Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 14

Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 14
FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is M eð kaupunum á Vísi hf. í Grindavík fer hlutdeild samstæðu Síldarvinnsl- unnar hf. í úthlutuðum þorskígildum í 13,97%. Það er um- fram lögbundið hámark sem sam- kvæmt í lögum um stjórn fiskveiða er 12%. Það er hins vegar ekki víst að Síldarvinnslan þurfi að aðhafast mikið vegna þessa þar sem miklar breyt- ingar geta átt sér stað í samsetningu þorskígilda á næstu mánuðum. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að „samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 12% af heildar- verðmæti aflahlutdeildar allra teg- unda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla“. Þá eru einnig lögbundin hámörk fyrir einstaka tegundir og eru þau skilgreind sem 12% í þorski en 20% í ýsu, ufsa, grálúðu, síld, loðnu og úthafsrækju, en 35% í grálúðu. Tengdir aðilar teljast þeir aðilar þar sem einstaklingur eða lögaðili á beint eða óbeint meirihluta í öðrum eða fer með meirihluta atkvæðisréttar. Þegar aflahlutdeild fer yfir lög- bundið hámark er gefinn sex mánaða frestur til að gera viðeigandi ráðstaf- anir til þess að koma aflahlutdeildinni niður fyrir mörkin. Stuðullinn gagnrýndur Brim hf. lenti í því að vera komið yfir hlutdeildarmörkin fyrir tilviljun þegar óvænt var gefinn út óvenjumik- ill loðnukvóti, sá mesti í tvo áratugi, en þorskígildin reiknuðust þá á grundvelli ársins á undan þegar verð voru há og fá tonn veidd. Hafði félag- ið þá, í samræmi við lög, sex mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir. Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, sagði við Morgunblaðið í nóvember í fyrra að þetta sýndi hve rangur mælikvarði þorskígildis- stuðullinn væri og benti á að verð- mæti loðnukvótans í þorskígildum væri orðið 30% meira en allra heim- ilda í þorski. „Ég myndi vilja að þak í hverri fisktegund myndi ráða há- markinu. Það er einfalt og gagnsætt kerfi,“ sagði Guðmundur. Var gripið til þess ráðs að selja Útgerðarfélagi Reykjavíkur hf. 5,84% aflahlutdeild í loðnu sem skráð var á togarann Sólborg RE, en skipið var keypt í fyrra til að veiða ufsa og karfa í Barentshafi. Forsendur geta breyst Í tilfelli Síldarvinnslunnar er óvíst hvort grípa þurfi til einhverra ráðstafanna og hverra ef þess er þörf. Ekki hefur endanlega verið gengið frá kaupunum, en beðið er eftir sam- þykkt hluthafa sem og Samkeppn- iseftirlitsins og er það fyrst þegar kaupin hafa átt sér stað að hlutdeild samstæðu Síldarvinnslunnar fer yfir mörk laganna. Ef til að mynda er gengið út frá því að kaupin séu fram- kvæmd mánudaginn 18. júlí og Fiski- stofa tilkynnir Síldarvinnslunni að fé- lagið sé komið yfir viðmiðunarmörk hefur fyrirtækið til 18. janúar að koma sér niður fyrir 12% mörkin og á þeim tíma getur margt breyst. Hafrannsóknastofnun hefur þegar gefið út ráðgjöf fyrir flesta nytjastofna vegna fiskveiðiársins 2022/2023 sem hefst 1. september, en aflamarkinu hefur enn ekki verið út- hlutað. Þegar úthlutun á sér stað breytast eðlilega útreikningar hlut- deildar sjávarútvegsfyrirtækja af heildarverðmæti. Jafnframt hefur ráðgjöf vegna næstu loðnuvertíð sem og loðnukvóti ekki verið gefinn út, en það gerist í kringum mánaðamótin október/ nóvember. Þá verður byggt á þorsk- ígildisstuðli sem reiknast á grundvelli síðastliðinnar loðnuvertíðar. Búist er við annarri stórri vertíð en þó líklega ekki jafn stórri og þeirri sem lauk í vor. Sala aflaheimilda vegna Vísis ekki sjálfgefin Hlutdeild nokkurra stærri útgerða í úthlutuðu aflamarki 14. júlí 2022 SAMSTÆÐA SÍLDARVINNSLUNNAR SAMSTÆÐA SAMHERJA SAMSTÆÐA BRIM Útgerðarfé- lag Reykja- víkur*** Hámarks- hlutdeild Síldar- vinnslan Bergur- Huginn Bergur Vísir* Samtals Samherji Ísland** Útgerðarf. Akureyringa Samtals Brim Ögurvík Samtals Þorskur 12% 2,7% 0,6% 1,0% 5,4% 9,7% 7,8% 2,2% 10,0% 6,1% 1,1% 7,2% 0,3% Ýsa 20% 3,8% 2,1% 3,0% 6,1% 15,0% 4,1% 1,4% 5,4% 6,9% 1,3% 8,2% 1,5% Ufsi 20% 5,3% 1,1% 1,3% 1,7% 9,3% 4,5% 0,6% 5,1% 17,3% 2,5% 19,8% 4,3% Síld 20% 16,6% 0% 0% 0% 16,6% 13,3% 0% 13,3% 11,1% 0% 11,1% 0% Loðna 20% 18,5% 0% 0% 0% 18,5% 9,2% 0% 9,2% 12,2% 0% 12,2% 5,8% Af úthlutuðum þorskígildum: 12% 10,8% 0,4% 0,6% 2,1% 14% 8,1% 1,1% 9,2% 10,8% 0,9% 11,7% 4,4% *Hluti af samstæðu Síldarvinnslunnar verði kaupin samþykkt. **Samherji fer með 32,64% hlut í Síldarvinnslunni. ***Útgerðarfélag Reykjavíkur fer með 43,95% hlut í Brim. 33,92% beint og 10,05% í gegnum dótturfélagið RE-13 ehf. Heimild: Fiskistofa 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fram undan má ætla að séu breyt- ingar í rekstri Landspítalans og víst er að vel verð- ur fylgst með hvernig til tekst. Mikið er undir enda fer stór hluti útgjalda rík- isins í heilbrigðiskerfið og þar vegur þjóðarsjúkrahúsið þungt. Reglulega heyrast kvartanir um niðurskurð í þessu kerfi en þegar málið er kannað kemur í ljós að útgjöldin fara sífellt vax- andi. Þeir sem starfa innan kerf- isins og innan spítalans geta engu að síður bent á dæmi um aðhaldsaðgerðir og jafnvel nið- urskurð á einstökum sviðum, en það breytir því miður ekki heildarmyndinni um vaxandi kostnað fyrir þann sem þarf að greiða fyrir þjónustuna, ríkið og á endanum skattgreiðendur. Af þessum sökum er þýðing- armikið að horfa á reksturinn á nýjan hátt og ýta fyrirfram- gefnum niðurstöðum til hliðar. Það getur ekki verið náttúru- lögmál að kostnaður þenjist út en á sama tíma finnist starfs- fólki það búa við niðurskurð og sjúklingum að þeir sitji lengi á biðlistum. Hagkvæmni og skil- virkni í kerfinu verður að aukast og til að það markmið náist hlýtur að þurfa nýja hugs- un. Nýja framkvæmd. Viðtal Morgunblaðsins í gær við nýjan stjórnarformann spít- alans, Björn Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Sví- þjóð og ráðgjafa heilbrigðis- ráðherra, gefur vonir um breyt- ingar í rekstrinum. Björn þekkir ekki aðeins vel til rekstrar sjúkrahúsa erlendis, hann var áður forstjóri Land- spítalans og þekkir því einnig vel til þar, sem mun án efa reynast styrkur í þessu nýja verkefni og hjálpa honum og stjórninni að styðja við stjórn- endur spítalans í því að ná meiri árangri, bæta þjónustuna en draga úr kostnaði við hvert unnið verk. Árangurstenging af því tagi er einmitt það sem Björn legg- ur áherslu á. Hann segir að sjúkrahús eigi að fá greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Það má kalla það fram- leiðslutengda eða þjón- ustutengda fjármögnun. Þá greiðir ríkið fyrir ákveðna þjónustu og veit hvað það fær fyrir peninginn. Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir hann. Björn er einnig spurður um skipulag starfseminnar og um- fang í stjórn- skipulagi, en fram hafi komið að stjórnendum Kar- olinska hafi fækkað um rúmlega fimm hundruð undir hans stjórn. Hann er spurður að því hvort fara þurfi í slíkar aðgerðir hér og svarar því til að það þurfi að bregðast við því hvernig spítalinn er rekinn, meta starfsmannaþörfina og einfalda reksturinn. Það sé hlutverk þeirra sem veiti hon- um forystu. „Við þurfum óhjá- kvæmilega að spyrja okkur að því hvort við séum með of marga millistjórnendur á spít- alanum. Ef það er raunin þá þyngir það rekstur spítalans og ákvarðanir eru teknar of langt frá starfsfólkinu á gólfinu – sem á að stýra ansi miklu, enda með sjúklinginn við hliðina á sér og veit hvað þarf að gera. Við breyttum þessu á sínum tíma en svo hefur því verið breytt nokkrum sinnum til baka.“ Eins og Björn bendir á er þessi vandi í rekstri spítalans ekki séríslenskur, en það er umhugsunarvert fyrir okkur sem ættum að geta brugðist hratt við í tiltölulega litlu heil- brigðiskerfi að við skulum vera jafn aftarlega á merinni í þess- um efnum og Björn lýsir. Þá er full ástæða til að horfa á þetta í víðara samhengi, opin- bera kerfið hér á landi í heild sinni, því að ólíklegt er að heil- brigðiskerfið eitt búi við of mikla yfirbyggingu og of litla skilvirkni. Á vef Hagstofunnar má til að mynda finna gögn um starfs- fólk í grunnskólum landsins og þróun samsetningar þess síð- astliðna tvo áratugi, en rúmur aldarfjórðungur er frá því sveitarfélögin tóku þennan rekstur yfir frá ríkinu. Frá aldamótum hefur hlutfall kenn- ara og leiðbeinenda af heildar- fjölda starfsmanna grunnskól- anna minnkað umtalsvert, eða úr tæpum 60% í rúm 50%. Á sama tíma hefur fjölgun í starfsliði grunnskólanna verið nær 50% en einungis rúmur fjórðungur meðal kennara. Menntakerfið er, auk heil- brigðiskerfisins, það sem tekur til sín hvað mest af fjármunum hins opinbera, skattgreiðend- anna. Nauðsynlegt er að fyllsta aðhalds sé gætt við nýtingu þessa fjár. Þess vegna er ástæða til að fagna þeirri nýju hugsun sem heilbrigðisráð- herra er að koma með inn í heil- brigðiskerfið. Um leið er ástæða til að hvetja aðra ráð- herra til að skoða þau kerfi sem undir þá heyra, sem og sveit- arfélögin. Ekki þarf að efast um að þar má víða hafa gagn af að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Hagræðing er boðuð í heilbrigðiskerfinu. Hvað með önnur opinber kerfi?} Hin opinberu kerfi S vört eru segl á skipunum, sem hér leggja inn sagði hin svarta Ísodd. Þessi orð úr Tristanskvæði komu mér í huga þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi rétt- indi sem konur í Bandaríkjunum hafa notið til áratuga. Réttinum til þungunarrofs. Nú er réttur þeirra til forræðis yfir eigin líkama skertur, þar sem að í u.þ.b. helmingi ríkja Bandaríkjanna munu þessi réttindi skerðast. Þessar ákvarðanir eru voðalegar og munu leiða til þjáninga kvenna og dauða einhverra. Þess er ekki langt að bíða að við munum sjá hryllilegar fréttir sem lýsa því hvernig konur verða sóttar til saka fyrir morð í ríkjum sem sett hafa forn- eskjulega löggjöf sem nú taka gildi. Að sama skapi sjáum við stanslausar tilraunir til þess að flytja inn transfóbísk viðhorf úr menningar- stríðum Vesturlanda hingað til lands. Baráttan fyrir aukn- um mannréttindum er alltaf í gangi og hvert skref fram veginn leiðir til tilrauna til þess að færa aftur hjól tímans. Til tímans þegar karlar réðu yfir líkömum kvenna. Þáttaskil í baráttu fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna Seglin eru sannarlega svört í þessum málaflokki á heimsvísu. Þegar öflugasta ríki jarðar tekur skref áratugi aftur í tímann þá skiptir það máli. Það valdeflir aftur- haldsöfl víða um heim sem vilja að ríkið eða karlar ráði yfir líkama kvenna. Á Íslandi er staðan sem betur fer önnur. Þáttaskil í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna urðu á síðasta kjörtímabili þegar Alþingi sam- þykkti frumvarp sem ég mælti fyrir sem heil- brigðisráðherra. En með lögunum er forræði kvenna yfir þeirri ákvörðun að ganga með barn tryggt. Málið var mikilvægt og fékk breiðan pólitískan stuðning þó að í ljós kæmi einnig að sömu afturhaldsöfl og skert hafa réttindi kvenna erlendis áttu sér nokkra mál- svara hér einnig. Réttindi koma aldrei af sjálfu sér. Fyrir þeim þarf að vinna fylgi og geta klárað málin. Það kom í ljós þegar ég lagði fram frumvarp til laga um þungunarrof. Þetta kom einnig í ljós þegar forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lagði fram frumvörp um kynrænt sjálfræði, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og fleiri mál. Þessi góðu mál hafa fært Ísland framar, þau hafa útvíkkað og auðgað sam- félagið, með því að auka réttindi jaðarsettra hópa. Sú bar- átta gegn jaðarsetningu og með réttindum er ekki full- unnin og verður það aldrei. Því með hverjum sigri þá birtast okkur ný viðfangsefni og ný verkefni. En ef við lát- um deigan síga er hætt við því að afturhaldsöflum vaxi ás- megin sem á endanum geti leitt til þess að réttindi sem við töldum sjálfsögð séu tekin af okkur. Sókn í þágu réttinda er besta vörnin gegn afturför. Vinstri græn hafa verið og munu áfram vera hreyfiafl í þeirri sókn eins og dæmin sanna. Svandís Svavarsdóttir Pistill VG er hreyfiafl mannréttinda og kvenfrelsis Höfundur er matvælaráðherra svandis.svavarsdottir@mar.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Aflahlutdeild tengdra aðila reikn- ast saman í tengslum við ákvæði um hámarkshlutdeild, en tengdir aðilar teljast þeir aðilar þar sem einstaklingur eða lögaðili á beint eða óbeint meirihluta í öðrum eða fer með meirihluta atkvæð- isréttar. Á þessum grundvelli telst Sam- herji ekki félag tengt Síldar- vinnslunni, en Samherji á 32,64% hlut í félaginu. Þá fer Útgerðar- félag Reykjavíkur beint og óbeint með 43,95% hlut í Brimi, en þau félög teljast ekki tengd í lögum um stjórn fiskveiða. Teljast ekki tengd í lögum SÍLDARVINNSLAN OG SAMHERJI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.