Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Side 16
inu og fylgdist með fréttum Ríkisútvarps- ins. Fyrir vikið mátti stundum lesa eða heyra annarlegar fréttir, þar sem hluta efnisins hafði verið stungið undir stól til að styggja ekki herstjóra. Í Reykjavíkur- dagblaði kom fram í lýsingu á eldsvoðan- um af völdum flugvélarinnar, sem brann á húsinu á Skildinganesi við Skerjafjörð, að upptök eldsins væru ókunn, eldur hefði ekki borist til annarra húsa, en gat hefði komið á þak næsta húss. Með breska her- námsliðinu komu 18 stórar orustuflugvél- ar (eða litlar sprengjuflugvélar, eftir því, hvernig á það er litið), Fairey Battle. Þetta hafa verið framúrstefnuflugvélar þegar þær komu fyrst fram 1936, einþekj- ur úr málmi yst sem innst, með áhöfn undir lokaðri glerhvelfingu og drógu upp hjólin á flugi, en voru á örfáum árum orðnar hálfgerðir forngripir, sem flug- menn á þýsku Messerschmitt 109 flug- vélunum léku sér að eins og kettir að músum í orustunni um Frakkland. En hér voru engar þýskar orustuflugvélar og Battle-flugvélarnar hafa trúlega mest verið í hlutverki kattarins við kafbátaleit og -veiðar suður af landinu, enda með bæki- stöðvar skammt frá ströndinni, á Kald- aðarnesi nærri Selfossi. Árið eftir komu Breta til landsins, eða 23. maí 1941, flugu nokkrar Fairey Battle flugvélar snattferð norður í land, líklega til að kanna aðstæður víðar í þessu landi, sem þeir höfðu hernumið, og sér í lagi að kynna nýjum RAF-generáli, odd- vita flughersins hér, umráðasvæði sitt. Lent var og flogið upp frá Melgerðismel- um sunnan Akureyrar, en þaðan og þang- að var sambandi haldið við höfuðborg Norðurlands á ill- og stundum ófærum vegum. Battle-flugvél, auðkennd P2330 í RAF, flaug hinn 26. maí 1941 frá Melgerðis- melum norður til Akureyrar, hækkaði sig hringsólandi yfir borginni og tók svo kompásstefnu á Kaldaðarnes. Í henni voru fjórir ungir breskir flugliðar. En flug- vélin kom aldrei til Kaldaðarness og lengi vissi enginn, hvað um hana varð. Nær 40 árum síðar, 1980, fór Hörður Geirsson, síðar forstöðumaður Flugsafns Íslands á Akureyri, að grennslast fyrir um afdrif P2330, og að lokum fannst flakið 21. ágúst 1999 í smáhvilftarjökli utan í fjallshlíð á Tröllaskaga og hefur síðan ver- ið vitjað nokkrum sinnum. Erfitt er að komast að staðnum, þar er aðeins snjó- laust um hásumar, og leifar flugvélarinnar koma út úr jöklinum í smáskömmtum, sumir illa farnir. Leifum mannanna, sem fórust með flugvélinni, hefur verið búinn legstaður í hermannagrafreit í Fossvogs- kirkjugarði. Með breska hernámsliðinu komu 18 stórar orustuflugvélar (eða litlar sprengjuflugvélar, eftir því, hvernig á það er litið), Fairey Battle. Myndin sýnir eina slíka. Northropvél yfir Íslandi. 16 – Sjómannablaðið Víkingur                            ­ €‚ ƒ‚„… €†‚‡  ƒˆ‚‚ ƒˆ‚‚  ‰    ‰            SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.