Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 8
undir nafni og sagði ekki orð. Sannarlega stórskrýtinn náungi sem var löngu orðin ein taugahrúga. Já, þeir fóru margir á tauginni hjá okkur. Ekkert endilega vegna þýskra kaf- báta eða flugvéla. Ég sá aldrei kafbát, utan einu sinni en sá var enskur. Ég sá heldur aldrei óvinaflugvél á þessum sigl- ingum. Eini þýskarinn sem ég sá í loft- inu var yfir Akureyri. Fyrst hélt ég að þetta væri bresk vél en þegar hún kom nær blasti hakakrossinn við. Bretarnir hafa sjálfsagt verið sömu skoðunar og ég. Að minnsta kosti hleyptu þeir ekki af skoti fyrr en hún kom aftur yfir bæinn en var þá miklu hærra á himninum. Skothríðin var svona frekar til mála- mynda held ég, og kannski í æfinga- skyni. Þjóðverjinn hló og hélt sína leið. Nei, menn fóru ekkert endilega á taugum vegna þess að ekki væri þverfót- að fyrir Þjóðverjum. En möguleikinn, maður. Þeir gátu verið þarna og tilhugs- unin ein dugði til að æra harðsvíruðustu sjórottur sem höfðu undirgengist tattó- veringu frá toppi til táar í sóðalegustu afkimum stórborga Evrópu, Asíu og Ameríku. Og vissulega voru þýskararnir stundum í næsta nágrenni. Þá æddu korvetturnar allt í kringum okkur og vörpuðu djúpsprengjum. Lætin voru gríðarleg og þegar sprengjurnar voru stilltar til að springa á grunnu þá vissum við ekki í fáein augnablik hvort skipið hefði orðið fyrir tundurskeyti eða hvort það voru djúpsprengjurnar sem skóku það stafna á milli. Og þessi augnablik voru löng. Menn urðu stjarfir þar sem þeir stóðu, með smurdós á lofti, við hreingerningar, yfir kortaborðinu, kokk- urinn að steikja egg, stýrimaðurinn að skamma matrósinn – eitt augnablik stoppaði allt á meðan skipið var að átta sig á því hvort komið væri gat á kinnunginn eða hvort þetta hefði aðeins verið sprengjualda sem léttur leikur væri að hrista af sér. Og svo hélt lífið áfram þangað til næsti djöfulskapur skall á. Já, djúpsprengjurnar léku okkur verst. Einskipa Ég var á vakt. Það var gott skyggni. Allt í einu opnaðist gjá framundan sem skip- in á undan hurfu ofan í. Skipin á eftir stímdu líka ofan í gjána en einhvern- veginn sluppum við yfir. Svo hrökk ég upp. Þetta hafði þá aðeins verið draumur. Aðeins örfáum dögum síð- ar rættist hann. Við höfðum affermt í Londonderry og Belfast á Norður Írlandi. Þetta var í desember. Þegar við sigldum út aftur sá ég Selfoss, væntanlega á leiðinni heim. Hugurinn hvarflaði norður á bóginn eitt augnablik en svo ekki meir. Við vorum á annarri leið, allt annarri. Allt í einu uppástóð skipstjórinn að fara vestanmegin við eyjuna sem við gerðum. Við áttuðum okkur fljótlega á því að við vorum einskipa en héldum samt áfram. Morguninn eftir náðum við skipalestinni aftur en hún hafði þá orðið fyrir árás um nóttina og öllum skipunum í útkantinum verið sökkt. En þar áttum við að vera. Ég veit ekki hvort kapteinn- inn okkar fékk ávítur fyrir að yfirgefa lestina. Kannski hafði orðið einhver mis- skilningur en það var á hreinu að við átt- um að vera kyrrir í útkantinum. Engin skipun hafði verið gefin um annað. Ég sagði engum drauminn. Var hrædd- ur um að ég fengi þá engan frið. En mig Annríki í Reykjavíkurhöfn. Hermenn taka á móti vistum. Skipalest. 8 – Sjómannablaðið Víkingur SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.