Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 12

Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is 15. júlí 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.38 Sterlingspund 163.92 Kanadadalur 105.79 Dönsk króna 18.585 Norsk króna 13.502 Sænsk króna 13.045 Svissn. franki 140.71 Japanskt jen 1.002 SDR 180.3 Evra 138.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.2255 Einbýlishúsið Háahlíð 16 í Reykja- vík hefur verið selt fyrir 275 millj- ónir króna. Það er að líkindum eitt hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einbýlishús í Hlíðunum en staðsetningin er einstök. Húsið er efst uppi á hæð og frá norðurhlið efri hæðar er útsýni yfir miðborg Reykjavíkur og út á sundin. Nýverið var settur upp skjöldur við inngang hússins og er það nú merkt sem bústaður sendiherra Indlands á Íslandi. Kaupendur hússins voru tvö ís- lensk félög, Byssubrandur og Landsá, sem íslenskir ríkisborg- arar eru skráðir fyrir. Meðal þeirra Vigdís Þórarinsdóttir fjárfestir. Bendir það til að húsið sé leigt sendiráði Indlands en húsaleigu- samningur hefur ekki verið birtur. Sendiráð Indlands er á Túngötu 7 en húsið er í eigu RA 5 ehf. sem er dótturfélag Regins hf. Selt á 275 milljónir Morgunblaðið/Baldur Einbýlishús Háahlíð 16 í Reykjavík. Heildartekjur einstaklinga á Íslandi námu 640 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt skattframtölum, og hækkuðu því um 49 þúsund krónur á milli ára. Árslaunin fóru úr 7.097 milljónum 2020 í 7.685 milljónir 2021. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Hækkunin milli ára er sögð 8% að nafnvirði en tæp 4% þegar leiðrétt er fyrir verðlagsbreytingum. Tekjuþróunin frá árinu 2010 er sýnd hér að ofan á verðlagi hvers árs. Eins og sjá má hafa heildar- tekjur nær tvöfaldast frá árinu 2010 eða farið úr 335 þúsund í 640 þúsund. Séu heildarlaunin árið 2010 upp- reiknuð frá og með desember það ár yfir á verðlag í desember 2021 er niðurstaðan 471 þúsund krónur, samkvæmt verðlagsreiknivél Hag- stofunnar. Mismunurinn, 136 þús- und, samsvarar 1.632 þús. á ári sem vitnar um bættan hag launþega. Helmingur yfir 500 þúsundum Hagstofa Íslands bendir á að mið- gildi heildartekna hafi verið lægra en meðaltal heildartekna í fyrra, eða um sex milljónir króna á ári, en það sýni að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði og helm- ingur yfir. baldura@mbl.is Heildartekjur enn á uppleið - Hafa nær tvöfaldast frá árinu 2010 Heildartekjur 2010 til 2021 Meðaltal árslauna og mánaðarlauna á verðlagi hvers árs 800 600 400 200 Heimild: Hagstofan/ skattframtöl einstaklinga 2010 2021 Þús. kr. Mánað- arlaunÁrslaun 2010 4.018 335 2011 4.315 360 2012 4.523 377 2013 4.781 398 2014 5.089 424 2015 5.406 451 Þús. kr. Mánað- arlaunÁrslaun 2016 5.909 492 2017 6.418 535 2018 6.641 553 2019 6.871 573 2020 7.097 591 2021 7.685 640 Meðaltal mánaðar- launa, þús. kr. 335 640 að auka framboð lóða fyrir frístunda- hús innan jarðarinnar til viðbótar við þau sem hafa þegar verið skilgreind og er það gert til að svara mikilli eftirspurn eftir lóðum á þessu svæði, sem er í nálægð við höfuðborgar- svæðið, og einnig til að styrkja betur þá þjónustu sem er í uppbyggingu innan jarðarinnar. Miðað er við að koma fyrir allt að 25 lóðum á nýju svæði,“ segir þar orðrétt. Horfa til haustsins Þá kemur fram að leitað verði um- sagnar hjá Skipulagsstofnun, Heil- brigðiseftirliti Kjósarhrepps, Minja- stofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Skógrækt ríkisins. Jafnframt er lögð fram tímaáætl- un og er síðasti áfangi hennar að senda tillögur til Skipulagsstofnunar í október sem hafi þá allt að þrjár vikur til að afgreiða málið. Að því loknu geti breytingin tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Gangi það eftir gæti sala lóða haf- ist öðrum hvorum megin við áramót. Feðgin eiga saman landið Flúðir ehf. er landeigandi en það er í jafnri eigu mæðginina Önnu Skúladóttur og Skúla Mogensen. Skúli hefur undirbúið opnun sjó- baða í Hvammsvík undir merkjum félagsins Hvammsvík sjóböð ehf. og verða þau opnuð formlega nú um helgina, laugardaginn 16. júlí. Sjóböðin verða opin daglega frá klukkan 11 til 22 og er 12 ára aldurs- takmark. Skúli undirbýr 25 lóðir til viðbótar í Hvammsvík - 30 lóðir seldust upp á mettíma í fyrrahaust - Sjóböðin verða opnuð um helgina Ljósmynd/Hvammsvík sjóböð ehf. Sjóböðin í Hvammsvík Laugarnar eru við fjöruna. Gegnumstreymi hreinsar þær á tveggja til þriggja tíma fresti. Ljósmynd/Hvammsvík sjóböð ehf. Náttúrulegt 90 gráða heitu borholuvatni er blandað við sjóinn. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Landeigendur í Hvammsvík í Kjós- arhreppi hafa lagt fram verkefnis- lýsingu sem felur í sér fjölgun lóða á svæðinu. Nánar tiltekið er miðað við að koma fyrir allt að 25 lóðum. Skipulags- svæðið er í landi Hvamms og Hvammsvíkur í Hvalfirði og varð- ar lýsingin fyrir- hugaða stækkun á svæði undir frí- stundabyggð. Kallar það á breytingar á aðalskipulagi. Samkvæmt upplýsingum frá Kjós- arhreppi er málið á byrjunarstigi og aðeins búið að auglýsa svokallaða verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga. Landeigendum og ráð- gjöfum þeirra hafi verið kynntar þær umsagnir og athugasemdir sem bárust vegna verkefnislýsingarinnar og hafi þær til hliðsjónar í skipulags- vinnunni sem fram undan er. Á borð Skipulagsstofnunar Í framhaldinu eigi sveitarstjórn eftir að kynna skipulagstillögurnar þegar þær liggja fyrir og senda Skipulagsstofnun til athugunar áður en formlegt auglýsingarferli hefst. Landeigendur auglýstu í septem- ber sl. 30 lóðir til sölu í Hvammsvík sem voru samþykktar með breyt- ingu á deiliskipulagi í lok árs 2021. Þær seldust upp á mettíma líkt og rifjað er upp í skipulagslýsingunni. „Markmið fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi er Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.