Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Page 8
Lærði að hlaupa eftir tvítugt F eðgarnir Úlfur og Þórarinn Skúli Eldjárn taka glað- beittir á móti mér á heimili sínu í Skerjafirðinum. Heimilishundurinn Eldur hefur einnig brennandi áhuga á gestinum og ekki dregur úr þefrannsóknum þegar Árni Sæberg ljósmyndari bætist í hópinn enda eru hundar heima hjá okkur báðum. Þórarinn, sem er á áttunda ári, fylgir okkur inn í betri stofuna enda forvitinn að komast að því hvað gamalt og virðulegt blað eins og Morgun- blaðið vilji karli föður hans. Það er bæði ljúft og skylt að upplýsa en tilefni heimsóknar okkar Árna er það að Úlfur er að fara að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 20. ágúst og safna um leið áheitum fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns gítarleik- ara, bróður síns, sem orðið hefði fimmtugur í síðasta mánuði en hann féll frá árið 2002, langt fyrir aldur fram, eftir baráttu við krabbamein. Það er raunar ekki eini bróðirinn sem Úlfur hefur misst en næstelsti bróðir hans, Ólafur, lést árið 1998. Hann glímdi við mikil veikindi alla sína ævi. Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara hefur það hlutverk að styðja við íslenskt tónlistarlíf. Úthlutað er árlega úr sjóðnum og þetta er ein helsta tekjulindin, að sögn Úlfs. Að velgjörðarmenn sjóðsins hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu. Á þessu ári var hægt að veita þremur ungum og efnilegum tón- listarmönnum styrk, að upphæð ein milljón króna hverjum. „Eðli málsins samkvæmt viljum við safna sem mestu fé fyrir sjóðinn, svo sem flestir geti notið styrkjanna og að þeir skipti raunverulegu máli,“ segir Úlfur. Er enginn afreksmaður Hann hefur áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en þetta er í fyrsta sinn sem hann gerir atlögu að hálfmaraþoni, sem er um 21 km. Hefur látið sér nægja 10 km fram að þessu en þess má geta að Úlfur er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem mun reima á sig hlaupaskóna þetta árið en faðir hans, Þórarinn rit- höfundur, ætlar að fara 10 km. „Pabbi hefur lengi verið dugleg- ur að hlaupa og ætti að fara létt með þetta,“ upplýsir Úlfur. – Hjólar hann ekki líka? „Jú, en það er nú mest til og frá vinnu. Hann er ekki týpan sem þú myndir rekast á í spandexgalla í Kömbunum.“ Sjálfur leggur Úlfur áherslu á, að hann sé enginn íþrótta- maður. „Ég var algjör antísportisti í æsku og móðir mín heldur því fram að ég hafi ekki lært að hlaupa fyrr en eftir tvítugt. Ég er enginn afreksmaður en áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að þess þarf alls ekki til að hafa gaman af því að fara út að hlaupa. Maður gerir þetta bara á sínum forsendum – og á sín- um hraða. Ég hef raunar miklu meira yndi af því að hlaupa hægt en hratt, þannig nýtur maður þess betur, auk þess sem það fer betur með líkamann.“ – Snertirðu aldrei bolta sem barn? „Jú, jú, ég lét mig stundum hafa það að fara með félögunum út á Melaskólalóð. En mér leið alltaf langbest á bekknum. Að spjalla. Ég sá ekki tilganginn í því að elta boltann. Í dag sé ég hins vegar að ég fór á mis við margt. Yngri börnin mín tvö eru mikið í fótbolta og ég hef verið að elta þau á allskonar mót. Þar sér maður vel hvað þetta gefur þeim mikið, að læra að takast á við sigra og ósigra og þar fram eftir götunum. Er nokkuð of seint að byrja að æfa fótbolta núna?“ Hann hlær. Ætlar alla leið að ári Úlfur er að færa sig upp á skaftið í hlaupunum en hann hefur lofað því að hlaupa heilt maraþon á næsta ári nái áheitin nú að rjúfa 500 þúsund króna markið. „Það er því upplagt fyrir þá sem er illa við mig að heita á mig,“ segir hann sposkur. „Ann- ars hefur hægst aðeins á áheitasöfnuninni að undanförnu, sem bendir til þess að fólk sé að hlífa mér frekar en hitt. Þannig að ætli ég noti ekki bara þetta tækifæri til að lýsa því yfir að ég muni hlaupa heilt maraþon að ári, óháð því hvað safnast núna.“ Úlfur kveðst hafa gert nokkrar atlögur að útihlaupum gegn- um tíðina en „fannst þetta alltaf rosalega leiðinlegt“. Það var ekki fyrr en fyrir fjórum eða fimm árum að víðavangshlaup urðu hluti af hans lífsstíl. Þá small allt í einu eitthvað. „Ég hleyp mest fyrir andlegu hliðina og er orðinn háður þessu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úlfi Eldjárn tónlistarmanni var lítið um íþróttir gefið í æsku og hermt er að hann hafi ekki lært að hlaupa fyrr en eftir tvítugt. Nú ætlar hann hins vegar að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst og safna um leið áheitum fyrir Minningarsjóð Kristjáns Eldjárns, bróður síns, sem hefur það hlutverk að styrkja ungt og efnilegt tónlistarfólk. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Úlfur Eldjárn lofar að grípa í saxófóninn við endalínuna í Reykjavíkurmaraþoninu nái áheitin milljón króna markinu. Úlfur og Kristján Eld- járn á nemenda- tónleikum hjá Tón- menntaskóla Reykjavíkur. VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.