Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 23
Sjómannablaðið Víkingur – 23
S einni heimsstyrjöldin byrjaði með stórum hvelli. Þjóð-
verjar ruddust inn í Pólland. Litlu síðar lögðu Sovétríkin
þeim lið og mátti vart á milli sjá hvorir voru öflugri í
voðaverkunum, þýskir eða sovéskir. En svo gerðist hið furðu-
lega. Þegar Pólverjar höfðu verið brotnir á bak aftur, haustið
1939, féll allt í dúnalogn. Í heilan vetur héldu herir stórþjóð-
anna sig til hlés og biðu í ofvæni. Þannig var upphaf mann-
skæðustu styrjaldar allra tíma sem kostaði 50 til 85 milljónir
kvenna, karla og barna lífið.
Sápugerðarmeistari handtekinn
Þetta er þó ekki alveg kórrétt. Á landi voru menn vissulega til
friðs veturinn 1939 og ´40 en á hafinu giltu önnur lögmál. Þar
var háð grimmilegt stríð frá fyrsta degi. Við ætlum þó ekki að
fylgja því eftir frá upphafi heldur grípa niður í atburðarásina
sumarið 1940. Danmörk og Noregur eru fallin í hendur Þjóðverj-
um og hakakrossinn blaktir yfir höfuðsetri vestrænnar siðmenn-
ingar, sjálfri höfuðborg Frakklands, París. Í norðri hafa Bretar
hertekið Ísland og eru í önnum við að smala saman Þjóðverjum
sem hafa tekið sér bólfestu á eyjunni. Við skulum fylgja einum
þeirra eftir. Sá hét Frank Ludwig Hüter, var
sápugerðarmeistari og bjó á Akureyri þar
sem hann hafði ráðið ríkjum síðan 1933 í
Sápuverksmiðjunni Sjöfn. Hüter var giftur
Margarete Bahr – sem næstu árin kallaði
sig Margréti Eiríksdóttur – og átti dóttur
sem var rétt í þann veginn að verða
tveggja ára þegar sveit breskra hermanna
bankaði upp á hjá þeim hjónum. Um
þennan örlagaríka dag sagði Margarete
löngu síðar:
„Þeir voru með byssur undir hand-
leggjum eins og búist væri við mót-
spyrnu. Margar klukkustundir fóru í
yfirheyrslur, rótað var í öllum okkar
pappírum og einnig öllum bókum, og
læstar ferðatöskur voru brotnar upp án
þess að biðja um lykla. Síðan fóru þeir
með manninn minn niður í kaupstað-
inn og settu hann í varðhald á Hótel
Gullfossi. Næstu tvo daga fékk ég að tala við hann í 15 mínút-
ur að þýskumælandi liðsforingja nærstöddum. Síðan var hann
sendur til Reykjavíkur og var settur ásamt öllum hinum
föngunum um borð í skip, sem skyldi fara til Kanada.“
Gróflega ofhlaðið
Skipið hét Arandora Star og hafði oft komið til Íslands fyrir stríð
með skemmtiferðamenn. Fljótlega eftir að ófriðurinn skall á tók
enska flotamálaráðuneytið skipið í sína þjónustu. Í endaðan maí
1940 var Arandora send til Noregs að bjarga breskum, frönskum
og pólskum hermönnum sem farið höfðu halloka fyrir Þjóðverj-
um. Hún átti eftir að gegna sama hlutverki við Frakklands-
strendur.
Í endaðan júní eða byrjun júlí 1940 lagði Arandora Star upp í
sína hinstu siglingu. Um borð voru nálega 1300 þýskir og ítalskir
fangar sem Kanadamenn höfðu fallist á að taka í sína vörslu.
Þeirra gættu 200 verðir en í áhöfn skipsins voru 174. Alls voru
þetta tæplega 1700 manns en Arandora var byggð fyrir 354 far-
þega sem að vísu áttu allir að lifa eins og blóm í eggi um borð.
Engu að síður var skipið freklega ofhlaðið. Skipstjórinn mót-
Arandora og
„þýskir“ Íslendingar
Úfið Atlantshaf.
S.S. Arandora Star var lúxus-skemmtiferðaskip, sjósett
1927. Þá tæplega 13.000 tonn en var tveimur árum síðar
stækkuð í 14.694 tonn og státaði þá af tennisvelli og
sundlaug. Eigandi var skipafélagið Blue Star.
Myndin er af skipinu á Pollinum við Akureyri.