Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 11

Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 11
BAKSVIÐ Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is „Þetta var draumur sem breyttist fljótt í martröð,“ segir erlendi starfs- maðurinn, sem vann mánaðarlanga vinnu fyrir Hótel Jazz í Reykja- nesbæ án þess að fá greidd nein laun, í samtali við Morgunblaðið. Hann segist hafa unnið myrkranna á milli og í kjölfarið verið kastað út á göt- una. Maðurinn hefur sterkan grun um að fleiri starfsmenn hjá hótelinu séu í svipaðri ef ekki verri stöðu en hann og bætir við að hann hafi orðið var við fólk á hótelinu sem hann grunar að fái ekki greidd laun. Starfsmað- urinn er breskur karlmaður á miðjum aldri. Hann er fyrrverandi atvinnumaður í golfi og var áður trú- lofaður íslenskri konu. Hann sagði sögu sína í samtali við Morgunblaðið, en vildi að svo stöddu ekki koma fram undir nafni. Svik eftir 20 ára vináttu Maðurinn segist vera í algjöru áfalli eftir liðna atburði. Hann hafi aldrei búist við því að dvöl sín á Ís- landi myndi enda svona. Breski maðurinn og rekstraraðili Hótel Jazz voru ágætir vinir áður og kynntust í Danmörku fyrir 20 árum. Hafði breski maðurinn beðið eftir að geta komið til Íslands til þess að vinna og hefja nýtt líf. Segist hann hafa haft samband við rekstraraðila hótelsins sem bauðst til að borga flug fyrir hann til Íslands. Þegar hann var kominn til Íslands krafðist hann þess að fá samning til að skrifa undir en rekstraraðilinn hunsaði fyrirspurnir hans ítrekað. Upphaflega átti breski maðurinn að vinna sem rekstrarstjóri veitinga- staðarins á Hótel Kirkjufelli, sem hét áður Hótel Framnes í Grundarfirði, en var tilkynnt með stuttum fyrir- vara að það væri búið að færa hann í almenn störf á Hótel Jazz. Hótel Framnes komst í fréttir árið 2016 fyrir sambærilegt mál. Að sögn mannsins vann hann stanslaust á Hótel Jazz. „Ég vann frá átta um morguninn langt fram á kvöld og vann alla daga mánaðarins fyrir utan einn dag. Ég tók á móti gestum, sá um morgunmatinn, þreif herbergi og fleira.“ Hann segir að ef miðað sé við lág- markskjör skuldi hótelið honum minnst 830 þúsund krónur fyrir vinnu sína en hann hafi ekki séð einn eyri. Rekstraraðili hótelsins útbjó aldr- ei samning, tilkynnti honum ekki hversu mikið hann myndi fá greitt og kom sér undan öllum spurningum, skilaboðum og símtölum breska mannsins varðandi kjaramál. Hótaði honum lífláti Eftir mánuð af vinnu krafðist breski maðurinn þess að fá eitthvað greitt frá hótelinu en það skilaði eng- um árangri þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. „Þá sendi hann einhvern mann til mín með umslag með 23 þúsund krónum í og kreditkorti,“ seg- ir maðurinn sem segist ekki hafa þor- að að nota kortið til að byrja með því hann var hræddur um að það væru brögð í tafli. „Ég vildi ekki nota kortið því þá gat hann farið til lögreglunnar og sagt að ég hefði stolið því.“ Að hans sögn braut rekstraraðili hótelsins hvert loforðið á fætur öðru. Þessi svik náðu hápunkti í byrjun júlí þegar rekstraraðilinn tilkynnti starfs- manninum að það væri búið að leigja út herbergið sem hann dvaldi í. „Hann sagði við mig að ég þyrfti að pakka öllu dótinu mínu á stundinni og koma mér út.“ Í kjölfarið sótti rekstraraðilinn manninn á hótelið. „Þá sagði ég að hann yrði að borga mér en hann reyndi alltaf að breyta um umræðu- efni. Síðan spurði hann mig hvort ég gæti þá ekki farið aftur til Englands.“ Bretinn segir að hann hafi neitað að fara í flug og þá hafi rekstrarað- ilinn snöggreiðst og sakað Bretann um fleipur. „Hann öskraði á mig: „Þú sem átt að vera vinur minn, ég drep þig!““ Eftir morðhótunina tilkynnti rekstraraðilinn honum að það væri ekki til neitt herbergi fyrir hann til að gista í og sagðist ætla að reyna að koma honum inn á herbergi á spítala sem hann hafði sjálfur dvalið á fyrir nokkru. Breski maðurinn lét ekki bjóða sér það. Neyddist hann í kjöl- farið til að gista á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur sem hann greiddi fyrir úr eigin vasa. Eftir það hafði rekstraraðilinn engin sam- skipti við Bretann fyrir utan að reyna aftur að koma honum í flug til Englands. Mögulega tilkynnt sem mansal Segist hann varla eiga nægan pen- ing eftir til þess að greiða fyrir mat og að hann hafi þurft að selja tölu- vert af eigum sínum til að lifa af. „Ég kom til þess að vinna mikið en þetta hefur verið algjör martröð. Hann eyðilagði draum minn, þetta var draumur sem breyttist fljótt í mar- tröð,“ segir viðmælandi blaðsins. Guðbjörg Kristmundsdóttir, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, segir við Morgun- blaðið að hún hafi náð í rekstraraðila Hótel Jazz eftir linnulausar tilraunir. „Ég var búin að hringja í hann og senda honum svona 20 tölvupósta.“ Hún segir málið því komið í farveg hjá verkalýðsfélaginu en ef ekkert gerist verði málið tilkynnt lögregl- unni sem mögulegt mansal. Að mati breska mannsins er hann líklega ekki eini starfsmaðurinn til að vera notaður á þennan máta. Hann segir að á tíma sínum hjá hót- elinu hafi hann orðið var við fjölda fólks sem kom og fór og var að hans mati líklegast annaðhvort að vinna launalaust fyrir hótelkeðjuna eða aðra staði. „Það er mansalsfnykur af þessu öllu saman. Mig grunar að hann borgi flug fyrir fólk og flytji það til landsins til þess að vinna. Ég veit að það eru hjón á hótelinu í Grundarfirði sem þrífa öll 29 her- bergin og útbúa síðan kvöldmat fyrir alla gestina,“ segir Bretinn. Hann grunar að margir hafi að- eins fengið greitt með hlutum sem rekstraraðilinn keypti í nafni hótels- ins. Hann segir rekstraraðilann þekkja „hættulegt fólk“ og því hafi hann tekið hótanir hans um líflát mjög alvarlega. Bretinn biðlar því til verkalýðs- félaganna og lögreglunnar að hafa hraðar hendur svo hann geti fengið greitt og komið sér í kjölfarið heim til Englands. Að hans sögn þurfa stjórnvöld að grípa tafarlaust til að- gerða til að koma í veg fyrir að svona starfsemi fái að viðgangast. Ítrekar hann mikilvægi þess að aðrir lendi ekki í því sama og hann hefur þurft að ganga í gegnum. „Upphaflega vildi ég bara fá borgað en núna er þetta stærra en það, stærra en ég. Þetta má ekki koma fyrir aftur, það verður að loka þessu hóteli,“ segir Bretinn, sem reynir núna allt sem hann getur til að greiða úr lífi sínu. Segist vera aura- laus, heimilislaus og fastur á Íslandi. Draumur varð fljótt að martröð - Erlendi starfsmaðurinn á Hótel Jazz segir sögu sína - Segir mikilvægt að stjórnvöld komi í veg fyrir starfsemi sem þessa - Málið verður tilkynnt sem mögulegt mansal ef maðurinn fær ekki greitt Hótel Jazz Hótelið í Reykjanesbæ þar sem maðurinn vann myrkranna á milli áður en honum var sagt að taka pok- ann sinn. Var hann þá settur á götuna án launa og án þess að hafa í nein hús að venda. Maðurinn segist vera í áfalli. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 NÝTT ÚTLIT – SÖMU HREINU GÆÐIN Grétar Gústavsson, meistari í bif- vélavirkjun, og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarset- urs Íslands, hófu á miðvikudag ferð sína um Vestfjarðahringinn á tveimur traktorum. Er þetta gert til að klára hringferð þeirra um landið á sömu traktorum. Þeir tóku hringinn í kringum Ís- land árið 2015, að Vestfjörðum und- anskildum, til styrktar forvarn- arverkefni Barnaheilla gegn einelti. Aftur er ekið til styrktar verk- efnisins sem heitir Vinátta að þessu sinni en þeir félagarnir hafa verið vinir í um sextíu ár. Þeir héldu af stað frá Staðar- skála sl. miðvikudag og keyra frá Hamri til Ögurs í Ísafjarðardjúpi í dag. Þeir munu síðan klára hring- inn, sem spannar 950 kílómetra, 20. júlí á Hvanneyri. Verkefnið er hægt að styrkja á vefsíðu Barnaheilla eða með því að senda SMS-skilaboðin Barnaheill í síma 1900. Traktor Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson með Massey Ferguson 35X af árgerð 1963. Sami traktor og í sveit þeirra á Valdarási í Fitjardal. Klára hringferð um landið á traktorum - 60 ára vinátta og styrkja Barnaheill Ljósmynd/Barnaheill

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.