Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2022 2013 2018 Reki ehf • Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur • Sími 562 2950 www.reki.is Við sérhæfum okkur í síum í allar gerðir véla Eigum til flest allar gerðir af síum á lager Áratuga reynsla í þjónustu við íslenskan iðnað Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Myndlistarkonan Edda Jónsdóttir opnaði fyrir nokkrum dögum einka- sýninguna Teikningar í Hverfisgall- eríi á Hverfisgötu. Þar er að finna á þriðja tug blýants- og vatnslitaverka sem öll eru unnin á árunum 2021- 2022. Edda stofnaði galleríið i8 í Ingólfs- stræti árið 1995 og naut þess lengi vel að vinna með öðrum listamönn- um. Meðan hún rak galleríið lagði hún eigin myndlist að mestu til hlið- ar. Eftir að sonur hennar tók við rekstri i8 flutti hún til Arizona þar sem hún dvaldi tíu vetur. Smám sam- an fór hún að snúa sér að eigin mynd- list á ný og í fyrra opnaði hún sína fyrstu einkasýningu síðan árið 1995. Nautn við vinnuna Myndlistarkonan segir það hafa verið frábært að fá sýningarstjórann Hildigunni Birgisdóttur til liðs við sig við gerð Teikninga þegar þær taka á móti blaðamanni í Hverfisgalleríi. „Ég er náttúrulega aðdáandi hennar í myndlistinni. Hún er algjör hetja og hefur stjórnað þessu alfarið. Það er langbest að listamenn skipti sér ekkert af. Svo ef þessi sýning er góð þá er það af því að hún gerði hana. Ég gerði bara myndirn- ar,Þegar við komum hingað inn þá lagðist Hildigunnur undir feld og kom svo með þessa hugmynd að mála salinn í litum rammanna. Það verður svolítil safnatilfinning þegar þú ert kominn með lit á veggina því gallerí eru yfirleitt hvít.“ Við þetta verður myndflöturinn sjálfur í aðalhlutverki. Við sammælumst um að það sé ró- andi að koma inn í salinn og Edda stingur upp á því að haldinn yrði jógatími þar. „Ég held að þetta sé einmitt hugarástandið sem Edda er í þegar hún er að vinna á vinnustof- unni. Það er einhver innri ró eða nautn við vinnuna,“ segir Hildigunn- ur. „Já, það er einmitt rétta orðið. Það er nautn að gera þetta. Ég fæ alveg ótrúlega mikið út úr þessu,“ sam- þykkir Edda. Myndirnar sem Hildigunnur valdi inn á sýninguna eru allar í sömu stærð og var það einnig með ráðum gert. „Þá horfirðu á það sem er að gerast á myndfletinum frekar en samsetningu sýningarinnar. Mynd- flöturinn fær að njóta sín.“ Á árunum þegar Edda rak gallerí og eins þegar hún bjó í Arizona þá vann hún mikið í skissubækur. „Þeg- ar maður hefur unnið mikið í litlar bækur þá er einhver ástæða fyrir því. Maður er eitthvað hrifinn af litlu „formati“. Þetta eru ekki stórkarla- málverk. Ég fékk líka vinnustofu sem var eiginlega bara eins skrif- stofa. Eitt stórt borð og annað sem ég gat hækkað og lækkað.“ Stærðin á myndunum hafi því verið þægileg vinnustærð. „Ég held að þessi stærð hafi fylgt manninum ansi lengi. Þetta er líka akkúrat rétta stærðin fyrir verkfær- in þín og þinn líkama, þú hefur fulla stjórn,“ segir Hildigunnur. Hildigunnur, Edda og nokkrir kollegar völdu sínar uppáhalds- myndir. Þannig varð smám saman til úrval mynda sem rötuðu inn á sýn- inguna. „Rýminu var síðan skipt upp eftir rammabreiddinni og svo var val um tvennt, annaðhvort er mynd eða ekki mynd í hverju bili, þannig myndast litlir klasar um rýmið. Það gerði upp- setninguna mjög skemmtilega að vinna með þetta kerfi og það var eig- inlega nauðsynlegt að hafa eitthvað til þess að halla sér að,“ segir sýning- arstjórinn en Edda bætir við: „Það er svolítil músík í þessu kerfi.“ Þegar eitthvað kemur á óvart Spurð út í vinnuferlið segir Edda: „Ég sest bara niður með autt blað og byrja. Ég sé ekki formið fyrir mér áður. Ég bara byrja.“ Verkin eru öll unnin með blýanti og vatnslit. „Það eru tól sem einfalt er að vinna með í lítilli vinnustofu. Þau eru svo einlæg og svo nátt- úruleg,“ segir Edda. Hildigunnur bendir á að það að taka sér blýant í hönd sé oft fyrsta skrefið til þess að miðla hugmyndum. „Og vatnsliturinn er oft fyrsti lit- urinn.“ Edda segist vera ánægð með hvað hún geti verið snögg að vinna blý- ants- og vatnslitaverk. „Þú stendur aldrei upp frá ókláruðu verki. Það hentar mér ekkert mjög vel að standa upp frá ókláruðu verki og þurfa svo að byrja aftur.“ Þótt Edda hafi mikla stjórn yfir þessum litlu verkum fer vatnslit- urinn stundum sínar eigin leiðir. „Ég hef tekið eftir því að Eddu finnst mjög gaman þegar hlutir koma henni aðeins á óvart. Það má ekki vera of mikil stjórn og þá held ég að vatnslit- urinn komi sterkur inn,“ segir Hildi- gunnur. „Það verður að vera skemmtilegt,“ svarar Edda. „Ég er alltaf að sjá það meira og meira að þetta eru einhver borgar- áhrif. Þegar ég bjó í Garðabæ þá fannst mér ég ekki búa í borg þótt ég færi í bæinn. Það er núna fyrst sem mér finnst ég búa í borg og ég skil bara ekki hvernig ég gat búið ekki í borg. Og það er kannski einhver vís- un í það hér. En ég vil ekki vera of hlutbundin, þetta eru abstrakt verk.“ Hildigunnur bætir við að það sé vel hægt að sjá samhljóm milli teikning- anna og þeirra borgarljósmynda sem Edda tekur. Þar sé horft niður úr blokkinni. „Ég hefði bara dáið“ „Þú hefur sagt við mig að þú sért alltaf ótrúlega spennt að byrja á morgnana. Svo liggja bara staflarnir af myndum eftir hana,“ segir Hildi- gunnur. Edda svarar: „Þetta var mér svo nauðsynlegt. Ég gat ekkert annað, ég hefði bara dáið í Covid-faraldr- inum ef ég hefði ekki fundið þessa leið og fundið stað til þess að vinna.“ Hún fór á hverjum degi á vinnu- stofu sína á Snorrabraut. „Ég hitti oft aðra listamenn eða unga ættingja til þess að fá smá innblástur og fór svo að vinna og ég gat varla hætt. Þetta var alveg rosalega ánægju- legt.“ Samneyti við aðra listamenn hefur verið Eddu mikilvægt í gegnum tíð- ina og hefur hún mikinn áhuga á því sem aðrir eru að fást við. „Ástæðan fyrir því að Edda stofn- aði gallerí á sínum tíma er kannski að hún hefur brennandi áhuga á mynd- list. Hún sér allar sýningar,“ segir Hildigunnur og Edda tekur undir: „Það var kannski forsendan fyrir því að mér fannst ekki nóg að vinna bara sjálf heldur vildi ég vinna með fleir- um. Ég held það sé ekki hægt að segja annað en að ég hafi mikinn áhuga þótt ég hafi ekki mikið vit.“ Hildigunnur maldar í móinn en bætir við að vitið hafi breyst á vissan hátt. Þegar hún kynntist Eddu fyrir um 15 árum þá hafi Edda verið fljót að mynda sér skoðun og þær hafi verið mjög afgerandi en að nú sé sú orka að færast inn á við. Hún tali um að hún finni eitthvað í líkamanum. „Það er eins og hún sé stöðugt að þroska skynjunina.“ Edda segir skýringuna ef til vill hafa verið að framan af hafi hún verið praktísk vegna þess að hún hafi verið að hugsa um galleríið. Þegar hún hafi lagt rekstur þess til hliðar þá hafi hún farið að taka inn list á sínum eig- in forsendum, fyrir sjálfa sig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einlæg Verkin á sýningunni Teikningar í Hverfisgalleríi eru öll unnin með blýanti og vatnslit. „Það eru tól sem ein- falt er að vinna með í lítilli vinnustofu. Þau eru svo einlæg og svo náttúruleg,“ segir listakonan Edda Jónsdóttir. Ljósmyndir/Vigfús Bjarnason Abstrakt Eddu þykir verkin að vissu leyti vísa í borgarlandslag. „Þetta var mér svo nauðsynlegt“ - Einkasýning Eddu Jónsdóttur, Teikningar, opnuð í Hverfisgalleríi - Sýningarstjórinn lagði áherslu á að myndflöturinn fengi að njóta sín - Edda segir vinnuna hafa verið afar ánægjulega Íranski kvikmyndaleikstjórinn Jaf- ar Panahi hefur verið handtekinn í heimalandi sínu og er sá þriðji sem handtekinn hefur verið á innan við viku, að því er fram kemur á vef The Guardian. Hinir tveir eru Mohamm- ad Rasoulof og Mostafa Aleahmad og hefur sá fyrrnefndi þegar verið dæmdur til fangelsisvistar. Panahi hefur hlotið fjölda verð- launa líkt og hinir leikstjórarnir og eiga kvikmyndir þeirra sammerkt að vera gagnrýnar á írönsk stjórn- völd. Pahani hefur áður verið handtek- inn með Rasoulof, árið 2010 þegar þeir tóku þátt í almennum mótmæl- um og var hann þá dæmdur til sex ára fangelsisvistar. Að þessu sinni var Pahani handtekinn þegar hann ætlaði að mótmæla handtöku Ra- soulof á skrifstofu saksóknara. Fréttastofa íranska ríkisins, IRNA, greindi frá því fyrir helgi að Rasou- lof og Aleahmad hefðu verið hand- teknir fyrir að hafa tekið þátt í mót- mælum vegna byggingar sem hrundi og varð 43 að bana. Kröfðust mótmælendur þess að opinberum eftirlitsmönnum yrði refsað fyrir af- glöp í starfi og spillingu. Skipuleggjendur kvikmyndahá- tíðarinnar í Cannes hafa mótmælt þessum handtökum opinberlega og sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær eru fordæmdar sem og skerðing ír- anskra stjórnvalda á tjáningarfrelsi. Það hafa skipuleggjendur kvik- myndahátíðarinnar í Berlín einnig gert. AFP/Atta Kenare Handtekinn Jafar Pahani er íransk- ur kvikmyndaleikstjóri og marg- verðlaunaður. Hefur hann meðal annars hlotið aðalverðlaun hátíð- arinnar í Berlín, Gullbjörninn. Þrír leikstjórar handteknir í Íran - Skipuleggjendur kvikmyndahátíða í Cannes og Berlín mótmæla harðlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.