Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Page 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022
5.450 kr.
Teresa
Vegg og niðurgrafin ljós
Lit ir: Grátt , hvítt og svart
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | Rafmark.is
E
in áhrifaríkasta bók sem rekið
hefur á fjörur mínar er Veröld
sem var eftir austurríska rit-
höfundinn Stefan Zweig. Enginn sem
lesið hefur bókina er ósnortinn eftir
lesturinn.
Og fyrir þá sem ekki vita var Stef-
an Zweig austurrískur gyðingur,
fæddur árið 1881, einn dáðasti rithöf-
undur veraldar í aðdraganda heims-
styrjaldarinnar fyrri og á millistríðs-
árunum. Hann hraktist síðan úr landi
þegar nasiminn tók að láta á sér
kræla, fyrst til Bretlands, þá Banda-
ríkjanna og að lokum Brasilíu þar
sem lífi hans lauk. Handritið að Ver-
öld sem var setti hann í póst daginn
áður en hann lauk lífi sínu, niðurbrot-
inn maður. Þá var komið árið 1942,
bókmenntaverk hans bönnuð og
brennd og sjálfur ætti hann nú hvergi
heima, skrifaði
hann í formála
þessara end-
urminninga sinna:
„Jafnvel Evrópa,
það heimaland,
sem er mér hjart-
fólgnast, er mér
glötuð, þar sem
hún nú öðru sinni flýtur í bræðra-
blóði. Gegn vilja mínum hef ég orðið
vitni að ægilegasta ósigri mannlegrar
skynsemi og trylltustu sigurför villi-
mennskunnar, sem sagan getur.
Aldrei hefur nokkur kynslóð á jafn-
háu andlegu þroskastigi – ég segi
þetta ekki af stolti, heldur blygðun –
beðið slíkt siðferðilegt skipbrot og
okkar.“
Og Zweig veltir vöngum yfir orsök
og afleiðingu en fyrst og fremst er
bókin þó frásögn af eigin reynslu,
eins konar vitnisburður: „Ég hef með
eigin augum séð hinar miklu múg-
stefnur vaxa úr grasi og breiðast um
löndin ...“
Ástæða þess að ég vek hér umræðu
um þetta merkilega ritverk er ekki
verkið sjálft, það lifir sjálfstæðri til-
veru sem slíkt, heldur hitt hve mörg-
um það verður þessa dagana tilefni til
umhugsunar og rökræðu. Hvað veld-
ur? Innrásin í Úkraínu, vopnaglamur
NATÓ, þögnin um árásarstríð Tyrkja
á hendur Kúrdum í landamærahér-
uðum Tyrklands, vaxandi tilhneiging
til ritskoðunar, múghræringar ... ?
Hver tínir sitt til, ég fyrir mitt leyti
vel það síðastnefnda, múgsefjun sam-
hliða sinnuleysi og undirgefni. Hún
hræðir mig meira en allt annað. Það
versta er að hún veldur blindu. Þeir
verða verst úti sem telja sig best sjá-
andi, þeir sem sigla í lygnum sjó tíð-
arandans og telja sig fyrir bragðið
vera talsmenn þess sem beri að segja
í nafni hans. Þar eiga efasemdirnar
erfiðast uppdráttar.
Einmitt við þetta staðnæmdist
Stefan Zweig. Hann fjallaði einnig
um „gullöld öryggisins“, hvernig allir
hafi trúað því áður en heimsstríðin
skullu á, sérstaklega hið fyrra, að ör-
yggið yrði eilíft. Menn gætu leyft sér
að láta hugann reika, efast um allt og
síðan sannfærast um allt ef því væri
að skipta. Þetta var veröldin sem var.
Við „sigurför villimennskunnar“ hafi
allt breyst.
Mín grunsemd er sú að rekja megi
þann áhuga á Veröld sem var, sem nú
verður vart, til vaxandi efasemda um
okkar veröld, okkar samtíma, veröld-
ina sem er. Tilfinningin sé með öðrum
orðum sú að villimennskan sé ekki
langt undan.
Ekkert skortir þó á að ásetningur
ráðandi afla sé sveipaður hástemmd-
um yfirlýsingum: Þau vilji refsa hin-
um illu, stöðva
stríðsníðinga,
umhverfissóða,
hina óhlýðnu
sem neiti að fara
að settum
reglum, setja
þeim sem eru að
smíða kjarn-
orkuvopnin stólinn fyrir dyrnar svo
og þeim sem eru kvalarar eigin
þegna, að ekki sé minnst á þá sem
þrengja að skoðana- og ritfrelsinu ...
En hverjir eru hinir mórölsku mei-
satar sem þannig predika? Gæti
spegillinn, gagnlegasta vinnutól allra
tíma, hugsanlega komið að notum?
Eða vilja þeir helst vera án hans nú
sem hingað til?
Stefan Zweig ákvað að láta lífi sínu
lokið þegar hann taldi sig ekki sjá fyr-
ir enda villimennskunnar. Þótt hann
tryði enn á snilligáfu og vissi hvers
mannsandinn væri megnugur var það
honum ofraun að sjá villidýrið í
manninum og jafnframt vesaldóminn
sem í honum einnig býr, fylgispektina
og múgmennskuna.
Mér finnst það vera góðs viti hve
margir sýna hugleiðingum Stefans
Zweig í Veröld sem var áhuga og vilji
vita hvar við séum stödd.
Varla erum við lengur í „gullöld ör-
yggisins“. Það var í þeirri veröld sem
var. En hver er þá veröldin sem er?
Ég veit ekki hvert svarið er að öðru
leyti en því að það hljóti að vera undir
okkur sjálfum komið hver sú veröld
er og hver hún verður. Mitt ráð til
okkar allra væri að láta spegilinn ekki
óhreyfðan.
Veröld sem var
og sú sem er
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’
Hver tínir sitt til, ég
fyrir mitt leyti vel það
síðastnefnda, múgsefjun
samhliða sinnuleysi og
undirgefni. Hún hræðir
mig meira en allt annað.