömmu til
verkefnanna. Hún var æðrulaus,
jákvæð og kát og mætti lífinu með
bros á vör.
Mamma var alltaf til í allt. Hún
bara setti á sig varalitinn og var
tilbúin, brosandi og kát. Mamma
kenndi okkur krökkunum að spila
og spiluðum við mikið, bæði
borðspil og alls konar spil.
Mamma og pabbi skildu eftir
rúm tuttugu ár í hjónabandi en
voru alltaf miklir mátar. Þau voru
oft saman á jólum og áramótum
og í fríum með okkur krökkunum
og aldrei upplifðum við annað en
þau stæðu saman í því að hlúa að
okkur barnaskaranum. Þau voru
miklar fyrirmyndir og ég verð
þeim ævinlega þakklát.
Elsku mamma var með margt á
prjónunum og á dagatalið voru
komnar nokkrar ferðir. Ferðalag-
ið varð annað en hún reiknaði
með. Minning um dásamlega
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu lifir með okkur og við
munum halda minningu mömmu á
loft.
Ég elska þig elsku móðir jörð.
Þín elskandi dóttir,
Svandís.
Mig langar að minnast mömmu
minnar sem er erfitt í þessari
rússíbanaferð sem fráfall hennar
er, en svo margt sem ég er þakk-
lát fyrir þrátt fyrir að ég hefði vilj-
að fá miklu meiri tíma.
Mamma var einstaklega glæsi-
leg og góð, hún gerði engan
mannamun á fólki, fylgdist vel
með öllum og gaf sér alltaf tíma
fyrir börnin sín og barnabörn.
Hjá mömmu voru dyrnar opn-
ar fyrir öllum og þar sátum við
systur með vinum okkar öll kvöld
og spiluðum og móðir náttúra oft-
ar en ekki með, hún vissi öll leynd-
armálin. Borðuðum snorrabrauð
og notuðum auðvitað röndótta
ostaskerann því hann var bestur!
Allt var gott hjá mömmu.
Það sem er mér dýrmætast er
að ég bjó hjá henni þegar ég eign-
aðist Alex Nökkva og Patrek Þór.
Ég var þá enn í menntaskóla og
Ægir fyrrverandi sambýlismaður
minn var mikið á sjó og við nýbúin
að kynnast þegar ég verð ófrísk.
Hún var viðstödd báðar fæðing-
arnar og var svo óendanlega mik-
ill styrkur fyrir okkur unga parið.
Góða mamma mín var með mér
þegar ég varð mamma og kenndi
mér svo margt. Ekkert stress og
allt svo auðvelt með henni.
Mömmu fannst gaman að
ferðast og ferðirnar með henni í
seinni tíð eru afar dýrmætar
minningar. Við mamma fórum í
sex vikur til Tenerife yfir jól og
áramót þegar ég var með Móeiði
í fæðingarorlofi, fórum ásamt
Lottu tvær vikur á undan öðrum
fjölskyldumeðlimum og áttum
dásamlegan tíma saman með
krakkana. Ekkert stress þar
þrátt fyrir að ferðast með þrjú
lítil börn og farangurinn eftir því.
Þolinmæðin var smitandi!
Þegar mamma varð sjötug fór-
um við systur með hana í vikuferð
til Tenerife og þar var hlegið frá
morgni til kvölds, pina colada í há-
deginu, hlegið og lesið upphátt úr
óviðeigandi bókum frá Ingu syst-
ur. Ómetanlegt!
Ferðin til Ítalíu með mömmu,
pabba og systkinum okkar er
ógleymanleg, ítalska umhverfið
fór þeim svo vel. Auðvitað stóðu
ræðuhöldin, leikirnir, spilastund-
irnar og hlátrasköllin þar upp úr
að ógleymdri fyrstu og einu sund-
ferðinni með mömmu og pabba.
Þrátt fyrir að mamma byggi á
Akureyri og ég í Reykjavík eydd-
um við miklum tíma saman, hún
kom nokkrum sinnum á ári og
dvaldi hjá okkur Sævari og svo fór
ég mikið norður og var alltaf hjá
henni. Þá var mikið spilað og farið
í dagsferðir. Mamma elskaði að
fara í leikhús, á tónleika og auðvit-
að út að dansa. Hún sat yfirleitt í
ruggustólnum hér hjá mér og
braut saman þvottinn um leið og
hann kom úr þvottahúsinu. Settist
svo niður og spilaði við krakkana
og kallaði mig stormsveip þegar
ég var að ganga frá.
Mikið væri ég til í að fara í bíl-
túr með mömmu og fá okkur lítinn
ís í brauði og kíkja á kaffihús með
henni.
Alex, Patrekur, Bríet Sturla og
Móa sakna ömmu mikið og eru
þakklát fyrir allar dýrmætu
stundirnar með henni og þau ætla
líka að hafa fínna í herberginu
sínu henni til heiðurs (hún minn-
stist alltaf á ef drasl var hjá þeim).
Minningar um þig og mig
og alla mína æsku.
Mín gæfa var að eiga þig
og þína hjartagæsku.
Minning um bestu mömmuna
og ömmuna mun lifa.
Þinn stormsveipur,
Guðríður (Gauja).
Það er oft stutt milli hláturs og
gráts.
Með þessum skrifum mínum
langar mig að minnast Sólveigar
tengdamóður minnar. Ég kynnt-
ist Sólveigu fyrir hartnær þrjátíu
árum þegar við Svandís fórum að
rugla saman okkar reytum. Sól-
veig tók mér afskaplega vel sem
verðandi tengdasyni og aldrei hef-
ur skugga borið á þann vinskap er
til varð.
Við fjölskyldan áttum frábæra
daga saman um þar síðustu helgi
þar sem við fögnuðum stórum
áföngum; tveimur útskriftum
fjölskyldumeðlima úr meistara-
námi.
Sólveig lék á als oddi og fagnaði
hjartanlega með sínu fólki. Var
svo innilega glöð og kát. Hélt
ræðu og naut samverunnar.
Þannig var nefnilega Sólveig. Fé-
lagsvera og lífskúnstner. Sólveig
átti aldrei í erjum við fólk og ef
tekist var á um hluti í kringum
hana var viðkvæðið „eigum við
ekki bara að syngja“ – það nefni-
lega rífst enginn meðan hann
syngur.
Ég verð að viðurkenna að mér
líður eins og andlát Sólveigar hafi
orðið fyrir mistök. Átti ekkert að
gerast. Hún var með fulla dagskrá
fyrir sumarið og svo margt fram
undan sem hún hlakkaði til. En
það er víst ekki spurt að því.
Ég minnist Sólveigar fyrir
hversu mikla rækt hún lagði við
börn sín, barnabörn og barna-
barnabörn, að ógleymdu tengda-
fólki sínu. Hún fylgdist afskap-
lega vel með sínum og því sem
þau gerðu og stefndu að. Hafði á
því mikinn áhuga og var í mjög
góðu sambandi við allt sitt fólk.
Naustakot, ættaróðalið á
Vatnsleysuströnd, var henni hug-
leikið og sambandið við hennar
fólk þar. Sólveig hafði oft sam-
band og við ræddum framfaramál
í kringum húsið og veru ættingj-
anna þar. Allar þær stundir sem
hún átti þar voru henni mikilvæg-
ar og skildu eftir góðar minning-
ar.
Ég met samband okkar Sól-
veigar afskaplega mikils. Við vor-
um góðir vinir og gátum talað um
alla skapaða hluti og alltaf af vin-
skap og virðingu. Ég gat leitað til
hennar ef ég þurfti og hún eins til
mín.
Sólveig var alltaf tilbúin í æv-
intýri. Ef okkur datt í hug að fara
eitthvað var hún alltaf til í að
skella sér með. Bara skella á sig
varalit og í kápuna og var klár
með. Hún elskaði landið sitt og
þótti svo gaman að ferðast og
kynnast nýjum slóðum og nýju
fólki.
Ég sakna Sólveigar og ég veit
að hugur minn á oft eftir að reika í
minningarnar og ég veit að það
eru hamingjuminningar sem ég
mun sækja þangað.
Ég votta allri hennar fjöl-
skyldu, vinum og vandafólki mína
dýpstu samúð.
Hannes Frímann Sigurðsson.
Elsku besta amma kvaddi okk-
ur 24. júní síðastliðinn. Þetta er
ennþá allt svo óraunverulegt og
við trúum því varla að hún sé farin
frá okkur. Amma var ein besta
kona sem fyrirfinnst, hún var allt-
af svo glöð og taldi hún að besta
lausnin við flestum vanda væri að
byrja að hlægja af því að á end-
anum byrjar maður alltaf að
hlæja í alvöru. Við munum svo vel
eftir því í 70 afmælinu hennar að
hún tók alla gesti í hláturjóga og
það endaði vissulega með hlátra-
sköllum. Það var svo ömmu líkt.
Henni þótti vænt um alla og
það sýndi hún með góðmennsku
sinni. Við vorum fjögur frænd-
systkini sem fórum á skíðanám-
skeið til ömmu norður á Akureyri
og eftir hvern einasta dag var hún
tilbúin með heitt fótabað og nið-
urskorin epli. Hún dekraði svo við
okkur og eldaði alltaf fyrir okkur
þegar við komum til hennar. Hún
gerði besta plokkfisk í heimi og
skólastjórasúpan hennar lagaði
allt kvef.
Amma var líka rosaleg spila-
kona og var alltaf til í að spila við
okkur. Henni þótti skemmtilegast
að spila við okkur vist sem við fjöl-
skyldan spilum mikið saman en
enginn gat unnið ömmu og afa.
Það var ótrúlegt hvað amma sá
alltaf það góða í öllu og gat gert
hvaða aðstæður sem er skemmti-
legar og eftirminnilegar. Við
munum sérstaklega eftir því þeg-
ar við vorum á leiðinni á Kópasker
með ömmu og vinkonu hennar,
það flaug gæs fyrir bílinn okkar
og hausinn flaug af. Við systur
auðvitað hágrétum og héldum að
gæsin væri enn á lífi en amma sá
sko tækifæri og tók gæsina með í
kvöldmat. Hún gerði þetta atvik
að einni af okkar uppáhaldsminn-
ingum og sögu sem við hlæjum
ennþá mikið að í dag.
Amma var ótrúlega handlagin
og vann lengi á Dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri þar sem hún leið-
beindi íbúum við handavinnu. Þar
fengum við barnabörnin að
spreyta okkur í allskyns list. Við
gerðum hjá henni koddaver, lærð-
um að prjóna og að gera krossa
fyrir bílabænir sem við eigum enn
þann dag í dag.
Það sem amma kenndi okkur
þó helst er að stressa okkur ekki á
litlu hlutunum og týna sér ekki í
áhyggjum. Í staðinn kenndi
amma okkur að horfa alltaf á já-
kvæðu hliðar lífsins og það mun-
um við sko leggja okkur fram um
að gera. Við elskum þig svo mikið,
elsku amma, og við söknum þín
svo sárt. Við erum ekki tilbúnar til
þess að kveðja þig en eins og þú
kenndir okkur þá munum við
minnast þín með bros á vör og
hlátur í hjarta.
Þínar dótturdætur,
Helena Rakel og Sólveig
Svala Hannesdætur.
Ég sit hér og horfi á son minn,
sem sefur við hliðina á mér, og
trúi ekki að ég sé að skrifa minn-
ingargrein um ömmu mína.
Amma var dásamleg og vildi gera
allt fyrir fjölskyldu sína og þegar
ég hugsa til baka þá var það ekki
oft sem hún sagði nei við okkur
barnabönin þegar við báðum hana
að gera hitt og þetta með okkur.
Amma var þessi týpíski „já-ein-
staklingur“, sem reyndi alltaf að
sjá það besta í hlutunum.
Amma vann mestan hluta ævi
sinnar á Hlíð á Akureyri og sá um
handavinnuna í lengri tíma. Þegar
ég var lítil eyddi ég miklum tíma
með henni fyrir norðan og oftar
en ekki föndruðum við alls konar
hluti, sem ég á enn þann dag í dag,
og þykir mér mjög vænt um þá.
Ömmu fannst rosalega
skemmtilegt að spila og hún elsk-
aði vist. Við fjölskyldan spiluðum
oft vist saman yfir jólahátíðina og
ég man að amma og afi voru oft
saman í liði, þrátt fyrir að hafa
verið skilin í 30 ár, og hlógu mikið,
og þá bæði að og með hvort öðru.
Ég brosi bara og er handviss um
að þau séu að spila vist núna og afi
er bókað að taka heilu á nólóspil
og amma fussandi með bros á vör.
Það er margt sem gerði ömmu
að þeirri stórkostlegu konu sem
hún var, en ég er 100% viss um að
hún hafi verið veðurguð. Konan
gat sagt fyrir um rigningu þegar
það rétt sást í tvö ský á himni og
eftir eina veðurspána byrjaði ég
að kalla hana ömmu Storm. Hún
hló mikið að þessu gælunafni og
fannst mér alltaf gaman að tala
við ömmu um veðrið.
Við amma vorum ekki bara
amma og barnabarn, heldur vor-
um við vinkonur, og heyrðumst
mjög reglulega til að slúðra,
skiptast á fréttum og kvarta yfir
hinu og þessu. Það sem mér þykir
vænst um við símtölin okkar var
að við heilsuðumst alltaf eins og
kvöddumst alltaf eins. Ég byrjaði
á að segja „hæ gamla“, þá hló hún
iðulega og sagði svo „hæ unga“,
og þegar við kvöddumst enduðum
við alltaf báðar á að segja „love
you“ – „love you“ og svo „bæ“ –
„bæ“. Þegar ég heyrði í ömmu á
sjúkrahúsinu voru þetta einmitt
síðustu orðin sem við sögðum
hvor við aðra og það gleður mig
meira en orð fá lýst.
Stormur, ég elska þig fast og
mikið og lofa að láta Hörpu kenna
mér uppskriftina að plokkfiskin-
um þínum. Ég lofa að reyna að
horfa á björtu hliðarnar og taka
lífinu brosandi.
„I love you, bæ.“
Eva Jóhannsdóttir.
Margar minningar leita á hug-
ann er við kveðjum hana Sólveigu
frænku okkar, yndisleg, falleg og
ljúf kona. Hún var fædd og uppal-
in í Naustakoti á Vatnsleysu-
strönd. Þar ólst hún upp ásamt
Ósk systur sinni. Henni þótti allt-
af vænt um Naustakotið og var
alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað
stóð til. Fjaran var þeirra leikvöll-
ur þar sem vaðið var í sjónum,
tíndar skeljar og fylgst með er
karlarnir komu úr róðri. Hjálpað
var til við heyskap og leikið í hlöð-
unni. Ég man er Sólveig var ung-
lingsstúlka og gekk í Kópavogs-
skóla, dvaldi þá hjá okkur í
Vallartröðinni í tvo vetur, hún var
alltaf svo flott og fín. Mikill vin-
skapur var á milli Sólveigar og
fjölskyldunnar í Vallartröðinni.
Það var margt sem Sólveig gerði.
Ung stúlka fór hún til Svíþjóðar til
að vinna, kom svo heim siglandi
með Gullfossi og við tókum á móti
henni á hafnarbakkanum. Hún
kom heim með græjur og með
plötur með Sven Ingvars sem
voru spilaðar í gegn í Austurgerð-
inu. Það var alltaf gleði í kringum
hana.
Sólveig var mjög myndarleg í
höndunum og dugleg að sauma á
sjálfa sig og aðra, alltaf var hún að
búa eitthvað til og gefa fjölskyld-
unni. Jónsmessan var mikil hátíð
hjá Naustakotsfjölskyldunni þar
sem fólk hittist og átti góðar
stundir saman. Við eigum margar
góðar minningar um systurnar
Sólveigu og Ósk frá þessum hátíð-
um. Nú eru þær báðar farnar. Við
þökkum fyrir allar góðu og
skemmtilegu samverustundirnar
og fyrir allt það sem Sólveig gerði
fyrir Naustakot. Það var alltaf
notalegt að vera með henni.
Hennar verður sárt saknað. Inni-
legar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guðný Dóra
Ingimundardóttir.
Mín kæra vinkona Sólveig Jón-
asdóttir er fallin frá, blessuð sé
minning hennar.
Okkar fyrstu kynni voru fyrir
um 15 árum þegar Gauja tengda-
dóttir mín kom með hana í heim-
sókn, upp frá því eignaðist ég dýr-
mæta vinkonu.
Það var ekki hægt að koma til
Akureyrar nema koma til Sollu í
kaffi eða borða ís svo eitthvað sé
nefnt, alltaf gott faðmlag og svo
velkomin, spjallað um heima og
geima hvort sem það voru ömmu-
börnin okkar, ástandið í þjóð-
félaginu, hvar við ólumst upp…
það var alltaf nóg að tala um.
Ein af dýrmætustu minningun-
um er úr Kjarnaskógi þegar við
vorum þar með góðum vinum okk-
ar, Jórunni og Páli (sem er fallinn
frá). Þá buðum við Sollu, Gauju og
ömmubörnum okkar í mat, lamb-
asteik með öllu eins og sagt er,
þarna komust þær að því Solla og
Jórunn að góð vinkona Jórunnar
er hálfsystir Sollu, sem varð að
miklu og góðu spjalli. Þetta var
svo skemmtilegt kvöld sem mun
lifa í minningunni.
Hún var svo dýrmætur per-
sónuleiki, yndisleg mamma,
amma sem gat spilað endalaust
við barnabörnin sín, tók þátt í öll-
um gleðistundum með öllu sínu
fólki og alltaf stutt í gleðina og
hláturinn, þó svo hún glímdi við
alls konar veikindi.
Oftast sat hún með prjóna, sem
varð svo að húfum, treflum og
fleiru, og þó svo hún væri með litla
sjón var ekki gefist upp, það lýsir
henni best.
Það er hægt að rifja upp enda-
laust af dýrmætum minningum
sem ég er þakklát fyrir í hjarta
mínu.
Hafðu þökk fyrir allt elsku
besta Sólveig mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín vinkona,
Hrafnhildur Þórs Ingvadóttir,
Guðmundur Hall Ólafsson.
Sólveig Jónasdóttir