Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 14
flytja sprengjufarm ásamt bensíni til heimferðar. Fyrsta þýska flugvélin flaug hér um áður en viðvörunarkerfið varð virkt, svo engar sírenur gullu. Ég var þá á níunda ári og sá út um suðurglugga tveggja hreyfla flugvél á hraðri ferð hátt uppi, og allt í kringum hana „sprungu út“ svartir blettir, sem mér var sagt að verið hefðu eftir skot úr loftvarnabyssum Breta. Ekki greindi ég neitt hljóð með þessu sjónarspili. En byssurnar við húsvegginn? Á árum síðari heimsstyrjaldar var alltaf talsvert um herflugvélar hér. Auk fastra „heimaflugvéla,“ einkum orustuflugvéla, var talsverður straumur flugvéla með við- komu hér á leið yfir Atlantshaf, einkum á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli, þar sem tekið var bensín og farið yfir flug- vélarnar. Mest var þessi umferð frá því ákvörðun var tekin um innrás í Norm- andí. Flugmenn voru fæstir kunnugir að- stæðum hér, margir auk þess nýútskrifað- ir úr flugskóla. Flugvélar voru líka margar nýjar og „ótilkeyrðar,“ svo búast mátti við einhverjum verksmiðjugöllum. Miðað við þessa váboða var flugumferðin hér á stríð- sárunum furðu snurðulítil. Höfundur tók einu sinni eftir amerískri tveggja hreyfla Hudsonflugvél sem kom utan af hafi, og gekk á öðrum hreyflinum, þar sem aðeins önnur skrúfan hreyfðist. Hún hvarf svo innan um húsin á Skildinganesinu og rétt á eftir gaus upp svartur reykur. (Þetta mun hafa verið vorið 1942.) Flugvélin, sem hafði flogið of lágt eða misst jafnvægi út af vélarbiluninni, sópaði hluta af þaki af einu húsi og stakkst niður í það næsta, sem brann með flugvélinni. Engin slys urðu á íbúum, enda enginn heima, en áhöfn flugvélarinnar hlýtur að hafa farist. Sömu örlög hlaut áhöfn annarrar Hud- sonflugvélar, sem flaug yfir Háskólann til lendingar en skall niður, trúlega þar á milli, sem nú standa styttan af séra Sæmundi á selnum og Norræna húsið. Vel hefur logað í flakinu, sem lá á slysstað nokkra daga áður en það var fjarlægt, því taumar og pollar af storknuðu áli lágu út frá bolnum. Í fullmannaðri Lockheed Hudson sprengjuflugvél voru átta í áhöfn. Verið getur að færri hafi verið í flugvélum á ferjuflugi yfir Atlantshaf á leið á víg- stöðvar í Evrópu, en tæplega hafa þeir verið færri en þrír. Fóru snattferð norður Hernaðaryfirvöld höfðu strangar gætur á því að íslenskir fjölmiðlar greindu í engu frá umsvifum herja þeirra. Mátti ætla að þau teldu að Abwehr, leyniþjónusta þýska hersins, væri áskrifandi að Morgunblað- Loftvarnarbyrgi voru víða í borginni, til dæmis í nágrenni Dómkirkjunnar, þar sem myndin er tekin við lok minningarguðsþjónustu um Franklyn D. Roosevelt forseta í apríl 1945. Einhversstaðar á þessu svæði skall Hudsonflugvélin niður. Háskólabyggingin er í fjarska. Reykjavíkur- flugvöllur nær. 14 – Sjómannablaðið Víkingur www.beita.is Ægisgata 2, 240 Grindavík s. 581-2222 MEIRA EN BARA BEITA Voot beita selur hágæða beitu fyrir allar stærðir línubáta ásamt veiðarfærum og ýmsum aðföngum og leggur mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina sinna með traustri og vandaðri þjónustu Beita Veiðarfæri Aðföng Afgreiðum vörur um allt land samdægurs Hafðu samband nuna! SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.