Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 12
N okkur atriði, sem geymst hafa, sum trúlega brengluð, í huga pilts, sem var á níunda ári sumarið 1940, þegar breskur her settist að á Íslandi. Hann er nú 83 ára, og er að dunda við að skrifa Flugsögu, slitrótt ágrip af sögu þeirrar áráttu manna að ferðast í lofti, sem Bókaútgáfan Hólar mun gefa út á þessu ári. Að ósk ritstjóra Víkings eru hér birtar nokkrar línur úr Flug- sögunni. Enskur her var varla (eða ekki) stiginn á land í Reykjavík 10. maí 1940 þegar há- vær Walrus-flugvél birtist yfir borginni, og fór talsvert fyrir ferðum slíkra véla í upphafi hersetunnar. Um ferðir þeirra yfir aðra landshluta veit ég ekki, og grunur leikur á að ofsagt sé að „slíkar vélar” hafi verið yfir Reykjavík. Margt bendir nú til þess að þetta hafi alltaf verið sama flug- vélin, sem flogið hafi yfir, horfið svo úr sjónmáli og komið aftur úr sömu eða annarri átt. Miðað við önnur umsvif Þjóð- verja um þessar mundir áttu Bretar von á að þeir hefðu áform um að elta þá hingað, og þeir reyndu að gera sem mest úr eigin viðbúnaði í von um að Þjóðverjar létu blekkjast. Annað dæmi, sem þetta varðar: Ég átti heima í Austurbæjarskóla, þar sem faðir minn var skólastjóri, og nokkrir gluggar á íbúðinni sneru suður að Skóla- vörðuholti. Þar risu síðar Iðnskólinn (eins og hann þá hét), Hallgrímskirkja og Templarahöllin, en var þá braggahverfi. Örskammt sunnan við skólann gnæfðu ógnvekjandi hlaup á loftvarnabyssum. Búist var við loftárásum, og húsnæði á jarðhæðum eða í kjöllurum var víða breytt í loftvarnabyrgi, þar sem borgar- búum var skylt að leita skjóls ef sírenur væru þeyttar slitrótt til marks um árásar- hættu. Háskinn var síðan blásinn af með óslitnu hljóðmerki. Í hlutum af jarðhæð Austurbæjarskóla voru loftvarnabyrgi, þar sem gluggar voru byrgðir hlerum eða sandpokum. Þar leituðum við skjóls nokkrum sinnum framan af stríðinu. Við vitum nú, að margar þær þýsku flugvélar sem hér birtust – Heinkel-111 sprengju- flugvélar – voru hingað sendar frá Þránd- heimi til að ljósmynda umsvif óvinanna og höfðu ekki flug- og burðarþol til að Örnólfur Thorlacius Flugvélar fórust yfir Reykjavík Walrusvél í Strandgötu á Akureyri. 12 – Sjómannablaðið Víkingur SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.