Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2015, Qupperneq 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur
V iðmælandi minn, hann Einir – sem
allir kalla Adda – er ekki gamall að
árum og ég velti fyrir mér af
hverju hann sé kominn í land.
Óhapp, svarar hann.
Ég vil fá meira að vita.
Við vorum að taka trollið í leiðinda-
veðri, fengum á okkur brot og ég kastað-
ist ofan í dekkið. Jú, þetta fór allt í helvít-
is vitleysu, hálsinn, bakið og annar
fóturinn.
Hvað tók þá við?
Gangan endalausa á milli lækna og
sjúkraþjálfara. Í tvö eða þrjú ár var maður
á þessu leiðinda vappi. Það teygðist líka á
þessu, maður hélt jú í vonina um að
komast á sjóinn aftur og vildi ekki gefast
upp í bataleitinni fyrr en í fulla hnefana.
Jamm, maður lifði ef til vill of lengi í von-
inni. Kannski það.
Hvað vildirðu taka þér fyrir hendur í
landi?
Já, svo var nú það. Maður kunni ekk-
ert annað en að vera á sjó. Ég byrjaði á
Kaldbak 1982, aðeins 17 ára gamall. Ætl-
aði svo að komast til mannvirðinga á
sjónum. Fór í stýrimannaskólann á Dalvík
1997 og lærði fræðin sem eru vel að
merkja alveg ónýt í landi. Ég hafði því
ekkert fast í hendi þegar ljóst varð að ég
myndi ekki fara á sjóinn aftur.
Varstu örvæntingarfullur um framtíð-
ina?
Manni var kannski ekki alveg rótt en
ekki þannig að maður væri byrjaður að
örvænta. En auðvitað leit þetta ekkert of
vel út.
Hvað gerðirðu þá?
Iðan varð mín lausn. Ég komst á nám-
skeið hjá þeim. Gunnar Þór Jóhannesson
í Gólfefnavali bauð mér að koma og læra
að meðhöndla parket, djúphreinsa það,
olíubera, lita og svo auðvitað að fara með
vélar sem tilheyra djobbinu.
Fórstu þá að vinna við þetta?
Já, og þó ekki alveg strax. Þarna hafði
ég sem sagt lært að djúphreinsa ýmis gólf-
efni og fór upp úr því til Málmeyjar í Sví-
þjóð að læra meira. Um var að ræða park-
etslípun og parketlögn sem ég tek þó ekki
að mér. Best að undirstrika það. Skrokk-
urinn segir einfaldlega nei við þess háttar
átökum og bogri. Ég lærði líka meira á
efnin og vélarnar.
Þetta er sem sagt vélavinna?
Einmitt. Ég er með djúphreinsivél sem
ég nota á parket, steinateppi, flísar og sól-
palla. Græjan þrýstir vatni niður í viðinn
með burstum og sýgur síðan upp aftur.
Og það skal ég segja þér að þótt menn
sjái það ekki þá er gamalt parket undan-
tekningarlaust svo óhreint að vatnið verð-
ur á litinn eins og versta jökulsá. Svo
pússa ég parketið og olíuber með annarri
vél. Ég olíuber líka sólpalla og er þá
venjulega búinn að djúphreinsa dekkið.
Verður gamalt parket þá eins og nýtt?
Ég segi það ekki. Hef aldrei verið fyrir
það að ýkja. En djúphreinsivélin gerir
gömul gólfefni nýlegri, flísar, steinateppi
og parket. Og ég fullyrði að með því að fá
mig til að þrífa til dæmis gamalt parket þá
ertu að lengja lífdaga þess um nokkur ár.
Þetta getur spyrjandinn vottað með
Hann er kominn í land
Addi djúphreinsar og olíuber
- Spjallað við Eini Einisson
Í vetur er leið fór Addi á námskeið hjá SÍMEY, Sí-
menntunarmiðstöð Eyjafjarðar, þar sem hann lagði
stund á sölu-, markaðs og rekstrarnám. Það getur
aldrei nema bætt mann að læra þessi rekstrarfræði
betur, segir hann, og svo er maður alltaf að pæla.
Kaldbakur skip með
mikla sál. Á þessu skipi
byrjaði Addi 17 ára gamall
en á Kaldbaki var hann
í alls 15 ár.