Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Síða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur N ú líður að þrettándu ljósmynda- keppni Sjómannablaðsins Víkings og þar með einnig möguleika sjó- manna á íslenskum skipum að taka þátt í Norðurlandaljósmyndakeppni sjó- manna sem reyndar hefur verið við lýði á þriðja áratug. Í íslensku keppninni vinna þrjár myndir til verðlauna en þrettán myndir til viðbótar eru síðan valdar af dómnefnd og keppa þessar fimmtán myndir við jafn margar ljós- myndir frá hinum Norðurlöndunum. Í Norðurlandakeppninni eru veitt fimm verðlaun. Nú þurfið þið sjómenn að skoða ljós- myndasafnið ykkar og senda okkur myndir. Reglur keppninnar eru einfaldar. Myndefnið má vera hvað sem er hvort heldur, af landi, láði eða legi. Þær þurfa ekki endilega að vera teknar á síðasta ári heldur má grafa djúpt í myndasafninu. Ljósmyndarinn telst vera sá aðili sem ýtir á afsmellarann á myndavélinni. Myndum má ekki breyta meira en nauðsynlegt telst vegna litaleiðréttinga en ekki má skeyta saman tveimur myndum í eina með að- ferðum Photoshop. Hver ljósmyndari má senda inn allt að 15 ljósmyndir í hvaða formi sem er. Ósk- að er eftir að allar stafrænar myndir séu sendar í mestu upplausn og að þær hafi ekki vatnsmerki á sér. Ljósmyndarar eru beðnir um að gefa myndum sínum nafn. Þá þarf að liggja fyrir á hvaða skipi við- komandi er eða hefur verið séu menn komnir í land tímabundið. Skilafrestur er til 30. nóvember n.k. og skulu stafrænar myndir sendar á umsjónarmann keppn- innar, Hilmar Snorrason, á netfangið ices- hip@heimsnet.is en aðrar myndir sendast á Ljósmyndakeppni sjómanna FFSÍ v/Sjómannablaðsins Víkings Grensásvegi 13 108 Reykjavík Norðurlandaljósmyndakeppnin mun að þessu sinni fara fram í Danmörku í byrjun næsta árs. Ljósmynd: Hlynur Ágústsson. Ljósmynd: Hlynur Ágústsson Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson. Ljósmyndakeppni sjómanna 2014

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.