Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 _ Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörð- ur úr Þrótti í Reykjavík, var í gær köll- uð inn í landsliðshóp Íslands í knatt- spyrnu á EM á Englandi. Hún hefur æfingar með liðinu í dag og verður í hópnum gegn Frökkum á mánudag. Ír- is, sem er 32 ára, kemur í stað Telmu Ívarsdóttur sem meiddist á æfingu á miðvikudaginn og var ekki í hópnum gegn Ítalíu í gær. _ Bandaríkjamaðurinn Cameron Yo- ung er óvænt með forystu eftir fyrsta daginn á The Open Championship, risamótinu í golfi sem hófst á St And- rews-vellinum í Skotlandi í gær. Young lék magnaðan hring, á 64 höggum, átta undir pari vallarins, og er tveimur höggum á undan Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sem lék á 66 höggum. _ Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær formlega kynntur til leiks hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping. Sænska félagið seldi Arnór til CSKA í Moskvu árið 2018 fyrir 40 milljónir sænskra króna. Hann lék með CSKA í þrjú ár en var í láni hjá Venezia í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili. _ Þórsarar úr Þorlákshöfn drógust í gær gegn Petrolina AEK frá Kýpur í undankeppni Evrópubikars FIBA í karlaflokki í körfuknattleik. Liðin eru í sex liða riðli en tapliðið fellur út eftir fyrsta leik og sigurliðið mætir Antwerp Giants frá Belgíu í næsta leik. Eitt lið- anna sex kemst svo í riðlakeppni Evr- ópubikarsins en hin þrjú liðin eru Sporting frá Portúgal, Göttingen frá Þýskalandi og Trepca frá Kósóvó. Leik- ið verður á heimavelli einhvers af þessum sex liðum. _ Hilmar Þór Jónsson, eini keppandi Íslands á heimsmeistaramótinu í frjálsum, verður í eldlínunni strax á fyrsta degi mótsins sem hefst í dag í Eugene í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Hilmar keppir í sleggjukasti og undan- keppnin hjá honum hefst kl. 16.05 að íslenskum tíma. Hilmar þarf að kasta 77,50 metra til að komast í úrslitin, eða þá að enda meðal tólf efstu í und- ankeppninni, en Íslandsmet hans í greininni er 77,10 metrar. _ Diljá Lárusdóttir skoraði 21 stig fyrir íslenska U20 ára landsliðið í körfuknattleik sem sigraði Kósóvó, 65:44, í B-deild Evrópukeppninnar í Norður-Makedóníu í gær. Hulda Ólafs- dóttir skoraði 15 stig og Helena Rafnsdóttir var með 11 stig og 13 frá- köst. _ Knattspyrnumaðurinn Willum Þór Willumsson skrifar að óbreyttu undir samning við hollenska úrvalsdeildar- félagið Go Ahead Eagles í dag, til þriggja ára. Ólafur Garðarsson um- boðsmaður staðfesti það við Morg- unblaðið í gær. Willum hefur leikið í þrjú og hálft ár með BATE Borisov í Hvíta- Rússlandi. Go Ahead, sem er frá borginni Deventer, varð í 13. sæti af 18 liðum í Hollandi í fyrra en Willum verð- ur fyrsti Íslending- urinn til að spila með liðinu. Eitt ogannað ins eftir frábært samspil íslenska liðsins. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var klárlega varnarleikurinn með þær Glódísi Perlu Viggósdóttur og Guðrúnu Arnardóttur fremstar í flokki. Þá var Sandra Sigurðar- dóttur stórkostleg í markinu en hún varði hvert skotið á fætur öðru frá leikmönnum ítalska liðsins og gerði einstaklega vel í að halda boltanum alltaf. Eins svekkjandi og úrslitin voru þá var jafntefli að öllum líkindum Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Svekktar Landsliðskonurnar Svava Rós Guðmundsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ganga niðurlútar af velli í leikslok. sanngjörn niðurstaða enda stjórn- uðu Ítalir ferðinni langstærstan hluta leiksins. Allt getur gerst í fótbolta Ísland er með 2 stig í öðru sæti riðilsins en Frakkar eru komnir áfram í 8-liða úrslitin með 6 stig í efsta sætinu. Belgía og Ítalía koma þar á eftir með eitt stig hvort en þau mætast einmitt í lokaumferðinni í Manchester á meðan Ísland mætir Frakklandi í Rotherham. Reikningsdæmið er ekkert sér- staklega flókið fyrir íslenska liðið en ef það leggur Frakkland að velli í lokaumferðinni er Ísland komið áfram í 8-liða úrslitin. Íslenska liðinu gæti dugað jafn- tefli í lokaleiknum, gegn því að Ítalía og Belgía geri jafntefli í sínum leik. Tapi Ísland gæti liðið hins vegar komist áfram líka, aftur gegn því að Ítalía og Belgía geri jafntefli, en þá þarf íslenska liðið að skora allavega eitt mark gegn því franska og helst tvö til þess að auka möguleika sína ennþá frekar. Innbyrðis viðureign ræður úrslit- um í riðlakeppninni ef liðin eru jöfn að stigum en eftir það er það marka- talan og því fleiri mörk sem Ísland skorar gegn Frökkum, því betra. Frakkar eru nú þegar búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í 8-liða úrslitunum og þeir gætu því freistast til þess að hvíla leikmenn gegn Íslandi á mánu- daginn. Það gæti komið sér vel fyrir ís- lenska liðið en á sama tíma er liðið eitt það sterkasta í heiminum, í þriðja sæti heimslista FIFA, og því engir aukvisar sem myndu koma inn í liðið. Það getur hins vegar allt gerst í fótbolta og á meðan möguleikinn er til staðar þá mun íslenska liðið leggja allt í sölurnar til þess að tryggja sér sigur og sæti í 8-liða úr- slitunum. Þurfa sigur gegn Frökkum - Ísland er í erfiðri stöðu eftir jafntefli gegn Ítalíu á Evrópumótinu, 1:1 - Íslenska liðið fékk betri færi en tókst ekki að koma boltanum aftur í netið ÍSLAND – ÍTALÍA 1:1 1:0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 3. 1:1 Valentina Bergamaschi 62. MM Sandra Sigurðardóttir M Glódís Perla Viggósdóttir Guðrún Arnardóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Dómari: Lina Lehtovaara – Finnlandi. Áhorfendur: Um 4.000. Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar- dóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardótt- ir, Hallbera Guðný Gísladóttir (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 87). Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 57), Dagný Brynjarsdótt- ir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 78). Sókn: Svein- dís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Agla María Albertsdótt- ir 57), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 87). _ Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn 130. landsleik og er sú þriðja til að ná þeim leikjafjölda. Sara Björk Gunnars- dóttir lék sinn 141. leik og Katrín Jóns- dóttir lék 133. _ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt áttunda mark í 21 landsleik þegar hún kom Íslandi yfir á 3. mínútu. _ Þetta er fjórða jafntefli Íslands og Ítalíu í átta leikjum þjóðanna. Ítalía hef- ur unnið hina fjóra leikina, alla með eins marks mun. _ Íslenska landsliðið er nú ósigrað í síð- ustu sex leikjum sínum og hefur tapað einu sinni í síðustu 13 landsleikjum. Í MANCHESTER Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það er ærið verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu eftir jafntefli gegn Ítalíu í öðrum leik sínum í D-riðli Evrópu- mótsins á akademíuvelli Manchester City í Manchester á Englandi í gær. Leiknum gegn Ítalíu lauk með 1:1-jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom íslenska liðinu yfir strax á 3. mínútu áður en Val- entina Bergamschi jafnaði metin fyrir Ítali á 62. mínútu og þar við sat. Íslenska liðið hefur oft spilað bet- ur en það gerði í gær en liðinu gekk ævintýralega illa að halda í boltann nánast allan leikinn. Leikmenn liðsins voru mikið að reyna að lúðra boltanum fram og það vantaði alla ró í spilið á allt of löngum köflum í leiknum. Miðjumennirnir þrír voru ekki nægilega duglegir að bjóða sig og sækja boltann og þær voru því oft út úr stöðu þegar Ítalir unnu boltann ofarlega á vellinum sem hefði getað endað mjög illa. Á sama tíma fékk íslenska liðið bestu færi leiksins, á 61. mínútu þeg- ar Alexandra Jóhannsdóttir skaut framhjá fyrir nánast opnu marki og svo á 87. mínútu þegar Karólína Lea fékk frítt skot í vítateig ítalska liðs- vítaspyrnu hennar, rétt eins og frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í fyrstu umferðinni. Renard fékk dauðafæri úr frákastinu en hitti ekki markið á óskiljanlegan hátt. Sigur Frakka varð því með minna móti, 2:1, og það kann að koma Íslandi illa. Ef Belgar og Ítal- ir gera jafntefli gætu Belgía, Ísland og Ítalía öll endað með tvö stig og þá ræður markatalan í leikjunum gegn Frökkum úrslitum. Nema Ís- land taki sig til og nái stigi eða stig- um af Frökkum! Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Frakkar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fót- bolta í gærkvöld með því að sigra Belga 2:1 í Rotherham. Jafnframt tryggði franska liðið sér sigur í D-riðlinum og nú er ljóst að það spilar áfram í Rotherham þar sem það mætir Íslandi á mánu- dag og leikur síðan þar gegn liðinu í öðru sæti C-riðils 23. júlí, vænt- anlega gegn Svíum eða Hollend- ingum, þó vissulega komi bæði Sviss og Portúgal enn til greina. Þetta var ekki sama flugeldasýn- ing hjá Frökkum og í fyrri hálfleik gegn Ítölum, þó Kadidiatou Diani hefði skorað strax á 6. mínútu. Ja- nice Cayman jafnaði óvænt fyrir Belga á 36. mínútu en fimm mín- útum síðar skoraði Griedge Mbock Bathy markið sem reyndist sigur- mark, 2:1. Wendie Renard fékk upplagt færi til að bæta þriðja markinu við undir lokin. Nicky Evrard varði þá Ekki sama flugeldasýningin AFP/Oli Scarff Sigur Corinne Diacre, þjálfari Frakka, fagnar sínum konum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.