Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 J apönum var illa brugðið þegar einn þekkt- asti stjórnmálamaður þeirra, Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra, var myrtur, þar sem hann hélt ræðu á opnum framboðs- fundi í þágu síns stjórnmálaflokks. Abe er sá sem lengst hefur setið á for- sætisráðherrastóli í Japan, nú síðast árin 2012-2020, en áður hafði hann gegnt embættinu í eitt ár (2006-2007). Slíkt gerist ekki í Japan Það var óneitanlega dálítið einkennilegt að sjá myndir af fundarstaðnum, þar sem Abe flutti ræðu sína, sem varð hans síðasta. Fáeinir lífverðir Abes stóðu á sviðinu með öðrum og þar sást tilræðismað- urinn standa með „heimatilbúið“ vopn sitt, sem virt- ist fyrirferðarmikið, en enginn amaðist við honum. Öryggislögreglan hefur í kjölfarið setið undir þungri gagnrýni vegna þess hvernig hún stóð að sínu verki. En á það var einnig bent, að þar er nokkur eft- iráspeki á ferðinni, því að í Japan hefur fólk almennt haft ríka öryggistilfinningu gagnvart hættu af slíku tagi. Ólíkt til að mynda Bandaríkjamönnum. Enginn japanskur forsætisráðherra hefur verið ráðinn af dögum af tilræðismanni og hér átti reyndar að auki í hlut fyrrverandi forsætisráðherra, þótt hann væri vissulega á meðal þekktustu og virtustu manna í Japan. Bæði er, að skammt er síðan hann lét af embætti sínu og eins hitt, að hann hafði setið leng- ur í embættinu en nokkur annar þar í landi. Þjóðareinkenni En fyrrnefnd tilfinning tekur ekki einungis til örygg- is pótintáta, fyrirfólks og frægðarpersóna af hvaða tagi sem er. Segja má að hún sé næsta algild. Bréfritari, sem hefur nokkrum sinnum sótt Japan heim og farið vítt um, minnist þess vel þegar hann kom í fyrsta sinn upp á sitt herbergi og fór að huga að leiðbeiningum og reglum, sem hentugt er að kynna sér strax. Sá hann þá spjald á ensku fest á úti- hurð herbergisins innanverða. Þar voru margvíslegar gagnlegar upplýsingar, svo sem vant er. Sumar snerust um hótelið sjálft, þjón- ustu og öryggi og annað því líkt. En annað varðaði Tókýó-borg. Og er þess þá minnst sérstaklega, að þar stóð að gestir í höfuðborginni gætu óhræddir sótt heim öll hverfi hennar, jafnt á nóttu sem degi, og þyrftu ekki að hafa sérstaka aðgát eða andvara á sér vegna öryggis síns. Bréfritari hafði víða þvælst og hvergi séð nokkuð þessu líkt, sem hluta af ráðleggingum varðandi per- sónulegt öryggi gests. Flaug það andartak að honum að þarna hefði eitthvað hliðrast til í þýðingu úr jap- önsku á ensku. En þegar nánar var um spurt var staðfest að þetta, sem þar stóð, væri hinn rétti skiln- ingur og fljótlega fundu gestirnir sjálfir fyrir því að það voru engar ýkjur. Samanburðurinn Strax þegar fréttir bárust af morðinu á Abe var á það bent, að þetta væri fyrsta mál af þessu tagi hjá þess- ari öguðu þjóð. Skæri Japan sig nokkuð úr að þessu leyti þegar horft væri til stórþjóða, og gjarnan var í því samhengi bent á Bandaríkin, þar sem fjórir for- setar af 46 hefðu verið myrtir í embætti og að auki gerðar misheppnaðar tilraunir, svo sem skotárásin á Ronald Reagan er dæmi um, en hann slapp naum- lega, en særður þó. Nú, rúmum fjórum áratugum síðar, er verið að leysa tilræðismann Reagans úr haldi. Morðingi Ró- berts Kennedys, bróður forsetans, Sirhan Sirhan frá Jórdaníu, er hins vegar enn í haldi, 44 árum síðar. Byssueign Bandaríkjamanna er iðulega kennt um að manndráp með skotvopnum séu svo algeng þar, eins og endalausar fréttir eru til marks um. En á móti er þá sagt að byssurnar drepi ekki neinn, heldur mennirnir sem brúki þær. Það er auðvitað rétt, en auðvelt aðgengi getur þó haft sitt að segja. Byssueign er mikil á Íslandi og mis- brúkun þeirra sáralítil sem engin. Sama má segja um fyrirmyndarríki eins og Sviss. Í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum er íbúafjöld- inn svipaður og hér á landi. En á síðasta ári voru 193 myrtir með skotvopnum þar! Lengi vel var byssa eða byssur á hverjum bæ til sveita á Íslandi, en fá eða nokkur dæmi um misbrúkun. Og hitt er einnig rétt, að það þarf ekki stór lönd og fjölmenn eða almenna byssueign almennings til að gerðar séu morðárásir á leiðtoga þjóða. Frægasta dæmið í okkar nærumhverfi er morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann hafði brugðið sér í kvikmyndahús í fylgd konu sinnar í miðri höfuðborginni að kvöldlagi, þar sem all- margir landar hans voru einnig á ferli. Palme mun hafa afþakkað öryggisgæslu. Og þá gerðist það sem átti ekki að geta gerst. Svíar hafa sennilega aldrei lagt eins mikið á sig við rannsókn máls eins og í þessu tilviki og enn hefur ekki tekist að leysa það, sem er óneitanlega miður! Jafnvel lögmaður frænda okkar í Færeyjum, Atli Dam, varð fyrir skotárás þegar geðbilaður maður sýndi honum banatilræði með haglabyssu! Það fór þó betur en óttast var um tíma. Önnur dæmi og næstum gleymd Mönnum hættir til að gefa sér að telja megi líklegra að reynt sé að myrða forystumann stórríkis, sem er í mun stærra sviðs- og fréttaljósi á veraldarvísu, en þá sem draga að sér mun minni athygli og það gefur því Japan hagfellda mynd, að út frá því sé nánast gengið að slíkt gerist ekki í svo einstaklega öguðu landi. Og þess vegna var öllum, nær og fjær, svo brugðið við morðárásina á Abe. En í þessu sambandi má eins nefna Bretland. Það er mikið ríki og frægt, þótt nokk- uð hafi úr dregið frá því að það var heimsveldið sem teygði anga sína víða og réð ríkjum á hafsvæðum jarðar. Nefna má Bretland sem fróðlegt dæmi, þótt það dæmi sé fjarri því að liggja á hvers manns vörum. Það vantar svo sem ekki að þeir þar„stúta“ sínum bestu mönnum, eins og dæmin sanna, og er þá átt við hinn pólitíska veruleika. Þjóðhetjan Churchill var raunverulega bjargvættur Bretlands og heimsins alls, því að Bretar voru nánast einir í vörninni undir forystu hans, allt þar til Japan gerði sína óvæntu árás á Pearl Harbour. En jafnvel honum var „stútað“ við fyrsta tækifæri sem kjósendur fengu. En samt voru þeir og eru enn hetjunni sinni afar þakklátir. Þeir treystu Winston fyrir vörninni, undir þungum árásum og sprengjuregni, en veðjuðu á Attlee að höndla friðinn, sem reyndist þó ekki endilega rétt mat. Og það vafðist ekki fyrir þeim í Íhaldsflokknum Óvæntir kandídatar tilræðismanna ’ Þetta var Spencer Perceval forsætisráð- herra og hann var skotinn til bana í „Lobby“ þinghússins 11. maí árið 1812, er hann var á leið sinni inn í þingsalinn. Reykjavíkurbréf15.07.22

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.