Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Page 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
mælinn í gangi og fylgdist með torfunni.
Það brást ekki að hann fyllti dekkið í
tveimur holum þegar við veiddum í salt
við Vestur-Grænland.
Sumir sem fóru öðruvísi að voru búnir
að rífa trollið þegar þeir fundu torfuna.
En það var einn galli við Þórð. Hann var
dálítill draslari. Skal ég nefna um það eitt
dæmi sem kom mér í koll.
Við erum á Anton Dorn banka með
stjórnborðstroll. Það er komið vitlaust
veður. Ég er nýkominn á vakt og byrja á
því að ganga frá stjórnborðstrollinu og þá
er bakborðstrollið laust og afturhlerinn
dottinn úr græjunni. Fyrst varð að ná
inn hleranum. Það var orðið það slæmt í
sjóinn að ég þorði ekki að láta strákana
krækja gilsinum í hlerann. Ég setti þá við
spilið og fór sjálfur að reyna að koma gils-
inum í hlerann. Mér tókst það en um leið
og hlerinn kom inn fyrir kom brot og ég
klemmdist einhvernveginn á milli hlera
og gálga. Ég fann ekki mjög mikið til fyrst
og við gátum klárað að binda upp trollið
en þá var ég orðinn viðþolslaus af verkj-
um vinstra megin í líkamanum. Þegar að
var gáð var ég svarblár af mari frá hálsi
og niður að mjöðm. Það var farið með
mig til Patró og þaðan flaug ég heim til
Reykjavíkur. Þá kom í ljós að nokkur rif
voru brákuð og neyddist ég til að vera í
landi í tvo túra. Það eru einu veikindi
mín á mínum 40 ára togaraferli.
�
Næsti skipstjóri er Sigurður Óskarsson.
Hann leysti Þórð af og var 1. stýrimaður
hjá honum. Við erum í Þverálnum í sæmi-
legu kroppi. Ég er á vakt í brúnni. Það er
vaxandi norðaustan-veður þegar ég hífi
um kl 9. Mér líst ekki á að láta trollið fara
aftur svo ég hinkra við. Þegar Sigurður
kemur upp fer ég niður í borðsal. Stuttu
seinna heyri ég að trollið er látið fara.
Um kl 13 kemur kokkurinn niður til
mín með miklu írafári og hrópar: „Þeir
voru að missa út mann.“
Ég rauk upp hálf-klæddur og frammá
dekk. Þá er maðurinn horfinn. Hann
hafði verið á afturleysinu og farið út með
belgnum og sást síðast hanga neðan í
belgnum. En þá gerðist kraftaverkið. Þeg-
ar snarlan var höluð inn hafði snörlu-
krókurinn krækst í hann. Við náðum
honum því um borð og þegar ég var bú-
inn að vera með hann í ca. 20 mínútur
fékk ég líf í hann. Þarna var einu holi
ofaukið.
�
Sá tólfti í röðinni er Sigurður Þórarins-
son. Ég var 1. stýrimaður og afleysinga-
skipstjóri í tvö ár hjá honum. Okkur Sig-
urði kom ákaflega vel saman og það gekk
mjög vel þessi tvö ár. Það var einn galli á
Sigurði. Hann var með snert af Sæmund-
arsýki en ég held að ég hafi læknað hann
af henni.
Við erum austur í Þverál með Harðbak
og fleiri skipum. Það hafði verið smá-
kropp en þegar ég hífi um miðja nótt er
rifið svo ég læt bæta trollið og kippi vest-
ur eftir og kasta í Djúpkróknum. Snemma
um morguninn, þegar Siggi kemur upp,
er það fyrsta sem hann segir: „Hvar er
Harðbakur?“
Ég svara: „Hann er væntanlega austur í
Þverál.“
Þegar við hífðum var ágætt í trollinu.
Ég held að þar með hafi Sæmundarsýkin
verið úr sögunni.
Að lokum, ég segi frá því sem er mér
minnisstætt en venjulega rann þetta áfram
eins og lækur, oftast lygn en stundum
með látum á flúðum.
Farið um borð í ÚA-togara. Er þetta Svalbakur EA 2? Fyrstur til að stjórna þar um borð var Þorsteinn, þriðji Auðunsbróðirinn. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson
Staðið við spilið. Ljósmynd: Ásgrímur Ágústsson