Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
É g ætla að rifja upp kynni mín af
tólf togaraskipstjórum sem ég var
með áður en ég varð sjálfur togara-
skipstjóri. Það var þeim öllum sam-
eiginlegt að vera sannir heiðursmenn.
�
Sá fyrsti er Karl Jónsson skipstjóri á b/v
Skutli. Það heyrðist lítið í honum nema
þegar sæmilegt hol var á síðunni. Þá hafði
hann hátt, hærra en nokkur annar sem ég
hef verið með.
Mér er minnisstætt þegar tundurdufl
flaut upp í skvernum og hann lét halda
því frá síðunni með hökum meðan netið
var skorið í kringum duflið með sveðjum
sem bundnar voru á hakaenda. Ég er viss
um að flestir hefðu heldur höggvið frá sér
trollið.
�
Næstur er Sigurður Eyleifsson. Hann
var skipstjóri á Skutli í fyrstu siglingunni
sem ég fór á Skutli. Sigurður var ákaflega
skemmtilegur brandarakarl. Í þessari sigl-
ingu var líka Arinbjörn sonur hans og var
þetta líka fyrsta sigling hans. Ferðinni var
heitið til Fleetwood. Þegar við komum í
sundið milli „Torr og Southend“ (Írska
kanalinn) heimtaði Sigurður að við Arin-
björn færum frammá hvalbak og slægjum
skaufanum við rekkverkið. Hann sagði
þetta gamlan sið þegar farið væri í fyrsta
sinn gegnum kanalinn eða Pentilinn. Við
þrjóskuðumst fyrst við en fórum að lok-
um frammá og framkvæmdum verknað-
inn við mikinn fögnuð karlanna.
�
Næsti skipstjóri er Hannes Pálsson á b/v
Ingólfi Arnarsyni. Hannes var slyngur
aflamaður. Uppáhalds breiðan hans var
grunnt út af Svörtuloftum. Hann var eini
skipstjórinn sem kallaði mig upp í brú og
hældi mér fyrir vel unnið verk.
Við vorum út af Svörtuloftum. Það var
gott hol á síðunni. Vindur var hægur en
stór undiralda. Þá gerist það að þegar
búið er að taka fyrsta pokann og pokan-
um er slakað niður aftur að um leið og
talíunni er krækt úr rennur pokinn yfir
borðstokkinn og þá í eina skiptið heyrði
ég Hannes öskra: „Hífið í stertinn, hífið í
stertinn.“
Hann hélt að pokinn væri opinn en ég
hafði hnýtt fyrir án þess að hann tæki
eftir því. Hann kallaði mig upp í brú, tók
í höndina á mér og sagði: „Þú varst
snöggur að hnýta fyrir pokann.
�
Næsti skipstjóri er Auðunn Auðunsson.
Hann leysti Hannes af einn túr vorið
1948. Mér fannst Auðun alltaf vera í
þungum þönkum. Ég sá hann aldrei
brosa.
Við erum á Halanum. Það er logn og
blíða. Það er búið að sleppa rópnum. Ég
stend við borðstokkinn og tek eftir því að
þegar sett er á ferð þá fer skipið í bak-
borða en við vorum að láta stjórnborð-
strollið fara. Það skipti engum togum.
Trollið fer beint í skrúfuna. Stýrið hafði
verið hart í bak en ekki í stjór. Því fór
sem fór.
Það var mikið basl fram undan. Þræða
þurfti vír undir skipið og törna vélinni
Ragnar Franzson
tólf skipstjórar
Greinarhöfundur og Jónas Þorsteinsson árið 2010. Ljósmynd: Jón Hjaltason
Í aðgerð. En þekkja lesendur skipið?
Kannski það fjær líka?
Netjið á jonhjalta@simnet.is
Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson