Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur mælti en árangurslaust. Það var stríð og Bretum lá á að losna við þessa menn sem flestir voru grunaðir um að vera nasistar, að minnsta kosti Þjóðverjarnir, og varasamir undirróðursmenn. Svo var siglt af stað. Notuðu hnefana - eða hvað? Heima á Íslandi vissi enginn neitt um hið nýja hlutverk Arand- oru Star. Þar mundu menn aðeins hið glæsta skemmtiferðaskip sem hafði svo oft glatt auga landans. Í byrjun júlí þetta örlagaríka sumar 1940 breyttist þetta. Þá birtu öll helstu blöð landsins frétt um árás sem Arandora hafði orðið fyrir. Skipið væri sokkið og mannfall gífurlegt. Þýski kafbátsforinginn Prien hefði staðið fyrir ódæðinu. Sá hinn sami og í október 1939 gat sér orð fyrir að sigla inn í aðalflotastöð breska heimsveldisins á Scapaflóa og sökkva Royal Oak og drepa ríflega 800 manns af 1234 manna áhöfn orrustuskipsins. Þetta allt vissu íslensku blöðin. Morgun- blaðið vitnaði meira að segja í Churchill sem hefði farið viðurkenningarorðum um Prien fyrir „hugdirfsku og dugnað“ en nú hefði siðferðinu eitthvað hrakað hjá honum, hafði blaðið eftir ónefndum Bretum. Blöðin fluttu býsna nákvæmar fréttir af örlögum Arandora Star og bar þeim öllum saman um að fangarnir hefðu misst stjórn á sér og ruðst „í áttina til björgunarbátanna og segja menn, sem af komust, að Þjóðverjar hafi hrundið Ítölunum harkalega frá og not- að hnefana óspart“, sagði Morgunblaðið og hafði eftir breskum yfirvöldum. En sannleikanum er oft hætt og þó aldrei eins og þegar þjóðir takast á. Magnús Þór Hafsteinsson kannaði þessa frásögn í bók sinni, Tarfurinn frá Skalpaflóa, sem kom út í fyrra, og skrifaði eftirfarandi: „Engin ofsahræðsla braust út. Það bar ekkert á slags- málum við að komast frá borði áður en skipið færi niður.“ „Íslensku“ Þjóðverjarnir Manntjón varð hins vegar geypilegt. Um 800 manns fórust eða tæplega helmingur allra um borð. Meðal þeirra voru Þjóðverjar sem Bretar höfðu handtekið á Íslandi. Blöðin veltu vöngum um hverjir þessir menn væru og voru nefnd þrjú og jafnvel fjögur nöfn í því sambandi. Síðla í ágúst kom blaðið Vísir með svarið þegar það birti útdrátt úr bréfi sem heildsalinn Heiny Scheither skrifaði heim til Íslands. Scheither var einn „íslensku“ Þjóðverjanna um borð í Arand- ora. Hann hafði komist á fleka og hrakist um á köldu hafinu í átta eða níu klukkustundir áður en hjálpin barst. Í bréfi sínu Ógnvaldur Atlantshafsins. Að minnsta kosti í augum bandamanna. SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945 Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 552 2111 - www.faj.is Siglinga-, fiskileitar- og rafeindatæki Tækin í brúnna frá FAJ Fyrir allar stærðir skipa og báta CM599 breiðbands chirp botnstykki 48, 64 og 72 Nm drægni Minni útgeislun Lengri drægni Samstundis virkni Afburðar aðgreining Sýnir mörg MARPAmerki í einu HALO Breiðbands púls radar Ný tækni frá SIMRAD Þrívíddar plotter Botnharka 3Dmynd af botni Siglingaleiðir Straumgögn Sjávarhiti Xenon Ískastarar og LED flóðljós AP sjálfstýringar 5" skjár. Follow Up, Non Follow, QuickStick, fjarstýringar (útistýri) Innfellanlegt. Stýring fyrir allt að sex hliðarskrúfur. SIMRAD GO7 Vandaður sambyggður kortaplotter og dýptarmælir. • Innanskips- samskipti • Handstöðvar • Hjálmaheadset • GMDSS neyðarstöðvar • IP stöðvar með duplex samskipti SIMRAD BSM 3 Nákvæmur breiðbands chirp sendir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.