Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur A ugu Íslendinga opnuðust hægt og bítandi fyrir því að ef til vill mátti gera eitthvað til að draga úr miklum mann- skaða er þjóðin varð fyrir á hafinu. Þeir voru að vísu seinir að taka við sér og hlustuðu lítt eða ekki á séra Odd Gíslason sem predikaði á 19. öld að því færi fjærri að lítil þjóð þyrfti að fórna Ægi tugum manna á ári hverju. Stofnun Slysavarnafélags Íslands í janúar 1928 var stórt skref í rétta átt. Heimsstyrjöldin síðari opnaði nýjan kafla í þessari um- ræðu. Enginn á sjó nema í björtu Allt í einu voru dráp og eyðilegging orðin markmið mannkyns. Þýskir kafbátar lágu í leyni og úr háloftunum steyptu sér eld- spúandi stríðsvélar. Englendingar reyndu að hindra siglingu kaf- bátanna með því meðal annars að koma fyrir tundurduflum á lík- legum siglingaleiðum Þjóðverja. Í júlí 1940 fengu Íslendingar fyrstu aðvörunina. Við erum búnir að leggja tundurduflagirðingar frá Orkneyjum til Íslands, tilkynntu Bretarnir, og þaðan áfram til Grænlands. Um haustið fjölgaði mjög tundurduflum í sjó, aðallega fyrir vestan og austan, og góð fiskimið voru lýst hættu- og bannsvæði. Það bætti síst úr skák að bráðlega varð þess vart að tundurduflin vildu losna af strengjum er héldu þeim á nokkurra metra dýpi – sem var kannski 2 til 5 metrar. Þau flutu þá upp og urðu enn hættulegri grunnskreiðum fiskiskipum en ella. Sjómenn voru hikandi við að róa en ekki lengi. Halamiðin freistuðu. Um borð í Júpiter orti Þorbjörn Friðriksson á siglingunni vestur: Ýtar sigla á ystu mið, Ægis rista kuflinn. Hættir að vera hræddir við Halatundurduflin.1 1 Ásgeir Jakobsson: Tryggva saga Ófeigssonar, Reykjavík 1979, bls. 201. En austfirskir sjómenn voru tvístígandi. Hinn 1. desember 1940 barst þeim tilkynning frá breskum hermálayfirvöldum um tundurduflagirðingu sem teygði sig alla leið frá Bjarnarey og suð- ur að Papey. Haldið ykkur við ströndina, sögðu Bretarnir, og farið ekki lengra út en 6 til 8 sjómílur, þá ætti ykkur að vera óhætt. Fyrst í stað gerðu Austfirðingar sér enga rellu út af þessu og kipptu sér lítt upp við stöku dufl er rak á land þegar leið á vetur- inn. Haustið 1941 skipti hins vegar mjög um til hins verra. Í byrjun nóvember gerði stórviðri og haugasjó. Við þetta komst los á tundurduflanetið og sjórinn út af Austfjörðum varð morandi í fljótandi sprengjum. Þessi ófögnuður barst inn á hvern fjörð hér fyrir austan, út- skýrðu Austfirðingarnir, sum duflanna sprungu, önnur lágu hér í fjörunni ósprungin og enginn hætti sér á sjó nema í björtu. Ekki hræddir við Halatundurduflin Kafbátar, flugvélar og tundurdufl; hin þrefalda hætt stríðsáranna. Landhelgisgæslunni – sem þá heyrði undir Skipaútgerð ríkisins og forstjóra hennar, Pálma Loftsson – var falið að eiga við tund- urduflin. „Við höfum barist í heilt ár gegn tundurduflum“, svaraði Pálmi spurningu blaðamanns Alþýðublaðsins í mars 1942. „Nú vinna öll skip Skipaútgerðarinnar meðfram að því að eyðileggja tundurdufl, en aðallega vinna þó að því „Helga“, Óðinn og Sæbjörg.“ Surprise GK 4 frá Hafnarfirði. Myndin er tekin í seinna stríði. Íslenski fáninn er málaður á kinnunginn og brúna svo Þjóðverjar sjái greinilega að skipið er frá hlut- lausri þjóð. Karlarnir eru á síld sem gefur til kynna að myndin sé tekin 1941. Í marsmánuði það ár voru þrjú íslensk skip skotin niður af Þjóðverjum, línuveiðarinn Fróði, togarinn Reykjaborg og línuveiðarinn Pétursey. Alls 28 sjómenn féllu. Í kjölfarið voru allar siglingar íslenskra skipa til og frá Englandi stöðvaðar og stóð svo fram á sumar. Voru þá sumir togararnir sendir á síld en það hefur varla gerst í annan tíma á stríðsárunum, slík voru uppgripin í kringum siglingarnar. Mynd: Úr safni Hafliða Óskarssonar SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.