Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Þín upplifun skiptir okkur máli
Kringlan ... alltaf næg bílastæði
Borðabókanir á
www.finnssonbistro.is eða
info@finnssonbistro.is
Djúsí
andasalat
Frábær kostur í hádeginu
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Dagurinn hentar vel til að íhuga
gamlar hugmyndir um atvinnumöguleika.
Ræddu við einhvern þér eldri og vitrari.
20. apríl - 20. maí +
Naut Minningar verða til á einu augnabliki í
einu og yfirleitt þegar maður á síst von á.
Reyndu því að einbeita þér að starfi þínu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er mikil gæfa að eiga trún-
aðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum
þannig að enginn bíður hnekki af.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú þarft að gefa tilfinningunum
smáfrí og velta hlutunum fyrir þér af kaldri
skynsemi. Vertu sjálfum þér samkvæmur
og þá muntu uppskera laun erfiðis þíns.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Á vissum augnablikum getur verið
rétt að aðhafast ekkert því ef reynt er að
hreyfa málum þá rekur allt í strand. Stattu
ákveðinn á þínu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú gætir laðað að þér einhvern í dag
sem er staðráðinn í að gera þig að betri
manni. Gott! Það er merki um að þú sért að
lifa lífinu og ýtir þér áfram í þroska.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Vertu viss að vera í nú-inu með ósk-
irnar þínar og nærðu þær vel. Stilltu þig um
að rasa um ráð fram, fyrir vikið nærðu frá-
bærum árangri í verkefni sem þú hefur
baksað við upp á síðkastið.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Spurðu sjálfan þig að því af
hverju þú þarft alltaf að vera að afreka eitt-
hvað. Skoðaðu málið vandlega svo þú hafir
það á hreinu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ekkert samband er fullkomið
og sum þeirra sem þú ert í eru langt frá því
að vera það. Með réttum viðbrögðum getið
þið komist hjá erfiðleikum í tæka tíð.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Fólki finnst gaman að færa þér
gjafir, kannski af því að þú ert svo vinaleg-
ur. Hann trúir á það sem hann er að gera
og vill að aðrir skilji hvað hann á við.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Leyfðu öðrum að njóta gleði
þinnar og gamansemi. Lexía dagsins er sú
að vera samúðarfullur og skilja sjónarmið
hins aðilans. Farðu þér hægt.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Mark Twain sagði eitt sinn að fregn-
ir að andláti hans væru stórlega ýktar.
Leggðu þitt af mörgum möglunarlaust og
þá fylgja aðrir á eftir.
aðra rjúpu og stóð við það. Í mörg ár
vann ég einnig við að fylgjast með
arnarhreiðrum við talningar og
merkingar. Alltaf nálgaðist ég hreiðr-
in með nærgætni svo að hvorki for-
eldrarnir né ungarnir sýndu vott um
hræðslu.“
Ragnar naut heimakennslu bæði í
foreldrahúsum í Aratungu og svo að
Látrum. Síðar stundaði hann nám í
Reykjanesskóla í Ísafjarðardjúpi
á eftir mér eins og ég væri for-
ystusauður. Ég þekkti þær allar, voru
þær hændar að mér og gat ég rakið
ættir þeirra.“
Ragnar hefur sagt margar sögur af
tilfinningatengslum sínum við dýr og
segist hafa átt mjög erfitt með að
nota skotvopn til veiða. „Eitt sinn
skaut ég rjúpu. Þegar ég kom að
henni sá ég svo eftir því að hafa skotið
hana að ég hét því að skjóta aldrei
R
agnar Bergsveinsson
fæddist 15. júlí 1922 í
Aratungu við Stein-
grímsfjörð, næst-
yngstur 15 systkina.
Hann ólst upp í foreldrahúsum fram
undir 12 ára aldur, en eins og gefur að
skilja var þetta þungt heimili og flest-
um börnunum var komið fyrir hjá
vinum, vandamönnum og vandalaus-
um.
Hjálmfríður Lilja, systir Ragnars
sem var 12 árum eldri en hann, fór
ung að heiman og var um skeið lausa-
kona í Vatnsfirði og er skráð þar árið
1930.
Um 1934 höfðu foreldrar þeirra
Hjálmfríðar Lilju og Ragnars brugð-
ið búi og hermt er að hún hafi haft
forgöngu um að Ragnar, þá 12 ára
gamall, kæmi til Látra til bústarfa.
Faðir Ragnars fylgdi honum yfir
Steingrímsfjarðarheiði og fékk hann
heimili og gott atlæti að Látrum, hjá
systur sinni og Þórarni mági sínum.
Þórarinn átti þrjú börn með Krist-
ínu, fyrri konu sinni, og voru þau á
aldur við Ragnar. Þórarinn og Hjálm-
fríður Lilja eignuðust þrjú börn, Guð-
rúnu, Braga og Sigríði og urðu öll sex
börn Þórarins þannig uppeldissystk-
ini Ragnars og myndaðist sterk vin-
átta með þeim sem hélst alla tíð.
Um Þórarin mág sinn segir Ragn-
ar: „Hann var góður maður, hafði sér-
stakar taugar til mín og mat mig mik-
ils. Hann var sterk greindur og mikill
sómamaður. Eitt sinn, þegar við höfð-
um verið að sinna búskap við erfiðar
aðstæður, sem tókst að vinna bug á,
kallaði hann mig til sín og þakkaði
mér vel fyrir hjálpina. Opnaði hann
koníaksflösku til að við gætum skálað
en Þórarinn snerti annars sjaldan
áfengi. Mikið þótti mér vænt um
þetta vinarhót sem hann sýndi mér.
Undir handleiðslu Þórarins urðu bú-
störf mitt fag þótt ekki ætti fyrir mér
að liggja að verða bóndi.“
Einkum er smölun kinda að haust-
lagi Ragnari minnisstæð. Þá var oft
höfð næturdvöl í Heydal en þaðan var
Kristín, fyrri kona Þórarins á Látrum
ættuð. „Þegar féð var komið heim í
tún að hausti eða því sleppt út að vori
var það segin saga að þegar ég gekk
um túnin gengu kindurnar í halarófu
1935-36 og í íþróttaskólanum í
Haukadal 1937-38 og seinna í Lög-
regluskólanum, 1947, þegar hann tók
til starfa í lögreglunni í Reykjavík eft-
ir að hafa séð auglýsta stöðu lög-
regluþjóna. „Ég pantaði fund með
Agnari Kofoed-Hansen lögreglu-
stjóra og varla leið meira en mínúta
af þeim fundi að Agnar bað mig að
hitta ritarann sinn til að ganga frá
ráðningarsamningi. Þetta stutta við-
tal leiddi því til æviráðningar.“
Ragnar lýsir starfi sínu í lögregl-
unni sem viðburðaríku og að lang-
mestu leyti ánægjulegu. „Á þessum
tíma bar mest á okkur lögreglumönn-
um við umferðarstjórnun í mið-
bænum fyrir daga umferðarljósanna
en við þurftum að sinna fleiru en um-
ferðarstjórnun t.d. var umferðareft-
irlit einnig töluvert. Við sinntum líka
ýmsum þjónustustörfum, t.d. við
starfsfólk Landspítalans og fluttum
við það m.a. til og frá vinnu þegar
nauðsyn krafði. Við lögreglumenn-
irnir bárum númer á einkennisbún-
ingnum og fékk ég það góða númer
100. Það varð til þess að þvottakon-
urnar á Landspítalanum fóru að kalla
mig „hundraðshöfðingjann“. Síðar
fékk ég númerið 88 og hélt upp á það
alla tíð og náði mér t.d. í bílnúmerið R
8888 og símanúmerið 10888.“
Árið 1964 varð Ragnar flokkstjóri,
aðstoðarvarðstjóri 1966, varðstjóri
frá og með 1.jan. 1969 og aðalvarð-
stjóri frá 1. mars 1979. Hann fór svo á
eftirlaun 1. nóv. 1982. Seinni árin var
hann aðalvarðstjóri í fjarskiptastöð
lögreglunnar, á þeim tíma þegar
tölvutæknin var tekin í notkun. Hann
var einnig yfirmaður fjarskiptastöðv-
arinnar og réð starfsmannamálum.
Ragnar er félagslyndur maður og
sat í stjórn Lögreglufélags Reykjavík-
ur 1954 og var í stjórn Byggingarsam-
vinnufélags lögreglumanna frá byrjun
1950 og formaður þess um tíma.
Stærsta verkefni félagsins á þessum
árum var bygging fjölbýlishússins
Miklubraut 80 til 84 og fjölbýlishússins
Miklubraut 86 til 90 í samvinnu við
prentarafélag Reykjavíkur.
Ragnar vann til ýmissa verðlauna í
skotfimi og bridge og var sæmdur
gullmerki Lögreglufélags Reykjavík-
ur. Við heimsókn Svíakonungs til Ís-
Ragnar Bergsveinsson, fv. aðalvarðstjóri – 100 ára
Lögreglumaður
Ragnar bar
númerið 100 á
einkennisbún-
ingnum sínum í
lögreglunni og
var upp frá því
kallaður hundr-
aðshöfðinginn af
þvottakonunum
á Landspít-
alanum. Hann
fékk síðar núm-
erið 88 og hélt
mikið upp á það.
Hundraðshöfðinginn
Brúðkaup Þessi mynd er tekin í brúðkaupi Margrétar, dóttur Ragnars, í
Viðey 31. júlí 1999. Við hlið brúðarinnar standa foreldrarnir Ragnar og
Gyða heitin og aðrir nánustu ættingjar brúðhjónanna.
Til hamingju með daginn
90 ÁRA Sigríður Árný, kölluð Árný, hefur allt sitt líf búið í Miðfirði í Húna-
þingi vestra. Hún ólst upp að Finnmörk í Fitjárdal og náði sér í mann úr
sömu sveit, Skúla Axelsson frá Valdarási. Þau keyptu jörðina Bergsstaði í
Miðfirði vorið 1954, sama ár og þau kvæntust, og bjuggu þar myndarbúi í 53
ár. Þá fluttu þau að Laugarbakka þar sem Árný býr enn í dag og unir hag
sínum vel. Árný gekk í Húsmæðraskólann á Varmalandi 1951-52. Hún er
næst yngst af systkinum sínum og skemmtilegt að segja frá því að fjögur
þeirra eru enn á lífi og tvö þeirra komin yfir nírætt. Jóhanna Kristófersdóttir
er 93 ára og býr á Hrafnistu og Jóhannes Kristófersson er 91 árs og býr á
Laugarbakka. Gunnar Kristófersson er 80 ára og býr einnig á Laugarbakka.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Árnýjar var Skúli Axelsson frá Valdarási, f.
10.4. 1926, d. 1.1. 2009, bóndi. Börn þeirra hjóna eru: Jónína, f. 1.6. 1955,
bóndi og saumakona, Axel, f. 10.4. 1960, húsasmíðameistari, Guðmundur
Rúnar, f. 27.1. 1963, rafiðnafræðingur og Elín Anna, f. 29.1. 1974, búfræð-
ingur og bóndi á Bergsstöðum. Afkomendur Árnýjar eru alls 22 talsins.
Sigríður Árný Kristófersdóttir