Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Aðalskipulag
Dalabyggðar 2020-2032
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum
þann 10. mars 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipu-
lagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismats-
skýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.
gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Dalabyggð og
Skipulagsstofnunar frá og með 15. júlí 2022 til
26. ágúst 2022.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til
og með 26. ágúst 2022.
Athugasemdum skal vinsamlegast skilað á netfang
embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins:
skipulag@dalir.is fyrir 26. ágúst 2022.
Virðingarfyllst,
Arwa Alfadhli
Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Gönguhópur
með göngustjóra kl. 10. Handavinna kl. 12.30-16. Spurningakeppni kl.
14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir vel-
komnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Fimmtudagur: Bridge og Kanasta kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-15:40.
Föndurhornið kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Dansleikfimi með
Auði Hörpu kl. 12:50-13:20. Myndlistarhópur Selmu kl. 13-15:30.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 DANSLEIKFIMI MEÐ AUÐI
HÖRPU FELLUR NIÐUR Í DAG VEGNA JARÐARFARAR.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Bútasaumur kl.13-16. Allir velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna
- opin vinnustofa 9-16. Vatnstlitun kl. 13:30. Hádegismatur kl. 11:30 –
12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Borgum Fimmtudagur: Styrktar og jafnvægisleikfimi í
Borgum kl. 10. Sumarskák kl. 12. Útipútt við Eirborgir kl. 13. Opið frá
kl. 8 til 15. og heitt á könnunni frá kl. 8:30. Hittumst í sumarskapi,
gleðin býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni - Opin handverksstofa
9-12 - Kvikmyndasýning í setustofu kl. 12.45-14.30. Prjónakaffið á
sínum stað kl. 13-16 & svo er síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari
upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarnes kl. 7:10. Kaffi í
króknum frá kl. 9. Jóga/leikfimi í salnum kl. 11. Bingó í salnum á
Skólabraut kl. 13:30. Spjaldið kostar 250 kr. Vatnsleikfimi í Sundlaug
Seltjarnarnes kl. 18:30.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Ford Transit Custom stuttir 2017
eknir um 90 þús km.
Eigum tvo útlitsgallaða bíla á
lágu verði á aðeins 2.490.000 án
vsk. Fínir í akstri og koma vörunum
milli staða þó þeir vinni enga fegurð-
arsamkeppni.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Elsku amma
mín. Mig langaði
bara til að þakka
þér fyrir æðisleg
æskuár hjá þér og
afa í sveitinni. Þar áttum við
margar góðar stundir og er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera hjá þér. Í kringum þig var
allt svo bjart, þú varst með
mikið tóneyra, spilaðir mikið
tónlist fyrir okkur barnabörnin,
ýmist á gítar og píanó eða plöt-
ur með klassískri tónlist. Þú
hafðir auga með okkur þegar
við lékum okkur frjáls í sveit-
inni. Þú kenndir mér að gera
sultu úr berjunum í garðinum
og saft úr rabarbaranum. Þú
leyfðir mér að taka þátt í elda-
mennskunni með þér og treyst-
ir mér til að baka ýmislegt
bakkelsi. Þú kenndir mér nöfn-
in á blómunum úti og kenndir
mér umburðarlyndi gagnvart
dýrunum í sveitinni. Þú tókst
alltaf vel á móti okkur barna-
börnunum og er mér það minn-
isstætt þegar við frændsystk-
inin komum ísköld inn úr
skautaferð, þá gerðirðu oft heitt
kakó fyrir okkur.
Vertu sæl amma mín, ég mun
aldrei gleyma þér.
Elínborg Dagný
Lýðsdóttir.
Við fráfall Ellu í Litlu-Sand-
vík hefur verið settur viss enda-
punktur við afskaplega ánægju-
legt tímabil í lífi mínu. Góður
vinskapur var á milli foreldra
minna og Ellu og Palla í Litlu-
Sandvík, þar sem móðir mín
hafði verið samtíða þeim í
Menntaskólanum á Laugar-
vatni. Í krafti þessa vinskapar
við þau Ellu og Palla var ung-
um manninum komið í sveit hjá
þeim í byrjun níunda áratugar
20. aldar og þar lærði ég að
vinna.
Dvöl mín í Litlu-Sandvík var
upphafið að áratuga langri vin-
áttu við þau og annað heima-
fólk. Strax frá fyrsta degi mætti
ég mikilli hlýju frá Ellu og
Palla sem kenndu mér rétt
handtök smátt og smátt. Ellu lá
ekki hátt rómur en hún kom
sínu til skila á rólegan og hóg-
væran hátt. Hún tók grútskít-
ugar buxurnar mínar þegar þær
Elínborg
Guðmundsdóttir
✝
Elínborg Guð-
mundsdóttir
fæddist 28. maí
1937. Hún lést 30.
júní 2022. Útför
hennar fór fram 13.
júlí 2022
voru nánast farnar
að standa sjálfar og
lagði hreinar á
rúmið. Tímabært
að skipta um bux-
ur. Þó að Palli hafi
að mestu séð um
verkstjórnina úti
við, þá kom Ella
sterk inn þegar
þurfti að sinna
kindunum eða hest-
unum, en hún var
mjög natin við skepnur. Eft-
irminnilegar eru ferðirnar með
Ellu út á tún á kvöldin í sauð-
burðinum, þegar vorstillurnar,
eða rigningin, réðu ríkjum í
Flóanum, að huga að nýbærum,
merkja lömbin og gefa þeim
skitupillur. Einstaka sinnum
æstust leikar ef einhver vanda-
mál voru í uppsiglingu en ný-
bærurnar voru oft ekkert á því
að láta ná sér. Ella lagði allt sitt
í þetta, hljóp um öll tún á eftir
þeim og gafst ekki upp fyrr en
búið var að króa þær af. Ein-
hverju sinni endaði Ella með
eina nýbæruna í fanginu eftir
að sú síðarnefnda hafði ákveðið
að hefja sig til flugs þegar allar
aðrar leiðir voru lokaðar. Sú fór
ekki lengra. Þegar búið var
draga hana ofan af Ellu stóð
hún upp skellihlæjandi yfir
þessari uppákomu.
Mér var það fljótt ljóst að
Litla-Sandvík var menningar-
heimili. Ella var tónelsk, spilaði
á píanó, söng í kór og var vel
lesin en Palli menntaður sagn-
fræðingur og mikill grúskari.
Bækur voru í öllum herbergj-
um, uppi um alla veggi, háa-
loftið var eins og bókasafn og
tónlist aldrei langt undan. Mér
fannst áhugavert að þau létu
nokkuð að sér kveða í norrænu
samstarfi og ræktuðu samband
við Sama í Lapplandi ef ég man
rétt. Gestakomur til þeirra voru
tíðar og oft var kátt á hjalla í
kvistinum eða í eldhúsinu þegar
erlenda eða innlenda gesti bar
að garði.
Eftir að reglulegri dvöl minni
hjá Ellu og Palla lauk, þá var
ég heimagangur í Litlu-Sandvík
mörg ár á eftir annaðhvort bara
í heimsókn, taka þátt í slætti,
sauðburði, réttum eða bara
hlaupa undir bagga ef á þurfti
að halda.
Með Ellu er gengin væn og
góð kona sem mér hefur alltaf
verið sérstaklega hlýtt til. Færi
ég þeim systkinum, Siggu, Al-
dísi, Lýð, Gumma og fjölskyld-
um þeirra mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Bjarki Sverrisson.
✝
Guðmundur
Óskar Skarp-
héðinsson fæddist
22.3. 1944. Hann
lést 2. júlí síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru þau Skarp-
héðinn Kristjón
Óskarsson (1922-
1998 af Pálsætt
undan Jökli) og
Unnur Guðjóns-
dóttir (1922-2006 af Deild-
artunguætt). Systur hans eru
Ólafía, f. 1947, Elsa, f. 1950 og
og Kristbjörn Óskar, f. 29.3.
1974.
Ekkja Guðmundar er Cris-
anta D. Skarphéðinsson, f. 13.
desember 1957. Guðmundur á
fjölda afkomenda, bæði frá
sonum sínum og fósturbörnum
til lengri og skemmri tíma.
Guðmundur vann við ýmis
störf til sjós og lands, hann
var lærður matsveinn og vann
lengstum við það fag. Hann
var lengi búsettur í Suður-
nesjabæ og bjó síðustu árin
norður á Blönduósi. Guð-
mundur var fyrr á árum
landskunnur fyrir dulargáfu
sína, en á síðustu áratugum
bagaði heilsuleysi hann mjög.
Sálumessa hans verður
sungin í Landakotskirkju í
dag, 15. júlí 2022, kl. 10 ár-
degis.
Lovísa Ósk, f.
1960.
Guðmundur var
margkvæntur, en
með fyrstu konu
sinni, Þóru Stef-
ánsdóttur, f. 1943,
átti hann soninn
Stefán Ólaf, f.
28.2. 1968.
Önnur kona
Guðmundar var
Jóhanna Dóra
Þorgilsdóttir djákni (1945-
2022) og eignuðust þau tvo
syni: Unnar Gils, f. 7.7. 1970
Í dag verður frændi minn Guð-
mundur Óskar borinn til grafar.
Það fyrsta sem ég man eftir hon-
um var þegar fjölskylda hans
flutti í hús við götuna okkar. Faðir
hans Skarphéðinn var föðurbróðir
minn. Það voru eðlilega mikil sam-
skipti milli bræðrabarnanna. Jól,
afmæli og smáhátíðir.
Í febrúar 1962 birtist grein um
Guðmund í vikublaðinu Fálkanum
– Sautján ára íslenskur huglækn-
ir. Varð þá Guðmundur lands-
þekktur á örskotsstund. Það er
spurning hvort það hafi verið hollt
og gott fyrir svo ungan mann.
Miðilsfundir voru haldnir á
heimili okkar, foreldrar mínir
voru mjög áhugasamir um þessi
mál. Náttúrulega áttum við börnin
að vera óvitandi um þetta, við átt-
um að vera sofandi. Létum við því
ekkert í ljós um vitneskju okkar,
annars hefðum við ekkert fengið
að vita. Þetta var spennandi.
Sögur voru sagðar um gáfur
Guðmundar, ég man eftir einni:
Bóndi í Hvalfirði sem Guðmundur
hafði verið í sveit hjá sagðist hafa
verið viðstaddur jarðarför afa
okkar og sá Guðmund hlæja við.
Hafi hann þá spurt Guðmund, eft-
ir á, hvers vegna hann hafi hlegið?
Guðmundur hafi þá svarað að
hann hafi séð afa okkar sitja klof-
vega á kistunni glottandi.
Auðvitað voru jólaboðin og fjöl-
skyldusamankomur litaðar af alls-
konar tilraunum með skyggnigáfu
frænda míns, hlutskyggni, fylgjur
og álfa.
Á þrítugsaldri fór ég að æfa
yoga, var frændi minn mjög
áhugasamur um þá sýslu mína.
Fórum við saman á ýmsa fundi og
ræddum margt um trúna. Nú
kveður hann okkur hérnamegin,
forvitnin um hinumegin fær svöl-
un.
Ættum við ekki að segja: til
hamingju?
Oddur Guðmundsson.
Guðmundur Óskar
Skarphéðinsson
Í dag kveðjum
við góðan vin og
yndislega sam-
starfskonu hana
Guðrúnu Birnu.
Guðrún Birna hóf störf í
Hörðuvallaskóla haustið 2017.
Þar kenndi hún heimilisfræði allt
þar til hún fór í fæðingarorlof
vorið 2020. Hún hafði mikinn
metnað fyrir starfi sínu, var
mjög skipulögð og vissi alveg
hvernig hún vildi hafa hlutina.
Það var alveg einstakt að sjá
hvað allt var skipulagt, snyrtilegt
og hreint í stofunni hennar. Hún
var afar góður kennari, hafði ein-
staklega góða nærveru og náði
vel til nemenda sinna sem marg-
ir spyrja reglulega eftir henni. Í
starfsmannahópnum bar ekki
mikið á Guðrúnu Birnu, hún var
hæglát og hafði sig ekki í
frammi. Hún anaði ekki að neinu
en þegar hún ákvað eitthvað var
hún fylgin sér. Guðrún Birna var
einstaklega vönduð, ákveðin, hlý
og umhyggjusöm. Við sem vor-
um svo lánsöm að kynnast henni
vitum hversu heilsteypt og
traust hún var.
Samstarfsfólk hennar í list- og
verkgreinateyminu minnist
glettninnar í augunum þegar
spjallað var í kaffitímum eða
grínast á teymisfundum. Guðrún
Birna var góður félagi og smærri
hópi naut hún sín vel, hafði
Guðrún Birna
Árnadóttir
✝
Guðrún Birna
Árnadóttir
fæddist 17. október
1986. Hún lést 1.
júlí 2022. Útför
hennar fór fram 13.
júlí 2022.
margt til málanna
að leggja og það var
gott að eiga við
hana uppbyggilegar
samræður um allt
sem laut að starf-
inu. Það var ein-
staklega þægilegt
að leita til hennar,
alltaf jákvæð og
styðjandi.
Guðrún Birna
var enn í fæðingar-
orlofinu þegar hún veiktist. Í því
erfiða ferli sást vel hvern mann
hún hafði að geyma. Hún tók
hverri raun með einstöku jafn-
aðargeði. Alltaf þegar maður
heyrði í henni var hún bjartsýn
og tókst á við hvert áfallið af
öðru með ró og yfirvegun. En ör-
lögum sínum fær enginn ráðið og
nú hefur hún verið hrifin á brott
svo allt of fljótt.
Það er þungbært fyrir okkur
öll að kveðja elsku Guðrúnu
Birnu. Hugur okkar er hjá eig-
inmanni hennar og ungum son-
um missir þeirra er mikill.
Fyrir hönd allra í Hörðuvalla-
skóla,
Þórunn Jónasdóttir.
Vertu sæll um alla eilífð,
elskulega góða barn.
Þó að stöðugt þig við grátum
þreytt og mædd um lífsins hjarn
eigum við í huga hrelldum
helga von og bjarta þrá
að eiga vísa endurfundi
aftur þig að mega sjá.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Ástarkveðja,
Bryndís Rut.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar