Morgunblaðið - 15.07.2022, Page 10

Morgunblaðið - 15.07.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Guðni Einarsson Sigurður Bogi Sævarsson Í Hafnarfirði er nú, rétt eins og á höfuðborgarsvæðinu öllu, mikil eftir- spurn eftir lóðum undir íbúðarhús. Fyrirspurnir eru margar og sam- kvæmt því þarf að halda vel á spöð- unum í allri skipu- lagsvinnu, sam- kvæmt svörum sem fengust frá Hafnarfjarðarbæ. Uppbygging er til dæmis langt komin í Skarðs- hlíðarhverfinu og Vallahverfið orðið fullbyggt. Áætlað er að á Völlumum, í Skarðshlíð og Hamranesi verði um 15 þúsund íbú- ar. Nýju hverfin rjúka upp „Hamraneshverfið er langt á veg komið og gengur mjög vel að byggja þar,“ segir Valdimar Víðisson, for- maður bæjarráðs Hafnarfjarðar og verðandi bæjarstjóri síðar á kjör- tímabilinu. Meðal annars er Bjarg íbúðafélagið að byggja þar 150 íbúðir og er áætlað að hluti af þeim verði kominn í notkun um næstu áramót. Nýr grunnskóli í Hamranesi er á teikniborðinu og á hann að taka við nemendum úr hverfinu. „Ásland 4 er næsta íbúðasvæði sem verður úthlutað. Þar er gert ráð fyrir einbýlis- og parhúsum, rað- húsum og litlum fjölbýlishúsum með sérinngöngum og lítilli sameign. Undirbúningsvinna stendur yfir og ég á von á að við getum byrjað að út- hluta þar í haust,“ segir Valdimar. Gert er ráð fyrir að í Áslandi 4 verði um 550 íbúðir og fjöldi íbúa er áætlaður um 1.400. Hverfið verður í suðurhlíðum Ásfjalls og blasir því við sólu. Áhersla verður lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæð- um eða trjábeltum. Í þeim verða göngustígar og fjöldi trjáa mun mynda gott skjól. Hin nýja Ásvalla- laug er ekki mjög langt frá þessu nýja hverfi. Vatnshlíð er nýtt hverfi sem verð- ur byggt upp í framhaldi af Áslandi 4. Vatnshlíðarhverfið mun liggja aust- an við nýju Ásvallabrautina og norð- an við Hamraneshverfið. „Vatnshlíð er síðasta nýja bygg- ingarlandið fyrir íbúðabyggð sem Hafnarfjörður hefur yfir að ráða,“ segir Valdimar. „Við áætlum að þeirri uppbyggingu verði lokið fyrir árið 2040. Þess vegna er mjög mik- ilvægt að svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins verði tekið upp til þess að Hafnarfjörður fái nýtt bygging- arland. Það þarf að gera sem allra fyrst. Við þurfum að líta á allt höf- uðborgarsvæðið sem eina heild.“ Mikil ásókn í iðnaðarlóðir Mjög mikið er spurt um lóðir fyrir atvinnustarfsemi í Hafnarfirði. Hellnahverfið syðst í bænum er í blómlegri uppbyggingu, að sögn Valdimars. „Það hefur tekist ljóm- andi vel síðustu ár að úthluta at- vinnulóðum og fá fyrirtæki til að byggja upp starfsemi sína hér í Hafnarfirði,“ segir Valdimar. „Meiri- hlutinn í bæjarstjórn hefur ákveðið að stofna starfshóp sem fær það verkefni að móta stefnu um atvinnu- lóðir í bænum. Til dæmis hvers konar starfsemi á að vera á hinum ýmsu at- vinnusvæðum. Þessi vinna á að fara af stað núna í haust.“ Svipur er nú að komast á upp- byggingu á svonefndum Dvergsreit undir Hamrinum í Hafnarfirði. Í byggingum þar, sem nú eru í smíð- um, verða 23 íbúðir í lágreistu fjöl- býli, sem reiknað er með að fari í sölu fljótlega. Fyrirtækið GG-verk byggir á svæðinu eftir þeirri áherslu að tengja með fallegum hætti nýja byggð við hina eldri. Ný hús tengd við eldri byggð Við mótun og hönnn er leitast við að fella húsin að aðliggjandi byggð við Suðurgötu, Lækjargötu og Brekkugötu viðvíkjandi stærðar- hlutföllum, formum og efnisvali. Deiliskipulag svæðsins hefur raunar það inntak að endurheimta fyrra yf- irbragð svæðsins. Einnig liggur fyrir samþykkt skipulag Hafnarfjarðarbæjar um byggingar á þéttingarsvæðum í bæn- um, hvar verða um 4.000 íbúðir þar sem gert er ráð fyrir um 10.000 íbú- um. Þarna eru undir svæði við Flata- hraun, Flensborgarhöfn, á Ásvöllum, Hjallabraut, Setberg og Suðurgötu, svo nokkrir staðir séu nefndir. Mikið byggt í Hafnarfirðinum - Um 15.000 íbúar í Vallahverfi, Skarðshlíð og Hamranesi fullbyggðum - Áslandi 4 úthlutað í haust - Vatnshlíð síðasta lausa byggingarlandið fyrir íbúðir - Mikið spurt um lóðir fyrir atvinnuhúsnæði Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Dvergsreitur Í miðbænum eru í smíðum 23 íbúðir í lágreistum fjölbýlishúsum sem taka mið af eldri byggð. Reiknað er með að þær fari fljótlega í sölu. Skarðshlíð Þar eru einbýlishús, parhús, fjölbýlishús og nýr skóli. Uppbygging er mjög langt komin. Hamraneshverfi Þar byggir m.a. Bjarg íbúðafélag 150 íbúðir og verður hluti þeirra tekinn í notkun á þessu ári. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Valdimar Víðisson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra, varð í hádeginu í gær fyrst til þess að kaupa bjór beint frá brugghúsinu Smiðjunni í Vík í Mýr- dal. Smiðjan var fyrsta brugghús landsins sem fékk í hendurnar leyfi til þess að selja bjór á framleiðslu- stað í samræmi við breytt lög um smásölu áfengis. „Þetta er stórmerkilegur dagur. Það hefur verið óleyfilegt í 110 ár að annað en ríkið geti selt almenn- ingi áfengi og fyrir okkur er þetta stórt skref,“ sagði Sveinn Sigurðs- son, einn stofnenda Smiðjunnar, við mbl.is í gær. Áslaugu Örnu var boðið þar sem hún var fyrst til að leggja fram frumvarp um breytingu á smásölu áfengis. Bjórinn sem hún keypti ber heitið „Er of snemmt að fá sér?“ „Er of snemmt að fá sér“ - Áslaug Arna keypti fyrsta bjórinn beint af Smiðjunni í Vík Bjór Áslaug Arna keypti í gær fyrstu bjórkippuna af eigendum Smiðjunnar í Vík í Mýrdal, Þóreyju Richard Úlfarsdóttur og Sveini Sigurðssyni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.