Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022
08.00 Danni tígur
08.10 Litli Malabar
08.15 Danspartý með Skoppu
og Skrítlu
08.30 Gus, the Itsy Bitsy
Knight
08.40 Monsurnar
08.50 Mæja býfluga
09.00 Tappi mús
09.10 Lína langsokkur
09.35 Angelo ræður
09.40 Mia og ég
10.05 Denver síðasta risaeðl-
an
10.15 It’s Pony
10.40 K3
10.50 Hunter Street
11.15 Hunter Street
11.35 Simpson-fjölskyldan
12.00 Nágrannar
13.50 Best Room Wins
14.35 Sex í forgjöf
14.55 Making It
15.35 Top 20 Funniest
16.15 Britain’s Got Talent
17.40 60 Minutes
18.27 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.45 Sportpakkinn
18.55 Ísskápastríð
19.40 Grand Designs: Swe-
den
20.25 The Heart Guy
21.15 Grantchester
22.00 Pandore
22.55 The Cleaner
23.25 Warrior
00.15 Shameless
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Að sunnan (e) – 6. þ.
20.30 Að vestan (e) – 6. þ.
21.00 Að austan (e) – 6. þ.
21.30 Frá landsbyggðunum
(e) – 6. þáttur
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
18.30 Mannamál (e)
19.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
19.30 Útkall (e)
20.00 Matur og heimili (e)
Endurt. allan sólarhr.
13.00 The Block
14.00 The Block
15.00 PEN15
15.25 Top Chef
16.30 Spin City
16.55 The King of Queens
17.15 Everybody Loves Ray-
mond
17.40 A Million Little Things
18.25 Ordinary Joe
19.10 State of the Union
19.25 Ræktum garðinn
19.40 Young Rock
20.10 This Is Us
21.00 Law and Order: Special
Victims Unit
21.50 Station Eleven
22.50 Love Island
23.35 Pose
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.05 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Reykjavík bernsku
minnar.
11.00 Guðsþjónusta í Vopn-
arfjarðarkirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.10 Síðasta lag fyrir fréttir.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Augnablik um sumar.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Tengivagninn.
15.00 Sumarsinna.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Sumartónleikar.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Hinn heilagi gral.
18.50 Veðurfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Á flakki um Ítalíu.
20.50 Heimskviður.
21.30 Í sjónhending.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Tölukubbar
07.21 Mói
07.32 Elías
07.43 Rán og Sævar
07.54 Kalli og Lóa
08.06 Hæ Sámur
08.13 Sjóræningjarnir í næsta
húsi
08.24 Eðlukrúttin
08.35 Múmínálfarnir
08.57 Hvolpasveitin
09.19 Rán – Rún
09.24 Ronja ræningjadóttir
09.48 Millý spyr
09.55 Sumarlandabrot
10.00 HM í frjálsíþróttum
13.00 Kaupmannahöfn – höf-
uðborg Íslands
13.20 Keramik af kærleika
13.50 Bækur sem skóku sam-
félagið
14.00 Fiskilíf
14.30 Popp- og rokksaga Ís-
lands
15.30 EM stofan
15.50 Svíþjóð – Portúgal
17.50 EM stofan
18.10 Sumarlandabrot
18.15 KrakkaRÚV
18.16 Stundin okkar
18.40 Grænmeti í sviðsljósinu
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Sumarlandinn
20.20 Íslendingar
21.20 Sæluríki
22.05 Poirot
23.00 Ísland: bíóland
24.00 HM í frjálsíþróttum
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Góð
tónlist og létt spjall.
13 til 16 100% helgi með Heiðari Austmann Heið-
ar Austmann og besta tónlistin á sunnudegi. Heiðar
er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert
sér til skemmtunar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Ásgeir Páll Ásgeirsson
fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera
vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við
félag hljómplötuframleiðenda.
Nú eru liðin tíu ár
síðan suðurkóreski
slagarinn Gangnam
Style var gefinn út.
Vinsældir lagsins
náðu hæstu hæðum
á árunum 2012-2013
og áttu sér engar lík-
ar. Lagið rataði á alla
helstu topplista heimsins og var tónlistarmyndbandið
sem fylgdi laginu það fyrsta til að brjóta eins milljarða
múrinn á YouTube. Eitthvað hefur bæst við áhorfið
síðan þá en í dag stendur teljarinn í um það bil 4,5
milljörðum áhorfa. Suðurkóreski rapparinn og söngv-
arinn, Psy, skaust upp á alþjóðlegan stjörnuhimin með
útgáfu lagsins. Ógleymanlegir danstaktar hans, sem
sjá mátti í tónlistarmyndbandinu, vöktu mikla hylli á
sínum tíma og greip um sig algert Gangnam Style-æði
um allan heim – sællar minningar.
Nánar á K100.is
Gangnam Style 10 ára!
H
ér um bil tveimur áratugum
eftir að það leystist upp
ætlar eitt áhrifamesta
málmband sögunnar, Pantera, að
koma saman að nýju á næsta ári; það
er að segja þeir liðsmenn sem enn
eru á lífi, Philip Anselmo söngvari og
Rex Brown bassaleikari. Þetta stað-
hæfir tónlistartímaritið Billboard.
Umboðsskrifstofan Artist Group
International (AGI) er þegar farin
að skipuleggja túr um Bandaríkin.
„Við erum himinlifandi að vera að
vinna með svona goðsagnakenndu
bandi að því að færa aðdáendunum
tónlist þess á ný,“ sagði Peter Pap-
palardo hjá AGI en málið hvílir á
herðum hans og Dennis nokkurs
Arfa, fyrir þá lesendur sem þekkja
vel til í umboðsmennskubransanum.
Hinir tveir úr gullaldarliði Pan-
tera á tíunda áratugnum, bræðurnir
Dimebag Darrell gítarleikari og Vin-
nie Paul Abbott trymbill, eru báðir
fallnir frá. Dimebag var myrtur á
sviði síðla árs 2004, á tónleikum þá-
verandi bands síns Damageplan, en
Vinnie Paul lést 2018 af völdum
hjartabilunar.
Ekki liggur fyrir hverjir koma til
með að leysa þá af hólmi á næsta ári
en margir eru kallaðir.
Bræðurnir stofnuðu Pantera árið
1981 og afplánuðu fyrstu árin á akri
glysmálmsins. Skeið sem þeir vildu
síðar kannast sem minnst við. Rex
Brown gekk í bandið 1982 en það var
ekki fyrr en skipt var um gír með
komu Anselmos 1987 að hjólin fóru
að snúast. Á fimmtu plötu Pantera,
Cowboys from Hell, sem kom út
1990, kvað við allt annan tón og ný
sena varð til, grúvmálmur.
Meðan glysböndin voru flögguð
rangstæð, hvert á fætur öðru, sigldi
Pantera seglum þöndum og varð eitt
vinsælasta tónleikaband tíunda ára-
tugarins, þéttara en upphandlegg-
irnir á Dolph gamla Lundgren.
Vulgar Display of Power (1992),
Far Beyond Driven (1994), The
Great Southern Trendkill (1996) og
Reinventing the Steel (2000) komu í
kjölfarið og juku hróður Pantera.
Andinn á heimilinu þykknaði þó
með árunum og undir það síðasta
var orðið ansi hreint grunnt á því
góða milli Abbott-bræðra og Ansel-
mos. Bandið liðaðist hægt og rólega í
sundur og dánarvottorð var form-
lega gefið út í árslok 2003 og menn
héldu sína leið. Bræðurnir stofnuðu
Damageplan og hinir tveir sinntu
sínum verkefnum.
Unnustan kvaðst mundu
skjóta hann í höfuðið
Slík var óvildin í garð Anselmos að
unnusta Dimabags, Rita Haney, lét
sem frægt er hafa eftir sér að hún
myndi „skjóta hann í höfuðið“ ef
hann léti sjá sig við útförina.
Anselmo hefur nokkrum sinnum
viðrað endurkomu Pantera en Vin-
nie Paul skaut þær hugmyndir alltaf
umsvifalaust niður meðan hann var
á lífi. Nú er hann genginn og An-
selmo upplýsti í hlaðvarpsþætti fyrir
skömmu að þeir Rex Brown hefðu
átt í viðræðum um að koma saman á
ný undir merkjum Pantera en An-
selmo hefur verið duglegur að flytja
það efni með bandi sínu, The Illeg-
als. „Rex sér hvað ég er að gera með
The Illegals og kann að meta það.
Því meira sem ég held Pantera á lífi
þeim mun betra fyrir hann.“
Maður kemst hins vegar ekki hjá
að velta fyrir sér hvað Abbott-
bræðrum hefði fundist. Koma þeir
til með að feykja flösu að gömlum sið
eða snúa sér við í gröfum sínum?
Philip Anselmo á tónleikum
með The Illegals árið 2019.
AFP/Ethan Miller
PANTERA KEMUR SAMAN EFTIR TUTTUGU ÁRA HLÉ
Snúa bræðurnir
sér við í gröfinni?
Rex Brown var bassaleikari Pantera nánast frá upphafi. Hann snýr nú aftur.
AFP/Jesse Grant
w w w. i t r. i s
S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi