Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Side 17
að„stúta“ frú Thatcher með aðferð sem minnir nú síð- ast mjög á aðförina að Boris Johnson, og mætti segja manni, að síðar hefðu þeir sem að því stóðu minni en engan hróður af, eins og í tilviki frúarinnar. Frú Thatcher hafði áður mátt að þola raunverulega morðárás. Að henni stóð IRA, Írski lýðveldisherinn. Frúin og maður hennar Dennis sluppu naumlega og nánast fyrir tilviljun en 5 létust og 31 særðist úr hópi samstarfsmanna hennar og vina í sprengjunni miklu í Brighton. Ólíklegt fórnarlamb En það hafa ekki allir forsætisráðherrar Bretlands reynst svona lánsamir á ögurstund. Fæstir muna nafn hans sem hér kemur í huga og þó var hann forsætisráðherra Breta vel á þriðja ár. Og fyrirfram mætti ætla að menn hefðu einna síð- ast lagt hatur á þann mann úr hópi 55 forsætisráð- herra. Hann var fjarri því að vera einn þeirra sem þóttu loðnir um lófa og úr hófi sérdrægir. Hann átti aðeins 105 pund í bankanum þegar hann lést. Hann var þó þekktur fyrir að vera örlátur á sitt litla fé og styðja þá sem höllum fæti stóðu, hvenær sem hann kom því við. Hann var andvígur skotveiði og fjárhættuspilum og fyrirleit framhjáhald hástéttanna, sem var algengt þá. Hann studdi stríðsátökin við Napoleon, en barðist hart gegn þrælahaldi. Þau hjónin áttu 13 börn og var til þess tekið er þau töltu með börnin sín í einni langri röð til kirkju með sálmabækurnar sínar í hendinni. Þetta var Spencer Perceval forsætisráðherra og hann var skotinn til bana í „Lobby“ þinghússins 11. maí árið 1812, er hann var á leið sinni inn í þingsalinn. Og morðinginn var John Bellingham. Sá taldi sig illa svikinn af stjórnvöldum, þótt ekki væri það augljóst hvernig hann hafði komist að þeirri niðurstöðu. Bellingham var kaupsýslumaður og hafði verið fangelsaður í Rússlandi án sakar og hann taldi að þess vegna bæri breska ríkinu skylda til að greiða honum skaðabætur. En breska stjórnkerfið hafði ítrekað hafnað þeirri kröfu hans. Og því fór sem fór. Ekkert sleifarlag John Bellingham skaut forsætisráðherrann sinn í brjóstið klukkan korter yfir fimm þann 11. maí 1812. Og Perceval lést nær samstundis. John Bellingham var gripinn. Fjórum dögum síðar var réttað yfir honum, hann fundinn sekur og dæmdur til dauða. Og þann 18. maí, réttri viku eftir morðið, var Bellingham hengdur fyrir utan Newgate-fangelsið og voru allir velkomnir sem vildu og múgur og margmenni létu ekki segja sér það tvisvar. Kannski eru þessar óvenju snöfurmannlegu und- irtektir yfirvalda og almennings, fyrir rúmlega tveimur öldum, að hluta til ástæða þess að Spencer Perceval er, enn sem komið er, eini forsætisráðherra Breta sem horfið hefur úr embætti sínu með þessari aðferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg 17.7. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.