Morgunblaðið - 15.07.2022, Page 17

Morgunblaðið - 15.07.2022, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 Opið bréf til dr. Björns Hjálmarssonar: Kæri Björn. Svissneski geðlækn- irinn Carl Jung upplifði hörmungar tveggja heimsstyrjalda og var meðvitaður um hættur þess sem hann kallaði geðræna faraldra – „psychic epidemics“. Hættulegastur slíkra faraldra væri fjöldageðrof – „’mass psychosis’ – þegar stór hluti sam- félagsins glatar sambandi við raun- veruleikann og verður rang- hugmyndum að bráð… slík fjöldasturlun brenglar hugi stjórn- mála- og blaðamanna [og lækna] sem siga lausum geðrofsfaraldri á heim- inn og er mesta ógn mannkynsins.“ Einkenni faraldursins sem nú geisar um heimsbyggðina, eru að ungmenni halda sig vera af hinu kyn- inu – séu „transgender“ eða „trans“ (greining DSM-5 handbók banda- ríska geðlæknafélagsins: „hugar- angur tengt eigin kyni… löngun til að vera hitt kynið“) og trú lækna- stéttarinnar að „lækning“ þessara ranghugmynda felist í að segja börn- um ósannindi; að þau séu hitt kynið, gefa þeim kynþroskabælandi lyf, hormóna sem valda ófrjósemi og skera af þeim kynfærin. Eftir að Morgunblaðið birti grein undirritaðrar Siðræna transgátan í mars sl. fékk ég tölvupósta frá for- eldrum og læknum, sem ttsögðust hafa áhyggjur af „aktívisma og skorti á fagmennsku“ í íslenskum heilbrigðismálum. Ég bað íslenskan vin að benda mér á samlanda sem hefðu áhuga á og hugrekki til að leggja til atlögu við raunveru- leikafirringuna og skoðanakúgunina á Íslandi. Hann nefndi þig meðal annarra og sendi öllum póst til útskýringar. Svarið þitt – sem ég hef nákvæmlega eftir þér – sendir þú mér sjálfur („svara öllum“). Mér létti mikið að læknir á Landspítalanum hefði öðl- ast þor til að segja sannleikann! Þegar ég heyrði að fréttamaður á Stundinni væri að skrifa grein um þetta málefni sendi ég honum svar þitt, en án nafns þíns (sem hann upp- götvaði fljótt): „Þetta stóra viðfangsefni hef ég fengið aftur í fangið með því að gerast yf- irlæknir BUGL. Við bíðum í ofvæni eftir gagnreyndum rann- sóknarniðurstöðum um þennan viðkvæma hóp. Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fá- kunnáttu. Björn.“ Orð svo hjartahrein, að ég tár- aðist. Greinin vakti mikla reiði meðal transaðgerðasinna, sem ásökuðu Stundina um „lygar og rógburð“. Það er ekki í mínum verkahring að bera þessar ásakanir af þeim sem ekki hafa manndóm til þess sjálfir; ég skrifa þetta bréf fyrir foreldrana sem lýstu ömurlegu þjóðfélags- ástandi á Íslandi; hér væri engin um- ræða leyfð um „trans“ málefni. Um 20 ár eru síðan ég var frétta- maður á Íslandi. Vinnubrögð voru ekki fullkomin, en það virðingarleysi sem stjórnvöld og fjölmiðlar nú sýna málfrelsinu var fátítt. Árin 2007 og ’08 var Ísland í fyrsta sæti á Mál- frelsislista samtakanna Reporters Without Borders. VG komu okkur í 10. sæti árið 2017 og botninn virðist markmiðið – niður í #13 árið 2018; #14. árið 2019, #15 2020 og #16 2021. Enda er skilgreining VG á mál- frelsi ekkert leyndarmál: frelsi stjórnvalda til að refsa almenningi fyrir málflutning sem þeim mislíkar og kalla „hatursorðræðu“ – uppá- haldstól allra harðstjóra; þeir sjálfir skilgreina merkingu orðsins. Tjáningarfrelsi er (enn þá) stjórn- arskrárvarið á Íslandi. Við eigum að hafa rétt til að tjá okkur án þess að verða fyrir aðkasti og hótunum. Sannleikurinn er ekki „transfób- ískur.“ Við vitum að kyni er ekki „út- hlutað við fæðingu“ heldur skoðað og skráð og að gelgjuskeið er ekki sjúk- dómur. Einstaklingar sem einkenna sig „trans“ eru, eins og allar aðrar mannverur, annaðhvort karlkyns eða kvenkyns og samkynhneigðir, gagnkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Nákvæmlega eins og við hin. Vanilla og súkkulaði. Nema þeim finnst og/ eða vilja vera af hinu kyninu. Það er ekkert athugavert við það, nema það er verulegur munur á að vera og vilja. Tilfinningunni að vilja vera hitt kynið má fullnægja með aðstoð hormóna og fegurðar/lýtalækn- ingum, en það er engin mannvera fædd í „röngum líkama“. Við erum líkamar okkar. Að þvinga þessum ranghugmyndum á börn og ung- menni er rangt og fráleitt er að láta skattborgara fjármagna þessa for- réttindafirringu. „Translækningum“ barna hefur verið líkt við lóbótómíuæðið sem fór eins og eldur í sinu um heiminn á 4. og 5. tug 20. aldar í sótsvartasta myrkri „aktivisma og fákunnáttu“ í sögu læknisfræðinnar. Lóbótómía var tískulækning við geðveiki og fólst í að reka klakabrjót í gegnum augntóftina í heila sjúklingsins og „svissa“. Fréttaskrifum um þessa „verstu villimennsku læknisfræð- innar“ má vel endurnota nú: New York Times kallaði lóbótómíu „sál- arskurðaðgerð“. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson skrifaði nýlega: „Ég skammast mín sífellt meira fyrir að vera sálfræðingur í ljósi þess hug- leysis, heigulsháttar og sinnuleysis sem einkennir marga kollega og fag- félög mín. Ég mun a.m.k. … þegar við [sjáum öll] eftir þessari hræði- legu félagslegu tilraun, geta sagt „Ég sagði ‘nei’ þegar þeir komu og heimtuðu að við fórnuðum börn- unum okkar.“ Þegar transkynslóðin vex úr grasi – andlega, kynferðislega og lík- amlega lemstruð og ófrjó – og krefst skýringa á hvaða illmenni bera ábyrgð á þessum voðaverkum munu þeir sem seldu „kyn-lóbótómíuna“ án efa bera fyrir sig Nuremberg- vörnina: „Ég var bara að fylgja fyr- irmælum.“ En þú? Eftir Írisi Erlingsdóttur »Dr. Jordan Peterson, „Ég get a.m.k. eftir þessa hræðilegu … tilraun sagt: „Ég sagði ‘nei’ þegar þeir komu og heimtuðu að við fórnuðum börnunum okkar.“ Íris Erlingsdóttir Höfundur er fjölmiðlafræðingur. Í myrkri aktívisma og fákunnáttu Gegndarlaus skóg- rækt er á góðri leið með að umturna ís- lensku gróðurfari og landslagi. Á sama tíma og rekinn er áróður fyrir að fylla upp í skurði til að endurheimta votlendi ryðjast skógrækt- armenn yfir ósnortnar mýrar og upp um fjöll og firnindi með vél- búnaði til að troða niður trjám. Á sama tíma og talað er fjálglega um náttúruvernd virðist yfirgangur skógræktarböðlanna gjörsamlega stjórnlaus í boði íslenska ríkisins. Plöntun erlendra tegunda veldur gríðarlegri röskun á hinu viðkvæma íslenska gróðurfari sem verið er að umbreyta í sífellt meira mæli í nafni kolefnisjöfnunar. Erlendum trjátegundum, þar á meðal stór- vöxnum barrtrjám, er plantað í valllendismóa sem gjörbreytir gróð- urþekjunni, kæfir hinn fíngerða ís- lenska gróður, blóm og berjalyng og hrekur mófuglinn brott úr kjör- lendi sínu. Þar sem plantað er með- fram vötnum og vegum hindra há- vaxin tré brátt útsýni til fjalla og víðerna og víða munu fyrr en varir klettar, gil og lækir hverfa á kaf í trjágróður. Fórnarkostnaðurinn er hár. Kol- efnisbinding fer hægt af stað eftir gróðursetningu og þrátt fyrir há- vært skrum um kolefnisjafnaðan akstur o.s.frv. verður mikilvægi nýrra skógræktarverkefna í tengslum við kolefn- ishlutleysi árið 2040 sáralítið. Umhverfissamtök virðast láta sér fátt um finnast þrátt fyrir hið afdrifaríka inngrip í ís- lenska náttúru. Engin eða lítil umræða fer fram, málið aðeins skoðað og kynnt frá einni hlið, eins og reyndar er títt um ís- lensk þjóðfélagsmál. Er ekki tími til kom- inn að skoða þessar umfangsmiklu aðgerðir í víðara samhengi? Hví spyrja ekki fréttamenn ágengra spurninga? Hví láta ekki umhverf- issamtök til sín taka? Hver er af- staða umhverfisráðherra? Skóg- rækt veldur svo víðtækum og varanlegum breytingum á íslensku landslagi og náttúrufari að allir sem því unna eiga kröfu á að meirihátt- ar skógræktaráform verði sett í biðstöðu þar til ljóst er hver lang- tímaáhrif þeirra gætu orðið. Hildur Hermóðsdóttir Yfirgangur skóg- ræktarböðlanna Eftir Hildi Hermóðsdóttur Hildur Hermóðsdóttir »Hví spyrja ekki fréttamenn ágengra spurninga? Hví láta ekki umhverfissamtök til sín taka? Hver er afstaða umhverfis- ráðherra? Höfundur er fyrrverandi útgefandi og umhverfissinni. Fyrir nokkrum ár- um komst kvik- myndaframleiðandinn Michael Moore að þeirri niðurstöðu að græna orkubyltingin væri svikamylla sem stjórnað væri af græðgiskapítalistum og úr varð heim- ildamyndin „Planet of the Humans“. Væri ég kvikmyndagerðarmaður þá myndi ég gera heimildamynd um Amnesty International sem ég tel vera orðin pólitísk samtök og hætt að setja mannréttindi í forgang. Ég studdi Amnesty á þeim tíma er áskoranir til stuðnings hinum og þessum einstaklingum eða mál- efnum voru sendar út á pappír en með árunum fann ég hjá mér minni og minni löngun til að styðja samtökin og að lokum hætti ég því alveg; mál Navalnís mun hafa gert útslagið. Eins og menn vita hefur Rúss- inn Alexei Navalní iðulega verið fangelsaður sakir skoðana sinna á stjórnvöldum í Moskvu og barðist Amnesty fyrir rétti hans sem sam- viskufanga. Dag einn fóru þó ein- hverjar gamlar skoð- anir hans fyrir brjóstið á stjórn- endum Amnesty og hann var strikaður út af listanum. Amnesty gerði sig sek um það sem samtökin þóttust berjast á móti. Upphafsatriði myndarinnar yrði því trúlega viðtal við Na- valní þar sem hann yrði spurður hvaða skoðanir hans hefðu farið svo mjög fyrir brjóstið á Am- nesty. Trúlega væri best að fara næst til BNA. Þar vill Amnesty meina að það að setja upp andlit- skennslakerfi á þeim svæðum er flest afbrot eru framin sé rasískt því þau séu sett upp í hverfum svartra – en þar sem meira en 90% afbrota í þessum hverfum bitna á svörtu fólki mætti spyrja hvort Amnesty sé of þröngsýnt til að taka það með í reikninginn. Amnesty telur það til merkis um útlendingaandúð að repúblik- anar vilji halda í reglugerð sem leyfir að vísa þeim til baka sem hafa komið ólöglega yfir landa- mæri Mexíkó og BNA. Frá alda- mótum hefur um ein milljón manna komið löglega til BNA á hverju ári, þar af fjölmargir frá Rómönsku Ameríku, en ef engar hömlur eru á þeim fjölda er koma þaðan þá minnkar hlutfallstala svartra stöðugt og þar með póli- tísk áhrif þeirra. Skyldi Amnesty hafa tekið það með í reikninginn? Í myndinni yrði því hinn svarti borgarstjóri NY-borgar spurður hvort tilraunir hans til að berjast gegn glæpum væru rasískar og búgarðaeigendur í Texas (sem nær allir eru af rómönskum ætt- um) spurðir hvort andstaða þeirra við frjálst flæði fólks yfir lönd þeirra væri til merkis um útlend- ingahatur. Næst myndi ferðinni heitið til Ísraels og Molly Malekar, fram- kvæmdastjóri Amnesty þarlendis, spurð hvort aðskilnaðarstefna ríkti þar, eins og haldið er fram í nýlegri skýrslu samtakanna. Hún myndi trúlega segja hið sama og hún gerði í viðtali við Zman Yisra- el að Amnesty hefði ekki umboð til að endurskilgreina hugtök og þessi skýrsla væri ekki í samræmi við þau vinnubrögð Amnesty að vinna að skilgreindum mark- miðum. Spyrja mætti einnig ísl- amistann Mansour Abbas hvernig í ósköpunum hann hefði komist í ríkisstjórn í þessu apartheid-ríki. Í skýrslunni „Israel’s Apartheid Against Palestinians“ er kom út fyrr á þessu ári er hugtakið að- skilnaðarstefna skilgreint sem langvarandi og grimmileg mis- munun eins kynþáttar á öðrum með stjórn á honum að markmiði (bls. 61) og á bls. 12-13 kemur fram að aðskilnaðarstefnu sé framfylgt gagnvart palestínskum flóttamönnum og afkomendum þeirra. Þessi nýja skilgreining er undarleg. Um helmingur gyðinga í Ísrael kom frá arabalöndum svo þeir tilheyra ekki neinum sér- stökum kynþætti og að tala um aðskilnaðarstefnu gagnvart fólki sem býr í öðrum löndum er ný- mæli. Amnesty hefur gerst woke og tekið upp ný-marxismann er skipt- ir fólki upp í kúgara og undir- okaða. Litið er á svarta New York-búa sem fórnarlömb ras- ískrar löggæslu jafnvel þótt þeir fremji meginhluta glæpa þar og sýnin á Palestínumenn er að þeir séu fórnarlömb gyðinga þrátt fyrir að greinilega megi sjá af skýrsl- unni að þrengt sé að réttindum þeirra í framhaldi af intífödum og hryðjuverkum. Eina vonin, skv. skýrslunni, er þó að halda slíkri baráttu (jíhadi) áfram (bls. 111). Amnesty virðist líta svo á að það sé réttur Mið- og Suður- Ameríkubúa að flytja til BNA og breyta þar með samsetningu þjóð- arinnar og að Ísraelsmenn eigi að rífa alla múra og viðurkenna rétt Palestínumanna til að flytja „heim“ til þorpa sem ekki hafa verið til í meira en 70 ár. Krafa skýrsluhöfunda er því að Ísrael hætti að vera eitt af fremstu lýð- ræðisríkjum heims (nr. 23 árið 2021 skv. Economist) en bætist í hóp 57 múslimaríkja. Amnesty virðist hafa komist undir áhrif peningavalds íslamista eða annarra er halda fram ágæti opinna landamæra – líkt og grænu hugsjónamennirnir í mynd Moores voru komnir undir stjórn Wall Street. Amnesty fer villt vegar Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Amnesty hefur gerst „woke“. Það virðist hafa komist undir áhrif ný-marxista og pen- ingavalds íslamista eða annarra er agitera fyrir opnum landamærum. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.