Morgunblaðið - 15.07.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURÐ
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
VANDAÐAR
SÆNGUROG
KODDAR Í
ÚRVALI
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
Tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson
heldur tónleika á hátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í
Bæjarbíói í kvöld. Bera
þeir yfirskriftina Björn
Jörundur 15-51 og
vísa til þess að hann
samdi sinn fyrsta
smell aðeins 15 ára,
lagið „Fram á nótt“. Nú
er hann orðinn 51 árs
og slagararnir orðnir
margir á löngum ferli.
Mun hann flytja úrval laga
frá ferlinum með Ragn-
heiði Gröndal, Guðmundi
Péturssyni og Kristni
Snæ Agnarssyni.
Björn flytur úrval laga sinna í
Bæjarbíói á Hjarta Hafnarfjarðar
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 196. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Breiðablik og KR gerðu það bæði gott í Sambandsdeild
karla í fótbolta í gærkvöld þegar þau unnu heimaleiki
sína í fyrstu umferð keppninnar. Blikarnir tryggðu sér
sæti í 2. umferð með því að vinna UE Santa Coloma frá
Andorra, 4:1, á Kópavogsvellinum og KR-ingar unnu
sterkt lið Pogon frá Póllandi, 1:0, á Meistaravöllum. KR
er þó fallið úr keppni. »26
Evrópusigrar Breiðabliks og KR
ÍÞRÓTTIR MENNING
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Ljósmyndasýning í tilefni af 50 ára
afmæli Einvígis aldarinnar, heims-
meistaraeinvígis í skák á milli Boris
Spasskys og Bobbys Fischers í
Laugardalshöll, fer nú fram í Kötlu-
setri í Vík í Mýrdal. Um er að ræða
ljósmyndir Alberts Cañagueral,
spænsks blaðamanns sem við-
staddur var einvígið, myndaði og
sagði frá því í spænskum miðlum á
sínum tíma.
„Í rauninni var Einvígi aldarinnar
fyrsta blaðamannaverkefnið mitt,“
segir Albert í samtali við Morgun-
blaðið. Á þessum árum kom Albert
hingað til lands í sumarfríum til þess
að vinna í fiski í Hnífsdal og átti hann
því marga vini hér á landi, bæði á
Vestfjörðum og í Reykjavík. Heima í
Barselóna lærði hann blaða-
mennsku.
Albert segir sýninguna unna upp
úr hans eigin einkasafni; myndum
sem hann hefur legið á í hálfa öld.
„En aðalmaðurinn á bak við tjöldin
er minn gamli vinur Sigurður Jak-
obsson,“ segir Albert en Sigurður
var næturvörður í Laugardalshöll
þegar einvígið fór fram.
„Án hans væri þessi sýning ekki
möguleg.“
Sigurður tók meðal annars mynd-
ina sem er nokkurs konar krúnu-
djásn hátíðarinnar; mynd tekin á vél
Alberts af honum við taflborðið
fræga en sú mynd átti eftir að gegna
stærra hlutverki síðar meir.
Skilar því sem tilheyrir Íslandi
Albert segir tilgang sýningarinnar
mikilvægan fyrir sig – að hann
„skili“ því sem „tilheyrir Íslandi“.
„Fyrir mér er það mjög mikilvægt.“
Með Alberti standa þær Anna
Marti og Harpa Elín Haraldsdóttir
að sýningunni en Anna vinnur í
Kötlusetri og er Harpa þar for-
stöðumaður.
Guðmundur G. Þórarinsson, sem
var forseti Skáksambands Íslands
þegar einvígið fór fram, var einnig
viðstaddur hátíðarhöldin með Al-
berti, bæði á áðurnefndri sýningu í
Kötlusetri og síðan Fishersetrinu á
Selfossi. Í samtali við Morgunblaðið
rekur hann söguna og ástæðuna fyr-
ir því að myndin af Alberti við tafl-
borðið er mikilvæg.
„Það er mikil saga,“ segir Guð-
mundur. „Eftir að ég hætti sem for-
seti Skáksambands Íslands, tveimur
til þremur árum seinna, var skák-
sambandið – eins og oft áður – aura-
lítið. Þeir létu því smíða tvö skák-
borð í fjáröflunarskyni,“ segir hann
og á þar við bæði plötuna sem teflt
var við og svo borðið sjálft sem setið
er við. „Upphaflega hafði Gunnar
Magnússon húsgagnaarkitekt teikn-
að fyrir okkur borðið sem teflt var á
og er núna á Þjóðminjasafninu.“
Hann hafi gefið vinnu sína með því
skilyrði að aðeins yrði til eitt slíkt
taflborð. „Hann gaf það síðan eftir í
fjárhagsörðugleikum skák-
sambandsins að það yrðu framleidd
tvö borð í fjáröflunarskyni.“ Annað
borðið hafi átt að vera selt til keisara
Írans sem þó var steypt af stóli áður
en hann tók ákvörðun. Bæði borðin
hafi á endanum endað hjá Páli G.
Jónssyni, viðskiptamanni í Polaris.
Páll seldi síðan borðið Bandaríkja-
manni sem í góðri trú hélt að um
væri að ræða borðið sem teflt var á.
Nú, með tilkomu ljósmyndar Al-
berts, sé þó orðið nokkuð skýrt að
borðið sem Páll seldi er ekki það. Af
þeim sökum stefni í dómsmál. „Það
virðist augljóst að platan sem teflt
var á er ekki sú sem var seld.“
Albert hefur legið á
myndunum í hálfa öld
- 50 ára afmæli Einvígis aldarinnar fagnað með sýningu
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Skáksýning Albert (t.h.) með Guðmundi G. Þórarinssyni, fv. forseta Skák-
sambands Íslands, sem færði honum blóm við opnun skáksýningar í Vík.
Ljósmynd/Sigurður Jakobsson
Einvígi Albert við skákborðið fræga í Laugardalshöll árið 1972.