Morgunblaðið - 15.07.2022, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022
Lengjudeild karla
HK – KV.................................................... 4:0
Fylkir – Kórdrengir ................................. 4:1
Grótta – Selfoss ........................................ 3:0
Þróttur V. – Grindavík............................. 2:0
Staðan:
Fylkir 12 7 3 2 34:13 24
Grótta 12 7 1 4 27:15 22
HK 11 7 1 3 24:15 22
Selfoss 12 6 3 3 23:17 21
Grindavík 12 4 5 3 18:15 17
Fjölnir 11 5 2 4 22:20 17
Kórdrengir 12 4 4 4 16:18 16
Vestri 11 4 4 3 18:25 16
Afturelding 11 3 4 4 15:16 13
Þór 11 3 2 6 16:23 11
KV 12 2 1 9 14:31 7
Þróttur V. 11 1 2 8 4:23 5
Sambandsdeild karla
1. umferð, síðari leikir, helstu úrslit:
Breiðablik – UE Santa Coloma............... 4:1
_ Breiðablik áfram, 5:1 samanlagt.
KR – Pogon Szczecin ............................... 1:0
_ Pogon áfram, 4:2 samanlagt.
Aka.Pandev – Lechia Gdansk ................. 1:2
_ Lechia áfram, 6:2 samanlagt.
Europa FC – Víkingur Götu.................... 1:2
_ Víkingur áfram, 3:1 samanlagt.
Kauno Zalgiris – Ruzomberok................ 0:0
_ Ruzomberok áfram, 2:0 samanlagt.
Paide – Dinamo Tbilisi............................. 1:2
_ Paide áfram á vítum, 4:4 samanlagt.
SJK Seinäjoki – Flora Tallinn........ (frl.) 4:2
_ Seinäjoki áfram, 4:3 samanlagt.
Tuzla City – Tre Penne............................ 6:0
_ Tuzla áfram, 8:0 samanlagt.
Atletic Escaldes – Gzira.................. (frl.) 0:1
_ Gzira áfram, 2:1 samanlagt.
B36 Þórshöfn – Borac Banja Luka......... 3:1
_ B36 áfram á vítum, 3:3 samanlagt.
Dila Gori – KuPS Kuopio......................... 0:0
_ KuPS áfram, 2:0 samanlagt.
Riga FC – Derry City .............................. 2:0
_ Riga áfram, 4:0 samanlagt.
Newtown – HB Þórshöfn................ (frl.) 2:1
_ Newtown áfram á vítum, 2:2 samanlagt.
Differdange – Ol.Ljubljana ............ (frl.) 1:2
_ Olimpija áfram, 3:2 samanlagt.
Llapi – Buducnost Podgorica.................. 2:2
_ Buducnost áfram, 4:2 samanlagt.
Partizani Tirana – Saburtalo Tbilisi ....... 0:1
_ Saburtalo áfram á vítum, 1:1 samanlagt.
Sligo Rovers – Bala Town........................ 0:1
_ Sligo áfram á vítum, 2:2 samanlagt.
Decic – Dinamo Minsk ............................. 1:2
_ Dinamo áfram, 3:2 samanlagt.
Larne – St. Josephs.................................. 0:1
_ St. Josephs áfram, 1:0 samanlagt.
Tre Fiori – Fola Esch .............................. 3:1
_ Tre Fiori áfram, 4:1 samanlagt.
Cliftonville – Dunajská Streda................ 0:3
_ Dunajská áfram, 5:1 samanlagt.
Crusaders – Magpies ............................... 3:1
_ Crusaders áfram, 4:3 samanlagt.
>;(//24)3;(
EM U20 kvenna
B-deild í N-Makedóníu:
Keppni um sæti 9-18:
Kósóvó – Ísland .................................... 44:65
Slóvakía – Króatía ................................ 55:67
_ Ísland 4, Rúmenía 4, Kósóvó 2, Króatía 2,
Slóvakía 0. Ísland mætir Króatíu í dag.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
1. deild karla, Lengjudeildin:
Akureyri: Þór – Fjölnir............................. 18
2. deild karla:
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Ægir............... 19.15
3. deild karla:
Árbær: Elliði – KH............................... 19.15
Garðabær: KFG – Augnablik .............. 19.15
Dalvík: Dalvík/Reynir – Vængir J ...... 19.15
2. deild kvenna:
Úlfarsárdalur: Fram – ÍR.................... 19.15
Akranes: ÍA – Álftanes ........................ 19.15
Ásvellir: KÁ – Grótta ........................... 19.15
GOLF
Hvaleyrarbikarinn hefst í dag á Hvaleyr-
arvellinum í Hafnarfirði en mótið er hluti af
stigamótaröð GSÍ og leiknar eru 54 holur.
Í KVÖLD!
D-RIÐILL:
Ísland – Ítalía............................................ 1:1
Frakkland – Belgía .................................. 2:1
Staðan:
Frakkland 2 2 0 0 7:2 6
Ísland 2 0 2 0 2:2 2
Belgía 2 0 1 1 2:3 1
Ítalía 2 0 1 1 2:6 1
_ Lokaumferðin er á mánudag, 18. júlí, kl.
19 þegar Ísland leikur við Frakkland og
Ítalía við Belgíu.
Leikir í dag:
A: Austurríki – Noregur ........................... 19
A: Norður-Írland – England .................... 19
Markahæstar:
Beth Mead, Englandi.................................. 4
Grace Geyoro, Frakklandi.......................... 3
Alexandra Popp, Þýskalandi...................... 2
Ellen White, Englandi ................................ 2
EM KVENNA 2022
Þrótti úr Vogum sem fer fram á
sunnudagskvöldið. Atli Arnarson
skoraði fyrir HK í fyrri hálfleiknum
og í þeim síðari bættu Ásgeir Mar-
teinsson og Stefán Ingi Sigurðar-
son við mörkum auk þess sem Vest-
urbæingar skoruðu sjálfsmark.
_ Sögulegustu úrslit kvöldsins
urðu hinsvegar í Vogum þar sem
Þróttur vann sinn fyrsta leik í sög-
unni í 1. deild, 2:0 í nágrannaslag
gegn Grindavík. Hans Mpongo, sem
lék með ÍBV fyrri hluta móts, skor-
aði bæði mörkin í fyrsta leik sínum
með liðinu.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fylkir, Grótta og HK eru í þremur
efstu sætunum í fyrstu deild karla í
fótbolta eftir sannfærandi sigra á
heimavöllum sínum í gærkvöld.
_ Lykilleikur toppbaráttunnar
var á Seltjarnarnesi þar sem
Gróttumenn skelltu Selfyssingum,
sem voru efstir í deildinni til
skamms tíma, á sannfærandi hátt,
3:0. Kjartan Kári Halldórsson var
áfram á skotskónum og skoraði tvö
markanna en hann hefur nú skorað
12 mörk fyrir Gróttu í deildinni í ár.
Óliver Dagur Thorlacius skoraði
eitt mark.
_ Fylkir hélt efsta sætinu með
því að sigra Kórdrengi örugglega í
Árbænum, 4:1. Ásgeir Eyþórsson,
Arnar Breki Ásþórsson og Nikulás
Val Gunnarsson komu Fylki í 3:0.
Kristófer Reyes minnkaði muninn
fyrir Kórdrengi en Mathias Laur-
sen innsiglaði sigur Árbæinga.
_ HK er áfram með fæst stig töp-
uð í deildinni eftir 4:0 sigur á KV í
Kórnum. Kópavogsliðið situr þó í
þriðja sæti en á leik til góða gegn
Fylkir, Grótta og HK efst
Morgunblaðið/Eggert
Fylkir Mathias Laursen og Ásgeir
Eyþórsson skoruðu báðir í gær.
EVRÓPUKEPPNI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Það má með sanni segja að íslensku
karlaliðin séu að fá uppreisn æru í
Evrópumótunum eftir dauft gengi
undanfarin ár.
Eftir bráðfjörugt jafntefli Víkinga
gegn Svíþjóðarmeisturum Malmö á
þriðjudagskvöldið gerðu KR og
Breiðablik sér lítið fyrir og unnu
bæði andstæðinga sína í seinni leikj-
um fyrstu umferðar Sambandsdeild-
arinnar í gærkvöld.
Breiðablik vann UE Santa Co-
loma frá Andorra sannfærandi, 4:1,
á Kópavogsvelli og fer áfram í Sam-
bandsdeildinni, 5:1 samanlagt. KR
lagði Pogon Szczecin frá Póllandi,
1:0, á Meistaravöllum en er fallið úr
keppni, 2:4 samanlagt.
Samtals hafa nú íslensku liðin
unnið fimm af átta Evrópuleikjum
sínum í sumar og gert eitt jafntefli.
Þegar við þetta bætast þrír sigrar
Blika í fyrra, auk tveggja jafntefla
Breiðabliks og Stjörnunnar, ætti Ís-
land að klífa styrkleikatöfluna hratt
og verða komið með fjórða liðið í
Evrópukeppni á ný innan tveggja
ára.
Svartfjallaland og Wales
Bæði Breiðablik og Víkingur
halda áfram í Sambandsdeildinni í
næstu viku þar sem Blikar mæta
Buducnost Podgorica frá Svart-
fjallalandi og Víkingar eiga í höggi
við The New Saints, meistaralið Wa-
les. Þarna eru fyrir hendi tækifæri
til að bæta við fleiri sigurleikjum og
bæði lið ættu að eiga raunhæfa
möguleika á að komast í þriðju um-
ferð þó ljóst sé að mótherjar beggja
séu sterkir.
Fimm sigrar Blika á tveimur
árum
Blikar eru búnir að vinna fimm
Evrópuleiki á tveimur árum, og þeir
eru nú eina íslenska félagið í karla-
flokki sem hefur unnið jafnmarga
Evrópuleiki og það hefur tapað.
_ Sigur Blika í gærkvöld var sá
níundi í 23 leikjum en þeir hafa gert
fimm jafntefli og tapað níu sinnum.
_ Þá er Breiðablik eftir leikinn í
gærkvöld eina íslenska karlaliðið
með markatölu í plús í Evrópu-
leikjum en Kópavogsfélagið hefur
skorað 31 mark í Evrópukeppni og
fengið á sig 29.
_ Blikar sáu líka til þess að ís-
lensk lið hafa farið áfram gegn liðum
frá Andorra í öll fjögur skiptin sem
þau hafa mæst í Evrópukeppni.
Blikar sjálfir tvisvar, Víkingar einu
sinni og Valsmenn einu sinni.
_ Kristinn Steindórsson skoraði
sitt þriðja Evrópumark fyrir Breiða-
blik þegar hann kom liðinu í 4:1. Að-
eins Ellert Hreinsson hefur skorað
fleiri, fjögur, en Árni Vilhjálmsson
og Gísli Eyjólfsson eru með þrjú
mörk hvor.
_ Ísak Snær Þorvaldsson og
Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu
báðir sitt annað Evrópumark en
Ísak skoraði sigurmarkið í fyrri
leiknum í Andorra, 1:0. Reynslubolt-
inn Andri Rafn Yeoman skoraði
hinsvegar sitt fyrsta Evrópumark
þegar hann kom Blikum í 3:1.
_ Blikar leika nú tvo næstu
fimmtudaga við Buducnost Podgo-
rica frá Svartfjallalandi og er fyrri
leikurinn á Kópavogsvellinum næsta
fimmtudag, 21. júlí.
KR-ingar kveðja stoltir
KR-ingar geta kvatt Sambands-
deildina stoltir því sigur gegn sterku
liði Pogon frá Póllandi, 1:0 á Meist-
aravöllum í gærkvöld, er plús í
kladdann fyrir Rúnar Kristinsson
og hans menn. Þó þeir séu fallnir úr
keppni þá kræktu þeir í dýrmæt stig
á styrkleikalistann fyrir Ísland og
fyrir KR-inga sjálfa.
Möguleikar KR-inga á að komast
áfram voru afar litlir fyrir leik eftir
4:1 tapið í Szczecin en þeir hefðu
þurft að ná fjögurra marka sigri, eða
þá þriggja marka sigri og víta-
spyrnukeppni til að fella Pólverjana.
Eftir eitt mark í fyrri hálfleik hefðu
þeir þurft annað fljótlega í þeim síð-
ari til að setja virkilega pressu á Pól-
verjana.
_ Sigurður Bjartur Hallsson
skoraði sitt fyrsta Evrópumark þeg-
ar hann kom KR yfir undir lok fyrri
hálfleiksins. Þetta var um leið fyrsta
mark KR á heimavelli í síðustu fjór-
um Evrópuleikjum en Vestur-
bæingar höfðu ekki skorað í þremur
síðustu Evrópuleikjum á Meistara-
völlum.
_ KR-ingar unnu sinn 19. Evr-
ópuleik í gærkvöld og FH er eina ís-
lenska félagið með fleiri Evrópu-
sigra á sínum reikningi, 23 talsins.
Af þessum 19 sigurleikjum eru 13 á
heimavelli.
_ KR hefur leikið flesta Evrópu-
leiki íslenskra liða, 84 talsins, og er
með flest skoruð mörk en mark Sig-
urðar í gærkvöld var 95. Evrópu-
mark KR-inga.
_ KR er þriðja íslenska liðið sem
vinnur heimaleik gegn pólsku liði.
Fylkir vann Pogon 2:1 árið 2001 og
fór áfram, 3:2 samanlagt, og Stjarn-
an vann Lech Poznan 1:0 árið 2014
og komst áfram á því marki. Eini
sigur Pólverja á Íslandi á þessari öld
er sigur Legia Varsjá á FH í Kapla-
krika, 1:0, árið 2006. Á síðustu öld,
frá 1972 til 1986, unnu Pólverjar
hinsvegar alla tíu Evrópuleiki sína
gegn íslenskum liðum.
_ Pogon fer í aðra umferð keppn-
innar og mætir þar Bröndby frá
Danmörku.
Íslandið er að rísa í Evr-
ópumótunum í fótbolta
- Breiðablik áfram í Sambandsdeildinni og KR-ingar sigruðu sterkt lið Pogon
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Skoruðu Ísak Snær Þorvaldsson og Andri Rafn Yeoman kljást við Andorramenn en þeir skoruðu báðir í leiknum.
Morgunblaðið/Hákon
Skoraði Sigurður Bjartur Hallsson á spretti gegn Pogon á Meistaravöllum
en hann skoraði sigurmark KR-inga í leiknum í gærkvöld.