Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
H inn 10. janúar 1940 villtist flugmaður þýskrar Mess-
erschmitt Bf108 könnunar- og snattflugvélar inn yfir
Belgíu, sem þá var hlutlaust ríki. Eitthvað kom fyrir
flugvélina, sem eyðilagðist í nauðlendingu, en flugmaðurinn,
Erich Hoenemanns majór, og farþegi hans, Helmut Reinberger
majór, skriðu heilir út úr flakinu. Þetta hefði vart talist til tíð-
inda nema af því að síðarnefndi majórinn hafði í tösku sinni
nákvæma tilskipun um vestursókn þýska hersins yfir
Niðurlönd og þaðan til Frakklands. Hann reyndi að brenna
skjalið en það náðist heilt og afrit var sent yfirvöldum allra
landa er málið varðaði.
Tildrög þessa flugs voru eftirfarandi og sýna vel hvernig lítil
þúfa getur stundum velt stóru hlassi. Reinberger majór hafði átt
fyrir höndum þreytandi ferð með járnbrautarlest frá Münster til
Kölnar, þar sem þinga átti um plaggið og herferðina sem í henni
var lýst. Hoenemanns flugstjóri, sem bjó í Köln, sá þarna tylliá-
stæðu til að koma óhreinum fötum í þvott til konu sinnar og
taka jafnframt ómakið af vini sínum Reinberger og fljúga með
hann á fundinn. Majórinn lét freistast þótt hann vissi að bannað
var að ferðast flugleiðis með þannig hernaðarleyndarmál. Hoene-
manns og Reinberger voru báðir fjarverandi dæmdir til dauða af
þýskum herrétti. Verður raunar ekki séð hver sök flugstjórans
var, því honum var ekki kunnugt um farangur farþega síns.
Eina dauðsfallið, sem tengt verður þessu máli, var fráfall konu
flugstjórans, Hoenemanns majórs, en hún lést af völdum yfir-
heyrslu hjá Gestapo.
Skjalið olli víða fjaðrafoki í herbúðum Bandamanna. Frakkar
töldu það blekkingu en Churchill tók mark á efni þess. Þjóðverj-
ar seinkuðu innrásinni og breyttu sóknaráformum sínum að
kröfu Hitlers.
Örnólfur Thorlacius
Mechelen-uppákoman
Messerschmitt Bf108. Í svona vél flugu þeir
félagar og majórarnir, Hoenemanns og
Reinberger, og höfðu með í tösku öll plögg um
væntanlega árás Hitlers á Niðurlönd og
Frakkland. Flugferðin endaði í Belgíu.
Benedikt Sæmundsson vélstjóri var lengi hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa, eða alls í ein 37 ár. Hann var einn þeirra sem náði
í Svalbak nýjan 1949 og var síðan í fáein ár á skipinu. Eitt sinn
hitti hann ritstjóra vorn að máli og rifjaði upp eftirleik stríðsár-
anna sem hefði hæglega getað farið ver:
„Við vorum úti á Hala. Ég var að koma af vaktinni einmitt í
því bili sem verið var að hífa pokann um borð. Mér fannst það
ganga eitthvað hægt og hef orð á því við Jónas Þorsteinsson
en þetta var í fyrsta skiptið sem hann var með skipið. Þorsteinn
skipstjóri [Auðunsson] var í fríi.
Það er svona mikið grjót í pokanum, segir Jónas.
Loksins ná þeir pokanum um borð en hann var þá búinn að
berjast margoft utan í skipshliðina. Þegar leyst er frá veltur
þessi járnhlunkur niður á dekkið, skjöldóttur og ljótur, Við sjáum
strax að þetta er tundurdufl. Karlarnir binda duflið fast og Jónas
siglir inn á Prestabótina við Ísafjörð. Þar var þá fyrir varðskipið
María Júlía og sprengjusérfæðingur um borð er gerði duflið
óvirkt.
En það fannst mér alltaf mesta furða að við skyldum lifa til
að segja frá eins og tundurduflið var búið að berjast utan í
skipið þegar við vorum að baksa pokanum inn .“
Þegar Svalbakur fékk duflið í vörpuna
María Júlía var með sprengjusérfræðing um borð. Ljósmynd: Landhelgisgæslan
Svalbakur EA 2 kemur til löndunar.
SEINNI HEMSSTYRJÖLDIN 1939-1945