Morgunblaðið - 15.07.2022, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þetta er einfaldlega liður í því að
tryggja enn frekar ásamt öðru að
Bandaríkin séu í stakk búin til þess
að standa við skuldbindingar sínar
gagnvart Íslandi
í samræmi við
varnarsamning-
inn á milli land-
anna,“ segir
Hjörtur J. Guð-
mundsson, sagn-
fræðingur og
alþjóðastjórn-
málafræðingur, í
samtali við
Morgunblaðið.
Auglýsing frá
Ríkiskaupum birtist í fjölmiðlum á
miðvikudaginn fyrir hönd utanrík-
isráðuneytisins og varnarmálasviðs
Landhelgisgæslunnar þar sem vak-
in var athygli á upplýsingabeiðni „í
tengslum við fyrirhugað útboð á
byggingu vöruhúsa fyrir bandaríska
flugherinn á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli“. Hefur flugher-
inn óskað eftir framlagi upp á 94
milljónir bandaríkjadala á fjárlög-
um næsta árs vegna fram-
kvæmdanna eða sem nemur tæp-
lega 13 milljörðum íslenskra króna.
Hjörtur hefur meðal annars
fjallað um fyrirhugaðar fram-
kvæmdir, sem á ensku kallast
Deployable Air Base Systems – Fa-
cilities, Equipments and Vehicles
(DABS-FEV), í skrifum sínum um
varnarmál, en hann sérhæfði sig
meðal annars í öryggis- og varn-
armálum í meistaranámi sínu í al-
þjóðasamskiptum.
Varanleg viðvera ekki stefnan
Nokkuð hefur verið rætt um það
að undanförnu í umræðum um
varnarmál Íslands hvort þörf sé á
varanlegri viðveru varnarliðs hér á
landi, líkt og raunin var fram til
ársins 2006 þegar Bandaríkjamenn
lokuðu varnarstöðinni á Keflavík-
urflugvelli, í ljósi stríðsins í Úkra-
ínu og vaxandi hernaðarlegra um-
svifa Rússa í Norður-Atlantshafi.
Hjörtur segir að mikilvægt sé að
opin og hreinskilin umræða eigi sér
stað um öryggis- og varnarmál
þjóðarinnar. Hann bendir hins veg-
ar á að bæði íslenskir og bandarísk-
ir forystumenn hafi ítrekað lýst því
yfir að engin áform séu um var-
anlega viðveru varnarliðs hér á
landi. Ekki sé heldur stefnt að
henni með fyrirhuguðum fram-
kvæmdum.
„Hins vegar liggur fyrir að
Bandaríkjamenn eru samkvæmt
varnarsamningnum við Ísland
skuldbundnir til þess að sjá til þess
að ávallt sé hér á landi nauðsyn-
legur búnaður svo tryggja megi
varnir þess á hverjum tíma í sam-
ráði við íslensk stjórnvöld. Þar
verður eðli málsins samkvæmt að
horfa til allra mögulegra sviðs-
mynda.“
Kæmi þannig upp sú staða á ein-
hverjum tímapunkti í framtíðinni að
nauðsyn væri talið á tímabundinni
viðveru varnarliðs hér á landi til
lengri eða skemmri tíma, til þess að
tryggja öryggi Íslands, yrðu
Bandaríkin vitanlega að vera undir
það búin. Hjörtur bendir á að slíkar
aðstæður gætu hæglega komið upp
með skömmum eða jafnvel engum
fyrirvara og svigrúmið til þess að
bregðast við verið í samræmi við
það.
Búnaður verði til staðar
Fyrirhuguð uppbygging snúist
þannig einfaldlega um það að
standa við umræddar skuldbinding-
ar. Bandaríkjamenn hafi nýtt þetta
úrræði víðar í heiminum þar sem
ekki sé gert ráð fyrir varanlegri
viðveru. Lykilatriðið sé að tryggja
að nauðsynlegur búnaður, sem ann-
ars tæki mikla fyrirhöfn að flytja til
landsins, sé þegar til staðar í
geymslum á staðnum.
Meðal þess búnaðar sem gjarnan
sé um að ræða séu slökkviliðsbif-
reiðar, sjúkrabifreiðar, eldsneytis-
bifreiðar, lyftarar og það sem nauð-
synlegt sé til þess að hægt sé að
koma t.a.m. upp sjúkraaðstöðu og
mötuneyti. Ekki sé hins vegar um
að ræða vopn eða skotfæri. Hver
pakki, eða „kit“ á ensku, sé annars
sniðinn út frá aðstæðum á hverjum
stað.
„Það má líkja þessu við mikilvægi
brunahana þegar hættan á eldsvoða
er annars vegar. Það er vitanlega
talsvert seint í rassinn gripið að
fara að koma slíkum búnaði upp
þegar allt stendur í ljósum logum.
Þá skiptir auðvitað öllu að geta
brugðist hratt og örugglega við.
Um það snúast þessar fyrirhuguðu
framkvæmdir fyrst og síðast.“
„Má líkja þessu við brunahana“
- Ríkiskaup auglýsa fyrirhugað útboð á byggingu vöruhúsa fyrir bandaríska flugherinn á öryggis-
svæðinu á Keflavíkurflugvelli - Alþjóðastjórnmálafræðingur kallar eftir opinni umræðu um varnarmál
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Risar Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um að flytja bandaríska landgönguliða til og frá
landinu á heræfingu sem haldin var árið 2018. Síðan þá hafa margar heræfingar verið haldnar hér á landi.
Hjörtur J.
Guðmundsson
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Sólheimar eru vagga lífrænnar
ræktunar og brautryðjendur á því
sviði. Þeir hafa verið það í 92 ár og
verða hér eftir sem hingað til. Það
hefur aldrei verið í myndinni að
hætta lífrænni framleiðslu hér á Sól-
heimum,“ segir Kristín Björg Al-
bertsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
Sólheima í
Grímsnesi.
Guðmund Ár-
mann Pétursson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri
Sólheima, skrif-
aði aðsenda grein
sem birtist í
Morgunblaðinu
13. júlí. Þar segir
hann að Sólheimar séu að hætta líf-
rænni ræktun og bætir við: „Rækt-
un getur ekki talist lífræn nema
vottuð sé.“ Þess má geta að Guð-
mundur situr í stjórn Vottunarstof-
unnar Túns.
Kristín telur að tilefni greinar
Guðmundar sé að aðalfundur Sól-
heima samþykkti í vor að heimila
notkun á svokölluðum sveppamassa
til áburðar.
„Sveppamassi er íslensk fram-
leiðsla. Þetta er lífrænn áburður
sem er framleiddur úr hænsnaskít
og mómold. Vottunarstofan Tún hef-
ur ekki viðurkennt þennan áburð.
Því munum við fara úr vottunarferli
Túns,“ segir Kristín. Hún segir að
margir framleiðendur lífrænna mat-
væla séu hættir viðskiptum við Tún.
Þörf fyrir meiri áburð
„Þessi sveppamassi var notaður
hér á Sólheimum alveg til 2015 þeg-
ar hann féll ekki að skilyrðum Vott-
unarstofunnar Túns. Við sáum okk-
ur knúin til að nota meiri áburð til að
auka framleiðsluna. Notkun sveppa-
massa hefur gefist vel í ræktun og
því var ákveðið að hefja aftur notkun
hans. Þetta verður eftir sem áður líf-
ræn framleiðsla,“ segir Kristín.
Notkun sveppamassans er ekki haf-
in á Sólheimum og því eru allar
vörur frá þeim enn vottaðar af Túni.
Á Sólheimum eru aðallega rækt-
aðar nokkrar tegundir af tómötum
en einnig paprikur, eggaldin, agúrk-
ur og fleira. Vörurnar eru
seldar í nokkrum versl-
unum Bónuss á Suð-
vesturlandi og einnig í
verslunum Samkaupa
og Fjarðarkaupum.
Ræktun á á vínberj-
um og jarðarberjum
er að hefjast. Auk
þess eru ræktaðir
garðávextir sem
eru notaðir í mötu-
neyti Sólheima.
Áfram lífræn ræktun á Sólheimum
- Aðalfundur samþykkti að nota aftur sveppamassa til áburðar líkt og lengi var gert á Sólheimum
- Lífrænn áburður en ekki vottaður - Því mun framleiðslan ekki lengur fá vottun frá vottunarstofu
Ljósmynd/solheimar.is
Sólheimar Á Sólheimum er vagga lífrænnar ræktunar og ræktuð eggaldin, tómatar, agúrkur og fleira.
„Ef svepparotmassi er byggður
á hráefnum sem eru leyfileg
samkvæmt reglugerðum þá er
heimilt að nota hann við lífræna
ræktun,“ segir Gunnar Á. Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Vott-
unarstofunnar Túns. „Ef hann
inniheldur hins vegar hráefni úr
starfsemi sem ekki er heimilt
að nota þá er ekki unnt að nota
hann.“
Gunnar segir að það hafi ekki
verið rannsakað alveg upp á síð-
kastið hvað er í rotmassanum.
Hann segir að hluti af hráefni
sem er notað til að búa til þenn-
an annars ágæta svepparot-
massa komi frá stórbúum í
kjúklingaframleiðslu þar sem
þéttleiki fugla er umfram evr-
ópsk viðmið um lífræna fram-
leiðslu. Gunnar segir það vera
tilgreint í reglugerðum hvaða
hráefni og áburðarefni má
nota við framleiðslu á
lífrænum áburði, þar
á meðal efni frá
hefðbundnum bú-
skap.
„En innihalds-
efnin mega ekki
vera frá verk-
smiðjubúskap. Við
förum bara eftir
Evrópureglugerð-
um,“ segir Gunnar.
Ekki er sama
hvaðan inni-
haldið kemur
VOTTUNARSTOFAN TÚN
Gunnar Á.
Gunnarsson
Kristín Björg
Albertsdóttir
Morgunblaðið/RAX
Grímsnes Fallegt á Sólheimum.