Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 30
30 – Sjómannablaðið Víkingur og það var ekki fyrr en eftir rúman sólar- hring að við náðum trollinu úr skrúfunni. Það má segja um Auðun að fall er fararheill. � Næstur er Loftur Júlíusson. Hann var skipstjóri á Ingólfi í siglingu til Hamborg- ar. Við erum á leið frá Þýskalandi og þeg- ar við komum í Pentilinn er norðvestan stormur og bullandi meðstraumur. Átökin þegar við vorum í mesta straumnum voru svakaleg. Það vildi til að skipið var nýtt og sterkt. Lúið skip hefði ekki þolað slík átök. � Næsti skipstjóri er Hallgrímur Guð- mundsson. Ég fór einn túr með honum á b/v Þorkatli Mána. Þá var ég búinn með stýrimannaskólann og leysti af sem 1. stýrimaður. Við fiskuðum í salt við Vestur-Grænland. Það var mokveiði. Hallgrímur var sá eini sem ég var með sem kom niður á dekk þegar legið var í aðgerð. Hann var vinnuharður og taldi nógan svefn fyrir stýrimann frá kl 15 til 21, eða 6 tíma, en hann hlífði ekki sjálf- um sér og innifyrir var margt gott. � Næstur er Jón Stefánsson á b/v Jóni Baldvinssyni. Ég held að hann hafi verið mesta prúðmennið sem ég var með til sjós. Hann var afar rólegur og þaulsetinn. Það fóru nokkur skip um vortíma, þar á meðal við, til Bjarnareyja og síðan í Barentshaf. Afli var lítill og það gáfust all- ir upp og héldu heim nema við. Við héng- um á ca. 2.5 tonna hali og þegar olían var á þrotum vorum við komnir með um það bil 100 tonn af saltfiski. Þá var haldið til Hammerfest og þar urðum við að bíða í rúma viku eftir olíu. Þegar við sluppum út aftur köstuðum við í krikanum sem var á milli rússnesku og norsku land- helginnar en þá var landhelgin fjórar míl- ur hjá Norðmönnum en tólf hjá Rússum. Þarna fengum við mokafla, kláruðum túrinn og sigldum innan skerja suður með Noregsströnd og til Esbjerg þar sem við lönduðum 320 tonnum af salt- fiski. � Næsti skipstjóri er Kristján Kristjánsson en hann leysti Jón af einn túr á Jóni Baldvinssyni. Ég kastaði um nótt á Halanum. Um morguninn kemur Kristján upp kapp- klæddur með trefil upp að höku en ég var á skyrtunni, enda vel hlýtt í brúnni. Kristján byrjar á því að opna alla glugga. Það rumdi í karli: Engan sofandahátt. Eftir það passaði ég mig á því að vera búinn að opna alla glugga áður en karlinn kom upp í brú. Við mokfiskuðum þennan túr. Kristján lét sér ekki nægja að fylla lestarnar, held- ur fyllti hann líka dekkið og kom við á Flateyri þar sem hann losaði sig við allan fiskinn af dekkinu. � Næsti skipstjóri er Karl Magnússon. Ég var stýrimaður hjá honum á Jóni Bald- vinssyni. Karl var mikið snyrtimenni og hann sá fyrir það sem átti eftir að gerast. Hann bannaði mér að yfirgefa brúna og skilja 2. stýrimann eftir einan við stjórn. Forspárgildi þessa banns átti eftir að koma í ljós þegar þessi sami stýrimaður sigldi Jóni Baldvinssyni í strand við Reykjanes. Það var einn ókostur á Karli. Hann var með Sæmundarsýki. Hann þurfti helst alltaf að vera í nánd við Harðbak en Sæ- mundur Auðunsson var skipstjóri á hon- um. Karl spurði gjarnan þegar hann kom upp: „Hvar er Harðbakur?“ � Næsti skipstjóri er Þórður Hermannsson. Ég var 2. stýrimaður hjá honum og leysti af sem 1. Þórður var mjög laginn fiskimaður. Hann fór aldrei úr brúnni þegar legið var í aðgerð. Hann las bók og hafði dýptar- Hnýtt fyrir pokann. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson Hlerinn tekinn inn. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Sími: 564 3338

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.